Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 97

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 97
LISTIR 227 eftir að búið er að lýsa því yfir, að formklas- inn sé eins og hlutur, sem stendur á jörðunni. En hann er til staðar engu að síður. Ég gæti hugsað mér að gera grein fyrir honum á þenn- an hátt: Fyrst þegar við rennum augunum yfir dúkinn tökum við eftir því, að stóru fletirnir ýta hver á annan. Það myndast óum- deilanlega togstreita á milli þeirra. En áður en við erum búin að átta okkur á þessu und- arlega fyrirbæri tekur formklasinn að hreyf- ast eins og lest upp eftir dúknum. I fyrstu fer lestin sér hægt en eftir því sem ofar dregur eykst hraði hennar. Og við markalínuna er hann orðinn svo ískyggilegur, að ekki verður komizt hjá árekstri. Við áreksturinn splundr- ast lestin, blandast á nýjan hátt og hefur svo aksturinn að nýju eins og ekkert hafi í skor- izt. Þessi hraði málverksins er angi af hraða náttúrunnar og mannlífsins. Við erum að vísu orðin býsna ónæm fyrir honum þegar hann berst til vitundar okkar sem þytur vélar eða þjónustubragð einhverrar stofnunarinnar. En maður, sem hefur litið grábláar skýjaflyksur renna sér yfir kolsvartan himininn gleymir sýninni ekki svo auðveldlega. Einhver kynni að ætlast til þess af Þorvaldi, að hann felldi formklasann að mynd Akra- fjalls eða einhvers annars hlutar úr ytra gervi náttúrunnar. Og hann hefur sannarlega efni- viðinn í höndunum: Stóru bláu, grænu, gráu, rauðu og gulu fletina, dílana, litlu skákirnar, línurnar og þar fram eftir götunum. Hann hefur einnig lokið við að reyna styrk þessara parta málverksins. En hvers vegna færir hann þá ekki í búning landslagsforms? Það er af því, hygg ég, að þeir myndu glata einhverju af lifandi frelsi sínu og hljómi í slíkri spenni- treyju jafnvel þótt hún væri gjörð eftir öllum listarinnar reglum. Sjónarmiðin myndu verða smærri, vinnubrögðin álappalegri, árangurinn ekki nema brot af þeim þolanlegu úrslitum, sem einhver vandaður listamaður hlýtur að keppa að í starfi sínu. Ég er nú búinn að rissa upp flest það, sem ég ætlaði að gera að umræðuefni í þessu greinarkorni. En einhvern veginn finnst mér, að ég geti ekki komizt hjá því öllu lengur að gera tilraun til að lýsa skilningi mínum á hug- takinu: form í málverki. Bæði er að þetta hugtak hefur einatt skotið upp kollinum í brotaskrifum mínum um myndir en einnig er það tíður gestur í línunum hér að framan. Form í málverki — ég endurtek þessi orð og staðnæmist við í-ið sérstaklega. Ég ætla nefni- lega ekki að fara að tala um heildarflokkun listaverka eftir stefnum, flokkun í abstrakt- myndir eða náttúrumvndir, realistískar eða súrrealistískar og þar fram eftir götunum. Mér finnst að sú flokkun eigi að liggja í aug- um uppi núorðið. Athyglin beindist að form- inu sem frumparti myndar. Eins og getið er um hér að framan, deilir Þorvaldur Skúlason málverkinu niður í all- margar skákir, stórar eða smáar. Skákir þess- ar eru svo greinilega afmarkaðar, að varla er hægt að hugsa sér, að nokkur blandi tveim þeirra saman. Þar að auki leggur málarinn áherzlu á sérstöðu hverrar skákar með því að fá henni lithljóm til varðveizlu. Nú væri ekki ólíklegt, að einhver vildi nota þessa deilingu myndarinnar sem lykil að vandamáli forms- ins og kveða upp úrskurð vafningalaust: Blái flöturinn er eitt form, sá rauði annað, granna línan hið þriðja o. s. frv. En svarið er ekki svona einfalt að mínum dómi. Að minnsta kosti liggur þessi lausn óralangt frá skilgrein- ingum, sem gefa verulegar upplýsingar um eðli formsins eða t. d. eiginleika þess til að ganga aftur og breytast að nokkru í nýjum myndum gamals höfundar. Menn geta sann- reynt gildi þessarar staðhæfingar minnar með því að gera ofurlitla tilraun. Hún er vanda- laus fyrir hvern þann, sem ber eitthvert skyn á myndir: Hugsið ykkur að þið losið hverja litskák um sig úr tengslum við aðra þætti myndarinnar og dragið hana út úr málverk- inu. ímyndið ykkur síðan að þið festið hana á hvítan grunn eða gráan og einangrið hana gersamlega. Þegar þannig er komið fyrir skák- inni kemur skýrt í ljós, hvort hún er gædd nægilegu lífsmagni til að heita formræm heild. Tilraunir mínar í þessa átt leiða sjaldan til jákvæðrar lausnar: nær allar skákirnar skortir þol og reisn sjálfstæðs hlutar. Þær lyppast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.