Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 93

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 93
BÓKMENNTIR 223 band íslands við Monte Cassino munka, því að listaverk gátu borizt milli fjarlægra staða eftir ýmsum leiðum, sem nú eru torraktar. En það vottar fyrir slíkum hugsunarhætti hjá Selmu, þar sem hún vill setja dómsdags- myndina í samband við hina ermsku biskupa, sem sagðir eru hafa verið hér á 11. öld, senni- lega grísk-kaþólskir menn. Hyggur Selma þessa menn í rauninni hafa verið Basilus- munka, og fjallar síðasti kafli bókarinnar um þá. En enga tilraun gerir hún t.il að rökræða þær aðrar leiðir, sem fyrirmynd dómsdags- myndarinnar gat borizt eftir hingað norður, og kemiir þar þó margt til greina. En þetta er nokkurt einkenni á þessari góðu bók. Efnið er lagt umbúðalaust og ekið í einstefnu. Mér finnst höfundurinn hefði átt að velta því meira fyrir sér, skoða það betur í krók og kring, því að frá því gefur sýn í margar áttir. Þess er að vísu óbilgjarnt að krefjast. að Selma segði hér hið síðasta orð um hvað eina, en ég held að bók hennar hefði orðið betra fræðirit, ef hún hefði grafið meira kringum efnið, gefið sér betra tóm til að nostra við það kjörviðarkefli, sem hamingjan skolaði upp í hendur henni á heillastund. Bókin er með afbrigðum fallega úr garði gerð, og Selmu er það sómi að hafa ekki sætt sig við neitt nema það bezta. Efnið á það skilið. Myndirnar eru ágætar, en hefðu mátt vera vísindalegar á borð bornar. Nokkuð svipað má í rauninni segja um textann. Bókin er skrifuð á einföldu máli, flúrlaust og hvers- dagslega, og kann ég ekki illa við það, en við- vaningsbragur nokkur í fræðimannlegum vinnubrögðum varpar nokkrum skugga á verkið. Meginkostur er, að efninu er vel rað- að, og þess vegna er bókin skemmtileg af- lestrar. Ég hef leyft mér að finna nokkuð að þessari bók. En jafnframt er mér ljúft að segja, að ég tel Selmu Jónsdóttur eiga heiður skilið fyrir að hafa rofið myrkrið, sem grúft hefur yfir stórmerkilegu íslenzku listaverki. Bók hennar hefur fært út kvíar fornrar íslenzkrar listsögu og til hennar verður lengi vitnað. Kristján Eldjárn Rit Pálma Hannessonar Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur nú lok- ið við að gefa út rit Pálma Hannessonar í þremur samstæðum bókum, samtals 884 síður. Fyrsta bókin, Landið okkar (308 bls), kom út haustið 1957. 1 henni eru 30 útvarpserindi, landfræðilegs og sögulegs efnis, og auk þess formáli að myndabókinni ísland. Þess er get- ið við hvert erindi, hvenær það var flutt, en allmörg erindanna voru áður prentuð, og er það nokkur yfirsjón að geta þess ekki um leið, — einkum ef höfundur hefur endurskoð- að og breytt þeim til prentunar. Meðal þess- ara erinda mætti sérstaklega nefna Frá Móðu- harðindunum, Skoðanir erlendra manna á ís- landi fyrr og nú (átta erindi), Askja og loks Landið okkar, spurningar og svör um ferða- leiðir, örnefni og sögustaði. ★ Önnur bók Pálma, Frá óbyggðum (325 bls), kom út haustið 1958. í henni eru ferðasögur og landlýsingar, áður prentaðar í Rétti, And- vara, Hralcningum og heiðavegum, Árbók F. t. og Iléraðssögu Borgfirðinga. — Aftast eru nokkur sýnishorn úr dagbókum Pálma, óunn- in og áður óprentuð. Auk þess eru í bókinni 20 ljósmyndir eftir Pálma, mikil bókarprýði, því að hann var myndasmiður góður. Nokkuð skortir á æskilega vandvirkni við útgáfu þessa bindis. Greinarnar í Rétti (Ak. 1927—1928) um Arnarvatnsheiði, Kjöl og Eyvindarstaðaheiði eru um fyrstu rannsókn- arferðir Pálma og hið fyrsta, sem eftir hann birtist á prenti. Hann hafði engan fylgdar- mann, kunnugan, og hreppti vont veður með köflum. Þar gætir því sums staðar ókunnug- leika á gömlum örnefnum eða nýnefni sett á gamalþekkt kennileiti. Iíeiðingjaskarð, sem P. H. nefndi svo, milli Kráks á Sandi og Langjökuls mun t. d. heita Þröskuldur frá fornu fari. Er ekki trútt um, að byggðamönn- um, sem þarna eiga afréttarlönd, þykir þetta miður. — Hefði verið æskilegt, að nokkrar athugasemdir hefðu fylgt þessum þáttum í nýrri útgáfu. Leiðin wpj) í Botnaver var prentnð í Ár- bók F. t. 1940. Þar er meinleg prentvilla, Langasjó í stað Litlasjó. Iíefur prentvilla þessi verið endurtekin í útgáfu Menningarsjóðs (bls. 21). Eldgígurinn hjá Frostastaðahálsi (2. mynd,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.