Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 23

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 23
,FRJÁLST ER í FJALLASAL" 153 festast, sagði hann: — Ég sé um þessa lconu og síðan börnin mín. Húsfreyjan í Holtaseli var dóttir þessa manns. Það var til gott fólk í gamla daga, ekki síður en nú. En af þessu getur þú séð, að mín kynslóð hefur sinn fót- inn í hvorri lejr, eins og danskurinn segir. VI. Við vorum komnir heim til íslands aftur. Svavar sagðist hafa farið frá Hornafirði al- farinn til Reykjavíkur 1930, en áður hafði hann verið hér tvo vetur á Samvinnuskól- anum: — Ég hef ekki menntun nema frá Sam- \ innuskólanum, sagði hann, en þú getur rétt ímyndað þér, hvort hún hefur ekki verið ósvikin. Hér keyrði ég út öl fyrir Olgerðina Þór, en ofreyndi mig á því starfi og var þá settur í skrifstofu og vann við bókhald. En svo varð ég atvinnulaus. Það varð mitt lán. Atvinnuleysi er undirrót alls góðs. Maður sem keyrir ölbíl og situr við bókhald fremur aldrei neinar stórdáðir. Nú gerðist ég rukkari um tíma. Það var eitt helvíti að hlaupa eftir einhverjum körlum með úttroðna tösku af reikningum og svo sögðu þeir, þegar maður náði loksins í skottið á þeim, að þeir ætluðu að skila þessu eða hinu aftur. Aðrir gátu ekki hugsað sér að borga reikning, fyrr en ég hafði hlaupið á eftir þeim svo sem þrjár bæjar- leiðir. En upp úr þessu fór ég að fást við málaralist fyrir alvöru og frá 1934 get ég varla sagt ég hafi forspillt niínum dýrmætu kröftum í annað. Þegar ég kom til Kaup- mannahafnar upp úr næstu áramótum og sett- ist á bekk í listháskólanum svonefnda, upp- hófst Ginnungagap míns frægðarferils. Þá var þar fyrir Sigurjón Ólafsson, einnig voru þá í Höfu Þorvaldur Skúlason, Jón Engil- berts og Eggert Guðmundsson og voru mér allir mjög góðir. Ég hafði haldið málverka- sýningu í Skemmuglugganum í Haraldarbúð áður en ég fór til Hafnar og þóttist sæmi- lega sjóaður. Þá keypti Markús ívarsson af mér margar smámyndir og var það í fyrsta skipti, sem ég gat verið reglulega monsara- legur. Meðan sýningin stóð yfir, læddist ég stundum aftan að mönnum til að heyra, hvað þeir segðu nú um gripina og hlusta eftir stemningunni. Eitt sinn kom ég aftan að Guð- brandi prófessor og einhverjum öðrum manni, ég man ekki hvort það var Ólafur Friðriksson, og standa þeir þá í miklu níði um þessi fyrir- bæri í glugganum, og ég man eftir að Guð- brandur sagði um eina myndina: — Þetta er eins og þerripappír. Þá lagði ég niður skottið og læddist burt. Það er interressant að geta gengið aftan að mönnum og heyrt þá rífast um það, sem manni er kærast. Ég hélt sýn- inguna auðvitað til að reyna að plata einhvern að kaupa, því mig vantaði peninga fyrir Kaupmannahafnarferðina. Ég held bara satt að segja, að Asmundur frá Skúfsstöðum hafi verið nýkominn frá Höfn og haft þessi áhrif á mig. Ilann kom oft til Kjarvals og gyllti fyrir okkur menningarástandið í Kaupinhafn, það væri nú eitthvað annað en hér í henni Reykjavík. Iíann var mjög elskulegur mað- ur og ég man eftir því, þegar Kjarval kynnti hann fyrir mér: Ég kom inn í vinnustofuna hans og þá stendur þar ákaflega fínn maður á miðju gólfi, á gráum gammósíum með hvítar brydd- ingar á vestinu og vel í skinn komið. Mér þótti maðurinn hinn hávirðulegasti og ekki dró Kjarval úr: — Má ég kynna Asmund frá Skúfsstöðum, höfuðaðdáanda í listum og vís- indum. En heyrðu góði, við vorum að tala eittlivað um hann Markús áðan. Iíann var stórkost- legur maður. Hann kom þarna stundum á sýningar í sínum samfesting, olíukámugur og krímóttur í andlitinu eftir erfiði dagsins, og með stóran slaghamar í hendinni og skoðaði málverkin og deildi við okkur, sem vorum að gutla í listinni. Ég man eftir að hann tal- aði þarna við mig fyrir utan Skemmugluggann og sagðist ætla að kaupa myndir og jafnvel borga mér sumt í dönskum peningum. Hann lagði allt sitt í málverk. Þau hjón voru vön að fara einu sinni eða oftar í bíó á viku, en hættu því til að geta keypt fleiri myndir. Þá lágu peningar ekki á lausu, ekki einu sinni hjá atvinnurekanda eins og Markúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.