Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 75

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 75
ÞINGVALLAFUNDUR 1&73 205 í tillögum þessum var gengið lengra en í nokkrum fyrri tillögum íslendinga, og má lík- legt telja, að þær hafi komið ærið flatt upp á marga fundarmenn. Fundarstjóri gerði nú grein fyrir, hvernig umræðum skvldi hagað og vildi, að fyrst yrðu rædd niðurlagsatriði nefndarálitsins, en einn nefndarmanna, sr. Páll Pálsson, lét þess getið, að „vakað hefði fyrir nefndinni óánægjan yfir lögunum 2. jan- úar 1871.“ Af mönnum utan nefndarinnar tók fyrstur til máls sr. Matthías Jochumsson, en hann var fulltrúi úr Gullbringu og Kjósar- sýslu. Er auðsætt, að honum hefur þótt til- lögur nefndarinnar ganga of langt, því að hann „kvað það vera nokkuð annað að vilja vera laus að öllu við dönsku stjórnina og vernd rík- isins.“ Framsögumaður nefndarinnar varð fyr- ir svörum og taldi, að vernd Dana hefði fyrr verið íslendingum fjarlæg, er þeir hefðu mátt þola rán og gripdeildir annarra þjóða. Væri því álit lians, að ekki yrði íslendingum að neinum notum, þótt þeim væri áskilin vernd hinnar dönsku stjórnar. Kvað hann þjóðirnar orðnar svo siðaðar, að þær réðust ekki á vopnlausa menn, og sá ókostur fylgdi loks slíkri vernd, að íslendingar yrðu að leggja fé til hermála og senda syni sína til herþjónustu. Annars beindust umræðurnar einkum að niðurlagsatriðum nefndarálitsins, og er af þeim umræðum ljóst, að ýmsum hefur þótt óheppilegt, að gengið væri framhjá Alþingi, þar sem í tillögunum var gert ráð fyrir, að menn væru sendir til konungs beint frá fund- inum. Sr. Páll Pálsson gaf þá skýringu, að nefndin hefði viljað snúa sér beint til kon- ungs vegna þess, að reynslan hefði „sýnt, hvaða árangur tillögur alþingis hefði, þar sem frumvarp alþingis hefði út komið sem lög með breytingum móti tillögum þingsins.“ Ekki var þessi skýring talin alls kostar fullnægjandi, þar sem Ilaraldur Briem, fulltrúi Sunnmýlinga spurði, „hvort nokkur von væri um, að kon- ungur hlýddi á þá menn, er sendir væru á fund hans, hvort að eigi mundi vera hyggilegra, að mennirnir til sendifararinnar væru kosnir á al- þingi.“ Framsögumaður nefndarinnar tók þá til máls og skýrði sjónarmið nefndarinnar, að „í öllu falli yrði málið eigi afbakað, ef þessi vegur væri farinn. Það ætti betur við, að fund- urinn kysi mennina, því það væri viðsjálla fyrir þingið að ganga fram hjá konungsfull- trúa.“ Matthías Jochumsson spurði þá, „hvort fundurinn hefði vissu fyrir, að alþingi féllist á tillögu fundarins . . . og eyðilegði ekki að- gjörðir hans.“ Eggert Gunnarsson, Eggert Jónsson, ftr. Dalamanna og Daníel Thorla- cius töldu ekki vera hættu á því, þar sem þær væru öldungis samkvæmar þjóðarviljanum, þar væri ekki farið fram á meira en Alþingi hefði farið fram á. Matthías Jochumsson táldi hins vegar að „í nefndarálitinu væri gengið lengra en alþingi áður hefði gengið, það er að segja, að segja sig úr ríkisfélagi Dana.“ Framsögumaður kvaðst þá „ekki sjá annað, en það væri á rökum byggð sú tillaga nefndar- innar að segja sig úr ríkisfélagi við Dani.“ Kvaðst hann verða að „neita því að nokkurt samband að lögum væri milli Dana og vor.“ Þessa skoðun sína virðist sr. Benedikt hafa reist á kenningum þeim um konungdóm Krist- jáns 9., sem áður eru raktar og gerðar höfðu verið að undirstöðuatriðum á fundinum að Stóru-Tjörnum, 29. okt. 1872. Annars er bók- un í fundargerð hér ekki alls kostar Ijós. Jón Guðmundsson ritstjóri tók til máls og „vakti athygli fundarins á því, að það væri ísjárvert að senda mennina beinlínis til konungs á bug við þingið, því enda þótt þessi fundur væri vel sóttur, þá væri þó efasamt, hvort hann hefði vald til þess. Einnig væri það efasamt, hvort þeir menn, er fundurinn kysi, vildi takast á hendur sendiförina einungis með umboð frá þessum fundi, og þannig kynni allt að verða til ónýtis.“ Framsögumaður kvað hins vegar „ekki gengið fram hjá, heldur gegn um al- þingi. Alþingi sé ekki bært um eptir alþingis- tilskþpuninni] að ræða mál þetta, það verði að gjöra fundur beinlínis til þess kosinn. Að kalla slíkan fund saman hefði stjórnin ekki viljað gjöra; þingið hefði eigi „competence“ til að semja um þetta mál.“ — Síðar í umræðunum bætti framsögumaður því við „að bænar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.