Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 44
174
HELGAFELL
samfara og þær algjörlega vísindalegs eðlis.
Getum vér viðurkennt kenningar þær, sem
þjóðfélagsverkfræðingar styðjast við og nota
til að réttlæta meðferð sína á fólki? Prófessor
Elton Mayo segir oss til dæmis afdráttarlaust,
að „löngun mannsins til að vera í einu og öllu
samstarfsinaður meðbræðra sinna sé sterkt
mannlegt einkenni og ef til vill hið allra sterk-
asta.“ Ég myndi kalla þetta tvímælalaust
rangt. Sumir ala þessa löngun í brjósti, aðrir
ekki. Það fer eftir skaplyndi og líkamserfðum.
Ilvaða þjóðfélagsskipulag, sem reist væri á
þeirri skoðun, að „maðurinn“ (hver sem „mað-
urinn“ er nú) æski þess að vera í stöðugu
sambandi við meðbræður sína, hlyti að verða
Prókrústesarrekkja fyrir margan mann. Ann-
aðhvort yrði að stytta hann eða teygja, til
þess að hann yrði mátulegur á kvalabekkinn.
Og á hinn bóginn. Hversu rómantískar og
falskar eru þær ekki hinar Ijóðrænu lýsingar
á miðöldunum, sem margir nútíma fræðimenn
um þjóðfélagsmál skreyta með bækur sínar!
„Miðaldamaðurinn var meðlimur í gildi, léns-
eða þorpsfélagi, sem veitti honum vernd alla
ævina og tryggði honum frið og sálarró.“
Veitti honum vernd fyrir hverju, vel á
rninnzt? Ekki fyrir miskunnarlausum hrotta-
skap yfirboðara hans. Og hvað sem líður „friði
og sálarró“, þá var á miðöldum ákaflega mik-
ið um ólinnandi vanburðarkennd, sára óham-
ingju og logandi gremju við hið ósveigjan-
lega, stiggreinda valdskerfi, sem hleypti eng-
um upp á við í þjóðfélagsstiganum, og leyfði
ekki heldur þeim, sem fjötraður voru við land
sitt, mikil ferðalög á láréttu. Hin ópersónulegu
öfl ofbyggðar og ofskipulagningar, og þeir
þjóðfélagsverkfræðingar, sem eru að reyna að
stýra þessum öflum, stefna nú með oss í átt
til nýs miðaldaskipulags. Sú endurvakning
verður gerð notalegri en fyrirmyndin með ým-
is konar Fögru-nýju-veraldar þægindum, svo
sem ungbarnaþjálfun, svefnkennslu, áhyggju-
eyðandi lyfjum, en — samt sem áður verður
þetta ekkert annað en hrein únauð fyrir allan
þörra manna og kvenna.
K. K. þýddi