Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 62

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 62
192 HELGAFELL Þessi óraunsæu einkenni á skáldskap Kar- enar Blixen urðu til þess að tengja hana Martin A. Hansen og hinum ungu ljóðskáld- um eftirstríðsáranna, sem gáfu út tímaritið Heretica. Það er ekki svo að skilja, að þetta viðnám gegn ófáguðu raunsæi í bókmenntum á 8. tug nítjándu aldarinnar og áranna eftir 1930, tákni það, að Ivaren Blixen sjáist yfir nei- kvæðar hliðar lífsins eða leitist við að fegra það og fága. Kardínálinn segir á öðrum stað í hinu langa samtali: „Ef góðviljaðir og samúðarríkir leseudur, sem óska þess að hlífa manneskjunum við þjáningum, reyna að fullvissa þessar persón- ur um, að þær geti borið angist sína og kvein- stafi upp fyrir einhverjum öðrum dóinstóli hér í heimi, þá blekkja þeir þær og draga dár að þeim af miklu miskunnarleysi og grimmd. Því í öllum heiminum er það sagan ein, sem hefur myndugleik til þess að svara sárasta neyðarkalli mannshjartans. En það er: Hver er ég?“ Þetta ber að skilja svo, að svari maður þessari spurningu og finni tilgang lífs síns hefur hann um leið fundið hinn guðdómlega tilgang þess. Þá fær sagan, — hin óháða saga — guðdómlegt yfirbragð. Andstaða henn- ar er hin raunsæja og naturaliska skáldsaga, sem hefst og endar á óleystum vandamálum. í sögunni leitast persónurnar við að sætta sig við lilutskipti sitt, í stað þess að reyna að hlaupast frá því. Það er aðeins vegna þess- arar trúmennsku, að sagan öðlast yfirburði sína. Lífið, sem sagan verður að lýsa ein- lægni og undirgefni fer ómjúkum höndum um mennina. Enn segir kardínálinn: „Aður en herrann réð þennan embættismann, ávarpaði hann hann í fullri hreinskilni og einurð: „Þú veizt,“ segir herrann, „að ég er almáttugur. Og þú liefur fyrir augum þér þann heim, sem ég hef skapað. Segðu mér nú hreinskilnislega, livað finnst þér um hann. Hcldur þú við nán- ari athugun, að ég hafi ætlað mér að skapa heim unaðar og friðsældar?“ „Nei, herra,“ svarar umsækjandinn. „Eða að mér hafi verið efst í huga, að þar væri öllu raðað af rökvísi og reglusemi?11 „Nei, vissulega ekki,“ svarar ungi maðurinn. „Eða heim, sem auðvelt væri að lifa í?“ „Nei, guð minn góður, nei“ hrópar umsækjandinn enn. „Eða álítur þú og trú- irðu því,“ segir herrann að lokum, „að ég hafi haft í hyggju að skapa göfugan heim, þar sem bæði er að finna hið dásamlegasta og djöful- legasta?“ „Ja, það er mér nær að halda,“ svaraði ungi maðurinn. „Jæja,“ segir herr- ann, „þá skaltu vinna embættiseiðinn.“ Þannig skal lífsskoðun kardínálans eða listamannsins vera. Og eru það raunar sömu skilm:larnir og settir voru unga skáldinu í sögunni um unga manninn og nellikuna. Eins og áður cr sagt eru þessi skilyrði ekki ein- göngu sett listamanninum, heldur einnig múgamanninum, þau gilda fjTrir alla, sem af alvöru og skilningi vilja taka lífinu eins og það er, en ætla sér ekki að byggja á draumum. Eins og fyrr getur koma fram í fvrstu sög- unni sömu grundvallarskoðanir og áður, að sumu levti skýrari og ákveðnari. En þær er líka að finna víðar í bókinni. Má þar tilnefna hina toi'skildu sögu í bókarlok, Samtale om iiatten i Köbenhavn. Aðalpersónurnar eru unga skáldið Johannes Ewald og jafnaldri hans Kristján sjöundi, sem þá þegar er orð- inn mjög veiklaður andlega. Orir af víni, eiga þessir ungu menn samtal um lífið. Skáldið óskar sér almættis, á borð við guð og ein- valdskonunginn. Að einu leyti býr skáldið yfir guðdómlegu almætti, þ. e. í krafti skáld- gáfunnar, hins vegar veltur á ýrnsu um al- mætti kóngsins. Þetta er þeim báðum Ijóst. í þessu sambandi beinist samtalið að spurn- ingunni um jarðlífið, þar sem maður leitast við hér á jörðinni að skapa sér eilíft líf. Kon- ungurinn lítur þetta auðvitað augum klerk- dómsins, en þótt undarlegt megi virðast minn- ir Ewald á Goethe, er hann segir: „Ó, ég mundi krefjast þess, að hún (jörðin) geymdi mig. Eg mundi krefjast þess að sjá mína himnesku dýrð endurspeglast þar lengst niðri eins og mynd. Veizt þú, hvað slík spegilmynd kallast?“ „Nei, það veit ég ekki,“ svaraði konungurinn. „Hún er kölluð mýþos.“ Það er einmitt mýþos, sem konunginn skort- ir. Hann er sama manngerð og ungi danski greifinn í sögunni Vejene omlcring Pisa.. Þeir eru báðir menn, sem aldrei geta skilið fyrir- ætlanir guðdómsins með lífi þeirra og falla því ómerkir hjá garði í stað þess að líf þeirra kristallist í goðsögninni. En það var það, sem Ewald kcppti að, hann vildi skapa sér ódauð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.