Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 26
156
HELGAFELL
þeirri þekkingu, sem þó kann að fást, til kyn-
bóta á mönnum. Sú hlið erfðafræðinnar, sem
fjallar um manninn, er nefnd eugenics á er-
lendum málum eða mannerfðir.
Tímgun og þróun
Fyrir daga Mendels var þekking manna á
erfðum af skornum skammti. Framan af öld-
um var sú skoðun almennt ríkjandi, að til
væru ýmsar æðri lífverur, er kviknað gætu
af dauðum efnum við ákveðin skilyrði.
Kvikindi þau, er skriðu úr moldu að vori
til, voru álitin spretta þaðan vegna vonzku
manna eða reiði guða. Óþrif kviknuðu í höfði
manna, en sveppir féllu af himnum. Smátt
og smátt urðu þessar staðhæfingar þó að víkja
fyrir vísindalegum skýringum á vaxtarskeiði
hinna ýmsu lífvera, og dagar sjálfkviknunar-
kenningarinnar voru taldir, þegar Pasteur
sannaði, að jafnvel sýklar fæddust af sýklum.
Það var staðfest að líf kviknar aðeins af lífi
og ein kynslóð fæðir aðra sjálfri sér svipaða
í öllum aðaleinkennum. Mönnum skildist, að
þannig hafði lífið þróazt frá frumverum jarð-
ar. En uppruni þess lífs er ennþá dulinn, enda
þótt æ skýrist fleiri þættir úr myndunarsögu
hins lífræna efnis úr ólífrænu.
Einstaklingar rísa og falla en þeir viðhald-
ast þó í afkvæmum sínum við tímgun og
æxlun. En fjölgunarháttum tegundanna er mis-
jafnlega farið. Sumar lífverur æxlast kynlaust,
aðeins með einfaldri skiptingu í tvo hluta.
Þannig æxlast þær Hfverur, sem aðeins eru
ein fruma (einfrumungar). Skipting hinnar
einstöku frumu er því um leið æxlun hennar,
og er það hin frumstæðasta fjölgunaraðferð.
Samanstandi einstaklingurinn af frumuhóp
(fjölfrumungur) getur honum fjölgað kyn-
laust með því, að ein eða fleiri af frumum
hans losnar úr tengslum og myndar nýjan
einstakling. Þannig er grómyndun lægri jurta
og þetta þekkjum við mætavel úr heimi hinna
æðri jurta, sem fjölgast með renglum, sprot-
um og æxlikornum. Eru sum tré og stofu-
blóm jafnvel gædd svo frjóum vexti, að ýmsir
hlutar þeirra geta myndað nýja einstaklinga
séu þeir kurlaðir af móðurkvistinum og gróð-
ursettir sem græðlingar. Þessi æxlunarháttur
er algengari meðal jurta en dýra, en þannig
er þó farið fjölgun bandorma og fleiri hinna
lægri dýra. Fjölgun einstaklinga með kynj-
aðri æxlun er hins vegar flóknari og jafnframt
þýðingarmeiri í þróunarferli lífveranna, en þar
sameinast tvær kynfrumur í eina okfrumu,
er síðan vex og skiptist og myndar hinn
nýja einstakling. Hámarki sínu nær kynjuð
æxlun meðal hinna æðri jurta og dýra, en
þar er verkaskipting orðin mikil milli ein-
stakra fruma líkamans, og frumur sérhæf-
ar. Meðal annars eru kynfrumurnar orðn-
ar misjafnar að stærð. Eggið er stórt og
hlaðið næringu, en frjó bifanlegra og létt-
ara, en næringarminna. — Það var þýzki
jurtafræðingurinn Joseph Gottlieb Kölreuter,
sem árið 1760 gerði fyrstur manna vísinda-
lega tilraun með að víxlfrjógva tvær fjar-
skyldar tóbaksjurtir, með því að bera frjó ann-
arar tegundarinnar á fræni hinnar. Afbrigð-
ið varð að útliti miðlungur foreldranna. Með
þessum rannsóknum sínum sýndi hann fram
á, að frjóið hafði sín áhrif í fræmynduninni
og einnig, að eiginleikar beggja foreldranna
höfðu komið fram í afkvæminu.
Áður höfðu skoðanir manna á þessu atriði
verið mjög skiptar. Sumir vildu halda því
fram, að kvenlífveran væri aðeins útungunar-
stöð, en sæðið réði öllu um eðli afkvæmisins.
Aðrir álitu hið gagnstæða, að eggið réði hins
vegar öllu um eðli afkvæmisins, en frjóið væri
aðeins til þess að örva eggvöxtinn og koma
af stað skiptingu þess. Þetta voru tvær and-
stæðar skoðanir, sem forðuðust hinn gullna
meðalveg.
Menn höfðu löngu áður tekið eftir því, að
„líkt gaf af sér líkt“ og löngu áður en Mendel
kom fram með lögmál sitt hafði reynslan
kennt mönnum, að það var að öllu jöfnu betra
að velja til undaneldis þá einstaklinga nytja-
jurta og dýra, sem voru góðum eiginleikum
gæddir, en hina, sem lakari voru, ef bæta átti
kynstofninn. Menn tóku eftir því, að ein-
staklingum kippti í kynið, þótt • ekki væru
þeir endilega líkir hinum nánustu ættingjum.