Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 67

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 67
KAREN BLIXEN 197 stafar af því að svona er frásagnarlist Ivar- enar Blixen háttað. Um liana fjallar svo sú eina saga, sem enn er ótalin, „Det ubeskrevne blad“. Segir þar frá brúðkaupslöknm portúgölsku prinsess- anna, sem öll voru sýnd þjóðinni daginn eftir brúðkaupsnóttina, svo ibúarnir gætu fullviss- að sig um, að prinsessan hafi verið óspjölluð mey. Lök þessi voru svo innrömmuð og hengd upp í klaustri. Fólk fer í pílagrímsferðir til klaustursins til að sjá þau, en það furðulega er, að áhorfendur staldra ekki lengi við fyrir framan öll þau lök, sem merkt eru nöfnum og ártölum. Fólkið stanzar aftur á móti lengi og íhugult við lak, sem er tandurhvítt. Gagnvart þessari gátu setur menn hljóða, ímyndunaraflið fer af stað. Hvað gerðist hér? Og hvers vegna hefur kóngurinn látið hengja upp þetta lak? Hann gat ósköp vel látið það ógert. Svarið er svohljóðandi: „Séu menn trú- ir, óbifanlega og að eilífu trúir sögunni, þá talar þögnin að lokum. Þar sem engin saga er, og hefur aldrei ver- ið, eða þar sem menn hafa svikið söguna, þar er þögnin tómleikinn einn — en þegar sögukonan, sem verið hefur sögunni trú allt til dauðans, hefur sagt sitt síðasta orð, heyr- um við þögnina tala. Hér er komið að einu höfuðeinkenni á öll- um skáldskap Karenar Blixen. Hún beitir því stílbragði í geysiríkum mæli að gefa í skyn. Þess hefur oft verið getið í þessu stutta yfir- liti, að lesandinn gæti dregið ýmsar ályktanir af sögunni, en Karen Blixen segir sjálf sjald- an mikið beinum orðum: Hún gefur í skyn og lætur þögnina tala lengi á eftir. Það er ástæðan til þess, að almenningur, sem sjálfur hefur bæði gleymt að segja og hlusta á sögur, en hefur aftur á móti vanizt svo við lestur raunsærra skáldsagna, að fá allt tilreitt út í yztu æsar, jafnvel hið nánasta samlíf, að hann á erfitt með að fylgjast með þessari sérstæðu frásagnarlist. Þá er ekki um annað að ræða, en lesa sögurnar aftur og aftur, því þegar maður þekkir söguþráðinn, er auðveldara að koma auga á það, sem gefið er í skyn og hríf- ast af ósögðum orðum þagnarinnar. Karya- tiderne eru einstaklega skýrt dæmi um þessa stíltækni. Lesandinn er sjálfur látinn um að skilja þau álög, sem leiða til glötunar ættar- innar og eðli þeirra er líka gefið í skyn, en svo ekki meir. — Hér hefur öllum sögunum í „Sidste jor- tœllinger“ verið gerð meiri og minni skil, og það hefur komið í ljós, að kjarni allra ævin- týranna er sömu meginhugmyndir og í báð- um fyrri smásagnasöfnunum. Það er því von- andi, að menn séu nokkru nær ekki aðeins um síðustu bók Blixen — heldur skáldskap hennar í heild. Nú kann sú spurning að vakna, hvort þessi bók sé jafnsnjöll þeirri fjrrri. Því er mjög erfitt að svara, en segja má, að heildaráhrifin séu sterk, afarsterk, og beztu sögurnar standa framar öllu því sem Karen Blixen hefur áður birt. Á það við um sögur kardínálans allar þrjár, „Kap'perí'. „Nattevandring“ og þó fyrst og fremst „Herregardshistorierí'. En takmarkanir hennar koma hér einnig skýrar fram en fyrr. Þegar bókin kom út, kvörtuðu einkum sænskir gagnrýnendur yfir því hve mikla tilhneigingu hiin hefur til að láta sögur sínar gerast meðal aðalsins, æðri preláta Rómar eða heimsfrægra listamanna, sem frekar minna á þjóðhöfðingja. í sannleika sagt er þessi gagnrýni markleysa ein, því að með nákvæmlega sama rétti mætti ásaka rit- höfunda síðustu áratuga, sem skrifa um þjóð- félagsmál og einbeita sér af jafnmiklum áhuga og hún að ákveðinni stétt. Aðalatriðið hlýtur að vera að hugðarefni sögupersónanna hafi gildi, að hugmyndirnar í sögunni höfði til allra, en séu ekki bundnar því umhverfi, sem þær gerast í. Ætlunin með grein þessari, var að sýna fram á, að svo sé. Karen Blixen hefur fast- mótaða lífsskoðun, sem kemur skýrt og greini- lega fram í öllum hennar skáldskap. Þessi lífsskoðun er ekki ætluð gamalli yfirstétt einni saman, heldur er hún algild: Með því að lifa, þjáist maðurinn og veldur þjáningum, hann viðurkennir sjálfan sig, sem merkir það, að hann fellst á það, að þjáningin sé kjarn- inn í allri mannlegri tilveru. Á þennan hátt kemst hann í mannlegt samfélag og það er þetta sainfélag, sem á að bjarga hinum ein- mana manni úr þeirri einangrun, sem hann býr nú við. Sé lífinu lifað í auðmýkt og undir- gefni við lög þess sjálfs, öðlast maðurinn hjálpræðið. — Á þennan hátt er vísað á bug
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.