Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 17
„FRJÁLST ER í FJALLASAL"
149
hvað áberandi hjá okkur öllum. Þegar ég
var kominn burt sá ég þetta, og þegar
ég kom heim aftur, var mér blekking þorp-
aranna ennþá Ijósari en áður. Fólk þessara
Iitlu staða talar oft um sjálft sig sem úrvals-
kyn, en þessi eða hinn sé aftur á móti inn-
fluttur og fremur lítilsigldur. Ég man eftir
karli einum veðurtollslegum uppi í sveitinni,
sem var mikill Framsóknarmaður og hneyksl-
aðist á því að nágranni hans hafði kosið
íhaldið. Karl hafði skýringu á reiðum hönd-
um: — Þetta var ekki Hornfirðingur, sagði
hann, og þar með var málið leyst. En litlu
síðar féll hann sjálfur í sömu gröf!
En má ekki bjóða þér glas af koníaki? Þú
ræður því auðvitað sjálfur góði, ég vil ekki
þrengja því upp á þig. Enginn skyldi drekka
af þegnskap við annan mann, sagði Arni Páls-
son.
Við vorum nú komnir heim til Svavars og
sátum í stofu þeirra hjóna. Á veggnum héngu
margar myndir eftir listamanninn og báru
þess vitni, að hann hafði þennan óróa í blóð-
inu, sem er nauðsynlegur listum. — Það er
erfitt að lifa til fyrri daga, sagði Svavar, og
kveikti sér í stórum vindli.
Slíkur maður hlýtur að selja mikið og selja
dýrt, hugsaði ég með mér.
Upphátt sagði ég:
— En getum við þá ekki talað meira um
þorparana?
Svavar sagði:
— Kemur það enn ostur og smjörskaka.
Sjáðu til, þorparinn, hann er kóngur í
ríki sínu hvar sem hann fer. Ég gef ekki hníf-
inn á milli Borgarness kóngsins í Reykjavík
og Reykjavíkurkeisarans á Rauðu nellunni í
Kaupmannahöfn. Hver um sig er aðeins aðal-
borinn fulltrúi þorpsins. Hér var líka landlæg
tilhneiging til að ýta fram eða afsaka miðl-
ungsmennskuna á kostnað þeirra, sem sýndu
að þeir gátu eða voru eitthvað.
Ég sagði:
— Mér dettur í hug, þegar þú minnist á
þetta, að róttækni þín bæði í listum og stjórn-
málum sé uppreisn gegn þorparanum.
Svavar sagði:
— Það mætti vel segja mér það — jú, ég
held bara þetta sé rétt hjá þér. Það af-
drifaríkasta, sem ég hef gert, var kannski
einmitt þegar ég reif ræfilinn upp úr svellinu
hér heima og beitti honum á gaddinn í henni
Kaupmannahöfn. Á snöpunum í Höfn tók
ég í það minnsta einhverjum þrifum og get
nú hérumbil sagt eins og vinur minn, Ásmund-
ur frá Skúfsstöðum: „Mín frægð kemur að
utan“.
Nú fór Svavar út í aðra sálma. Hann fór að
tala um konur og bera þær saman við karl-
menn:
— Konan er einfaldari en maðurinn og vill-
ist því síður. Hún hefur meira naturinstinkt
og er ratvísari. Hún hefur betra nef, hún
lyktar, en karlmaðurinn hefur mörg stefnu-
mið í sínu höfði, og svo fer þetta allt á tæting.
Konan hefur skilningarvit en karlmaðurinn
þykist hafa heila.
— Það hafa auðvitað verið konur austur
á Hornafirði?
— Já, mikil veraldar heimsins undur, hvort
það voru konur fyrir austan.
IV.
Það liðu nokkrir dagar án þess við
Svavar hittumst. Svo var það einn rigningar-
dag í byrjun desember að ég gekk heim til
lians, og þegar hann heilsaði mér í dyrunum
klappaði hann á öxlina á mér og sagði:
— Komdu blessaður, gjörðu svo vel.
Ég fann að það var eitthvert hik í rödd-
inni og ætlaði að fara að gera athugasemd
við þetta ávarp, en þá sagði hann brosandi:
— Ja, þú hefur bannað mér að heilsa þér
öðru vísi en svona, var það ekki? Mér skild-
ist það um daginn, þegar ég talaði við þig í
símann.
Ég sagði:
— Þetta hlýtur að vera einhver misskiln-
ingur.
Svavar sagði:
— Misskilningur? Nei, það er ekki mis-
skilningur. Þú sagðir í símann, að ég mætti
ekki heilsa þér með þessum orðum: Komdu