Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 74
204
HELGAFELL
eyinga; sr. Páll Pálsson á Prestbakka, fulltrni
Vestur-Skaftfellinga; Indriði Gíslason á Hvoli,
fulltrúi Dalamanna; Daníel Thorlacius í Stykk-
ishólmi, fulltrúi Snæfellinga; Skafti Jósefsson
á Grafarós, fulltrúi Skagfirðinga; Jón Pálma-
son á Stóradal, fulltrúi Húnvetninga; Eggert
Gunnarsson, fulltrúi Norður-Þingeyinga; Sig-
hvatur Árnason á Eyvindarholti, fulltrúi úr
Rangárvallasýslu; Ólafur Sigurðsson í Ási,
fulltrúi Skagfirðinga.
Nefndinni voru síðan afhentar bænarskrár
þær, sem fundinum höfðu borizt um stjórnar-
bótarmálið. Annars voru á þessum fundi og
þeim næsta, sem haldinn var fyrri hluta dags,
27. júní, rædd önnur efni.
VI.
Um kvöldið 27. júní var 4. fundur settur,
og lá nú fyrir nefndarálit í stjórnarmálinu.
Framsögumaður nefndarinnar og formaður,
sr. Benedikt Kristjánsson, tók fyrstur til máls
og las upp nefndarálitið. Voru niðurlagsatriði
þess sem hér greinir:
„NIÐURLAGSATRIÐI í STJÓRNARMÁLINU
1. Að rita beinlínis lians hátign konunginum allra
begnsamlegast ávarp í nafni liinnar islenzku þjóðar og
bera ]>á bæn fram fyrir hann, að honum allra mildileg-
ast mætti þóknast að veita meðfylgjandi undirstöðu-
atriðum til stjómarskrár f.vrir Island sína allra lnestu
staðfestingu, — og til vara: að hans konunglegu hátign
mætli þóknast, að kalla sem allra fyrst saman þjóðfund
hjer á landi með fullu samþykktaratkvæði, samkvæmt
kosningarlögum 1849, og að fyrir hann verði lagt frum-
varp til fullkominnar stjórnarskrár fyrir Island.
2. Að fundurinn kjósi þrjá af landsmönnum til að
flytja þetta málefni fyrir hans hátign konunginn. og
reyni að vinna þá til að takast þessa för á hendur fyrir
full laun af þjóðinni, og
3. Að fundurinn riti ávarp til Alþingis, sem haldið verð-
ur í sumnr, og sendi því afrit af giörðum fundarins, svo
])ví gefist kost á, að láta álit sitt í Ijósi um málefni þetta,
og beini því í þá átt, er það sem rátfgefandi Alþingi álít-
ur sjer hlýða.“
Því næst las hann upp frumvarp til stjórn-
arskrár fyrir ísland svohljóðandi:
„FRUMVARP
til
stjórnarskrár fyrir Island
1. gr.
ísland er frjálst þjóðfélag útuf fyrir sig, og stendur
í þvi einu sambandi við Dani, að það lýtur himim sama
konungi og þeir.
2. gr.
Island liefir lögbundna konungsstjórn í öllum islenzk-
um málum og er löggjafarvaldið hjá konungi og alþingi
í sameiningu, þó svo að þau lagafrumvörp verð.i að
lögum, sem samþykkt hafa verið óbreytt á þremur al-
þingum hverju eptir annað, þótt konungur liafi ekki
veitt þeim sam]>ykki sitt, framkvæmdarvaldið er hjá
konungi, fjárráðin hjá alþingi, og dómsvaldið hjá dóin-
öndum.
3. gr.
Hin nákvæmari skipun á löggjöf, dómum og stjórn
landsins eptir 2. gr. skal ákveðin með lögum.
4. gr.
Konungur er ábyrgðarlaus, hann er heilagur og frið-
helgur.
5. gr.
Nú hefir konungur eigi aðsetur á íslandi, og heldur
lmnn jarl, er rekur erindi konungs og hefir ábyrgð fyrir
honum einum.
fi. gr.
Með lögum skal ákveðið hve mikið fé íslandi beri að
leggja á konungsborð.
7. gr.
Jarlinn skipar í umboði konungs stjómarherra á Is-
landi, sem hefir alla ábyrgð stjórnarathafnanna fyrir
alþingi.
8. gr.
Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistak-
mörk yfirvaldanna.
9. gr.
Hin evangeliska Lúterska kirkja er þjóðkirkia á Islandi,
þó er hverjum heimilt að hafa þá trú er hann vill, ef
það hvorki raskar borgaralegri rósemi né góðum siðum.
10. gr.
Tillögur, hvort heldur er um breytingar eður viðauka
á stjórnarskrá þessari, má bera upp á löggefandi alþingi.
Nái tillagan um breytingu á stjórnarskránni samþykki
þingsins, skal slila alþingi þá þegar og stofna til al-
mennra kosninga af nýju. Samþykki hið nýkosna alþingi
ákvörðunina óbreytta og nái hún staðfestingu knnungs,
þá hefir hún gildi sem stjórnarlög
ÁkvörSun uni stundarsakir
Fvrsta löggefandi alþingi kallar konungur saman eptir
kosningarlögunum 28. sept. 1849.
Á fundi að Öxará 27. júni 1873
(undirskriflir nefndannanna)