Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 100

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 100
230 HELGAFELL um nýrra fiskibáta á árinu, svo að vel er nú fyrir öllu séð. Þrátt fyrir þrengslin í skólanum hefir stjórn hans sýnt landkröbbunum óvenjulega hugul- semi og eru þar nú 39 nemendur sem eru að búa sig undir að matreiða og bera fram veizlu- mat fvrir hinn vandfýsna flokk manna sem sækir veitingasali höfuðstaðarins, herkastal- ann á Isafirði og Ferstiklu, að öllum öðrum veizluskálum ógleymdum þótt ónefndir séu. En það er vandræðaástand á skólanum. Þeir matreiða og framreiða, allt undir beztu leið- sögn en handa — engum. Síðan furða gestir matsöluhúsanna sig á því að kandídatarnir virðast aldrei taka eftir þeim. Hvernig eiga aumingja mennirnir að fá gert að því? A skól- anum var þeim aldrei sýnt hvernig gestur liti út. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Nú býðst skólanum að fá keypt stærsta mat- söluhús bæjarins fyrir einar 8 milljónir króna. Síðan getur ríkið leigt manni reksturinn til þess að reka sömu starfsemi og hingað til hefir verið rekin þar. Fullir vextir af ríkis- framlaginu. Fyrsta, annað og — nei, tveir um boðið, ef ekki fleiri. Það er vitanlega hverjum manni Ijóst, að ómögulegt er að stunda þetta mikilvæga nám í húsi sem ekki er í eigu ríkisins. Enginn veitingamaður með virðingu fyrir sjálfum sér hleypir nemanda inn fyrir dyr á sínu eigin húsi. Það er ekki þeirra þægðin að starfs- menn þeirra læri neitt. En fari verklegar æf- ingar fram í leiguhúsmvði sem ríkið á liorfir málið allt öðruvísi við. Bóknámið verður leik- ur. Allir gi'æða. Augljóst mál. En hvers vegna vera svona smátækur? Átta milljónir króna! Sjá menn ekki að okkur vantar hótelskóla? Og það nám verður ekki stundað nema ríkið eigi hótel'ð. Það kostar aðeins 30—50 milljónir króna. Ég þekki mann sem myndi leigja reksturinn af ríkinu. Og kannske eru tveir um boðið, — ef ekki fleiri. P. B. Góð list og vond Afstaða til lista, trúarbragða og stjórnmála er hjá mörgum með dálíið líkum hætti, ósjald- an hástemd aðdáun eða ofstækisfullur fjand- skapur. Þetta er í sjálfu sér ekki mjög óeðli- legt. Þessir lifsbroddar mannlegs samfélags eru líka helgustu einkamál einstaklingsins, þar sem allir heimta að mega velja og hafna að eigin vilja. Það er heldur ekki til hér neinn algildur mælikvarði, og ekki um að ræða neina endanlega lausn í neinni mynd — í bezta lagi spor í rétta átt. Kollvörpun viðurkenndra sanninda er mörgum erfiður biti, og hið nýja hefir oftast óþægilegan brodd, sem æsir til heiftarlegra gagnráðstafana. Reykjavík er snauð af fögrum byggingum og leitun mun vera á höfuðborg sem á færri listaverk. Af þeirri ástæðu mætti ætla að því væri fagnað, er ný höggmynd bætist þessum fáprýdda bæ. En það er þó mjög undir hælinn lagt. Listaverk sem hér hafa mætt minnstri andúð eru þau, sem gerð hafa verið og gefin hingað af útlendingum. Hins vegar hafa mörg af beztu verkum okkar eigin manna hlotið smánarlegar móttökur, og ekki sízt listaverk Ásmundar Sveinssonar. Hafa verið gerðar hér samþykktir að undirlagi ofstækisfullra fjand- manna lista og ákveðinna listastefna í því skyni að koma í veg fyrir að þau vrðu aðdá- endum sínum til gleði. Vatnsberinn og Járn- smiðurinn liafa beinlínis verið hraktir af þeim stöðum, sem þeim var ætlað að prýða af ótta við afturhaldssama áhrifamenn og skemmdar- varga. Raunaleg er saga Járnsmiðsins er flæmdur var af lóð Iðnskólans, en skólinn á listaverkið, og komið fyrir á bersvæði þar sem það nýtur sín miklu ver — og Vatnsber- ans, sem Fegurnarfélagið gaf Reykjavíkurbæ til að innsigla staðinn þar sem síðasta opna vatnsból bæjarins stóð, á horni Bankastrætis og Lækjargötu. Hafði Jón Stefánsson málari lagt til að hann yrði látinn standa þar og gert lauslegt riss til leiðbeiningar við stað- setningu hans. Þannig er vitað að ýms af beztu listaverk- um okkar hafa verið beitt hrottalegu ofbeldi og jafnvel verið hótað að brjóta þau niður. •Margir urðu því dálítið undrandi, er félags- samtök myndlistarmannanna sjálfra birtu opinberlega samþykkt, þar sem nefnd, er ann- ast kaup listaverka fyrir Reykjavíkurbæ og bendir á staði fyrir þau, var vítt harðlega og beinlínis fyrir kaup á tilteknu verki lista- manns. Núna um áramótin gerðist atvik, sem vel mætti kalla eðlilegt framhald þessarar — og ekki sízt fyrri — samþykkta um fordæmingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.