Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 52

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 52
182 HELGAFELL framhjá, huggaði börnin og svaraði alúðlega í símann, án þess nokkurntíma að sleppa úr hendi sér burstunum, sem hann öðru hverju brá á strigann, sem hann var byrjaður að mála. í vissum skilningi var mikil fylling í lífi hans, hver stund var nýtt, og hann var þakk- látur forsjóninni fyrir að hlífa honum við leiðindum. A hinn bóginn þurfti marga pensil- drætti til að fullgera málverk, og stundum datt honum í hug að eitt væri þó gott við leiðindin, þau gætu knúð menn til að sökkva sér niður í starf sitt. En afköst Jónasar minnk- uðu að sama skapi sem vinir hans urðu skemmtilegri. Jafnvel þá sjaldan hann var aleinn, var hann of þreyttur til að hamast við verk sitt af tvöföldum krafti. Og á slík- um stundum gat hann aðeins látið sig dreyma um nýtt fyrirkomulag, þar sem mætti sam- ræma ánægju þá, sem vináttunni er samfara, og dyggðir þær, sem af leiðindunum spretta. Hann minntist á þetta við Lovísu, sem sjálf var farin að liafa áhyggjur af vexti eldri barnanna tveggja og þrengslunum í herbergi þeirra. Hún stakk upp á því að láta þau vera í stóra herberginu og fela rúmið þeirra á bak við hlíf, en flytja hvítvoðunginn inn í litla herbergið, þar sem síminn mundi ekki vekja hann. Það fór ekkert fyrir hvítvoðungnum, svo Jónas gat haft litla herbergið fyrir vinnu- stofu. Þá var hægt að hafa stóra herbergið fyrir gesti, sem kæmu í heimsókn, Jónas gæti gengið á milli herbergjanna, litið inn til vina sinna eða haldið áfram við verk sitt, því auðvitað mundu menn skilja þörf hans fyrir að einangra sig. Og auk þess mundu gestirnir ekki verða jafnlengi frameftir, þar sem eldri börnin yrðu að komast í ró. „Fyrirtak,“ sagði Jónas, þegar hann hafði hugsað sig um. — „Og svo, ef vinir þínir fara fyrr,“ sagði Lovísa, „þá sjáumst við líka pínulítið oftar.“ Jónas leit á hana. Það vottaði fyrir depurð í svip Lovísu. Hann varð hrærður, dró hana til sín og faðmaði hana ástúðlega að sér. Hún hjúfr- aði sig að honum og andartak voru þau ham- ingjusöm einsog fyrst eftir að þau giftust. En nú reif hún sig lausa: herbergið var kann- ski of lítið fyrir Jónas. Lovísa náði í tommu- stokk og þau komust að raun um, að vegna þess hve mikið hafði safnazt saman af mál- verkum eftir hann og lærisveina hans — en þeirra voru flest málverkin — hafði hann litlu meira olnbogarúm við verk sitt en hann mundi framvegis hafa. Jónas tók þegar í stað til við flutninginn. Það vildi svo vel til, að hróður Jónasar óx því meir sem honum varð minna úr verki. Hverrar sýningar var beðið og hún vegsömuð fyrirfram Að sönnu voru fáeinir gagnrýnend- ur, sem drógu nokkuð við sig lofið í skrifum sínum, þeirra á meðal tveir, sem höfðu verið tíðir gestir í vinnustofu málarans. En hneyksl- un lærisveina hans gerði meira en að bæta upp þessi smáleiðindi. Þeir fullyrtu að vísu með ákefð, að þeir hefðu mestar mætur á málverkum hans frá fj'rsta tímabilinu, en sögðu að þær tilraunir, sem hann væri nú að gera, væru undanfari sannrar byltingar. Jónas ásakaði sjálfan sig fyrir það, að honum skyldi alltaf gremjast hálft um hálft, þegar menn hófu elztu myndir hans til skýjanna, og þakk- aði lærisveinum sínum hjartanlega. Rateau var sá eini, sem nöldraði: „Skrítnir fýrar . . . Þeir vilja hafa þig eiusog dauða myndastyttu. Þeir banna þér að lifa!“ En Jónas varði læri- sveina sína: „Þú getur ekki skilið þetta,“ sagði hann við Rateau, „þú hefur gaman af öllu, sem ég geri.“ Rateau hló: „Svei, svei! Það eru ekki málverkin þín, sem ég hef gaman af. Það er starf þitt.“ Hvað sein því leið, héldu málverkin áfram að ganga í augun á mönnum, og eftir sýningu, sem hafði vakið mikla hrifningu, stakk mál- verkasalinn sjálfur upp á að hækka við hann mánaðarkaupið. Jónas tók því feginsamlega og þakkaði mörgum orðum. „Þegar maður heyrir yður tala þannig, gæti maður haldið að þér legðuð einhver ósköp upp úr pening- um,“ sagði kaupmaðurinn. Málarinn komst við af slíkri góðsemi. Þó var það svo, að þeg- ar hann bað kaupmanninn leyfis til að mega láta málverk af hendi til góðgerðarstofnunar, vildi hann endilega vita hvort það væri góð- gerðarstofnun, „sem borgaði.“ Jónas vissi það ekki. Kaupmaðurinn lagði þá til, að þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.