Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 88
213
HELGAFELL
Tunglið fölt um opinn skemmuskjá
skímu sló. A hlemmi lá að vegg
rauður haus með rotið skegg, og glennt
rifið auga salti brennt, og skurð
sverðs í eyra.
Opnar Ongull hurð.
Moldarfnykur, myrkur. Hregt hann fer,
meyran strjúpa að tungli ber; í sár,
granir augu og gisið hár, sem fyrr
grófu salti slær, og spyr: Mun nú
glotta lengur hetja sú er svamm
svalar öldur, bjarndýrs-hramm og tröll
bugað gat, sem gisti fjöll, úr haug
gripi bar, og ramman draug á nótt
lagði að velli?
Víkur Ongull frá.
Tunglið gægist fölt um skemmuskjá.
Slík kvæði eru ekki einungis áhrifamikil
í sjálfum sér, heldur veita þá aukalegu
gleði, sem kemur af návist við einhvers
konar fullkomnun.
Þó að skáldgáfa Hannesar sé hófstillt
og ofstopalaus er hún greinilega örlát og
ósínk. Sjaldan eða aldrei vottar fyrir þving-
unarblæ á málfari hans eða stíl: skáldgyðj-
an er félagi hans og vinkona en ekki amb-
átt. Það er athyglisvert um svo hugsunar-
bundið skáld, hve ljóðagerð hans er eðli-
ieg og sjálfvakin. Þrátt fyrir vitsmunalegt
innihald, bera kvæðin stundum vitni um
einkar viðfelldið andvaraleysi, sem liggur
að vísu einkum í tón þeirra, þegar svo ber
við, og ofurlítið skrýtnu persónulegu orða-
lagi; samanber til dæmis Gamalmenni:
Hve margoft þá
er mœtum við þeim á stangli bak við hina
finnst okkur sem við flettum orðabók,
já feiknastórri...
Frumleiki þarf ekki að láta mikið yfir
sér:
Innn á milli glittir í gömul andlit
og góðleg, undir kostulegum húfum.
Hannes hefir til að bera þokka, frjáls-
leik og skynsemi, sem allt eru fremur sjald-
gæfir eiginleikar í skáldskap, eins og stend-
ur. Viðmót hans er óþvingað og feimnis-
leysi hans við að nota gamalkunn róman-
tísk orðasambönd, hugtök og tákn er oftast
aðlaðandi, af því að hann er nógu mikið
skáld, og veit, að hann segir það, sem
liann meinar, en ekki það, sem hann ætti
að meina, eins og vondu skáldin:
A bláum skógum draumanna
í dölum svefnsins
Senn eru dagar sóleyjanna taldir.
Sumarið reyndist furðu stutt í ár.
Kvæði eins og þau, sem þessar línur eru
teknar úr eru e. t. v. ekki mikill fengur frá
slíku skáldi. En Sumnarnótt í Skagafirði
svnir í fáeinum hendingum, hve hispurs-
laust og vel hann notar hefðbundnar mynd-
ir og rómantískt skáldamál við hliðina á
sterkri, beinni og raunsæilegri lýsingu:
Gullbúinn himinvagn kvöldsins
er horfinn við eyjar í þögul grunn.
Fjörðurinn lognbiár og landið
lögzt til værðar með munn við munn.
Hestar nasla á votum völlum.
vinnulúnir menn
sofa í ró, fá heilnæma hvild
undir herðabreiðum fjöllum.
Þar á móti á hann til barokkt hug-
myndaflug, djarfar, langsóttar, en rökrétt-
ar, útfærðar myndir, sem nálgast hið fá-
ránlega, samanber í kirkjugarði, niðurlags-
erindið:
Og allir leggjn frá sér hin notuðu nöfn
á nýlega spýtu eða stein. Og vinirnir koma
og krjúpa í góðu veðri um helgar á hnjánum,
hengja með varúð gegnum kumblanna þök
sængurhimna vaxandi viðarróta:
svo þeir sem annars einskis fú að njóta
eiga þess kost um sumarlanga tíð
við fuglasöng að seytla upp eftir trjúnum.
Auk þess sem þetta erindi lyftir upp í
æðra veldi hinum skemmtilegu, „andvara-
lausu“ eiginleikum Hannesar, sem ég drap
á áður, fæ ég ekki betur séð en það sé nýj-
ung í íslenzkum skáldskap: Það innleiðir
blátt áfram nýja myndræna rökvísi. Það
er ósvikin metciphysical mynd, eins og kall-