Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 41

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 41
OFSKIPULAGNING 171 fyrirbæri. Hvert það menningarsamfélag, sem freistar að samræma einstaklingana, drýgir ofbeldisverk gegn líffræðilegri náttúru manns- ins, hvort sem það verk er framið í nafni bættrar afkastasemi eða einhverrir pólitískrar ellegar trúarlegrar kreddu. Það má skilgreina vísindin með því að segja að þau geri hið margbrotna einfalt. Þau freista þess að útskýra hina óendanlegu fjöl- breytni náttúrunnar með því móti að skeyta ekki um sérkenni einstakra fyrirbæra, gera sér hins vegar grein fyrir, hvað þeim er sam- eiginlegt og leiða síðan af þeirri niðurstöðu- reglur, sem má aftur nota til að gefa þessum fyrirbærum merkingu og gera þau viðráðan- leg. Tökum til dæmis fall eplisins eða göngu mánans. Frá alda öðli hefir fólk veitt þessum fyrirbærum athygli. Eins og Gertrude Stein, áleit fólk, að epli væri epli væri epli og tungl væri tungl væri tungl. Loks kom svo ísak Newton og skildi, hvað þessi tvö harla ólíku fyrirbæri áttu sameiginlegt; hann bjó til kenninguna um þyngdarlögmálið, sem skýrði ýmislegt í fari eplisins og himintunglanna og raunar allra hluta hér í efnisheiminum sam- kvæmt einu og sama hugmyndakerfi. í svip- uðum anda er það, að listamaðurinn tekur hina óþrotlegu fjölbreytni og ótölulegu af- brigði, sem hann finnur kringum sig eða í ímyndunarheimi sjálfs sín og gefur þeim sam- ræmda merkingu með því að fella þessi fyrir- bæri inn í eitthvert reglulegt kerfi listrænna forma, hvort heldur sem er í myndlist, tón- list eða bókmenntum. Það er andleg eðlis- hvöt, frumstæð og eðlislæg nauðsyn mann- legs hugsanalífs, að koma reglu á hlutina, skapa samhljóm, fá einingu í margbreytni. Þessi hvöt, sem ég ætla að kalla „skipulags- viljann“ er yfirleitt þörf og góð á sviði vís- inda, lista og heimspeki. Satt er það að vísu, að skipulagsviljinn á sök á mörgum vanhugs- uðum samræmingarniðurstöðum, þegar ónóg- ar sannanir voru fyrir hendi, mörgum fráleit- um háspeki- og trúarkerfum; af hans völdum hafa menn oftlega villzt í fræðilegri hugsun á skoðunum og staðreyndum, álitið teikn og hugarsýnir áþreifanlega hluti. Allt um það eru slíkar yfirsjónir, þótt leiðar séu, sjaldnast skaðlegar, að minnsta kosti ekki beinlínis, enda þótt stundum beri við að vond heim- speki verði skaðleg, þegar hún er notuð til að réttlæta ástæðulausar og ómannúðlegar at- hafnir. Stórhættulegur verður skipulagsvilj- inn hins vegar einkum á sviði þjóðfélagsmála, stjórnmála og hagfræði. Hér verður fræðileg einföldun óviðráðan- legrar fjölbreytni í framkvæmd þannig, að mannleg einstaklingssérkenni hverfa í ómennskan allsherjarsvip; frelsi snýst í þræl- dóm. A sviði hagfræðinar er ígildi fagurlega gjörðs listaverks verksmiðjan, sem gengur eins og klukka, af því að verkamennirnir eru algjörlega samstilltir vélunum. Skipulagsvilj- inn gerir stundum harðstjóra úr þeim, sem aldrei ætluðu sér annað en kippa málunum í lag. Fegurð regluseminnar er notuð að skálkaskjóli fyrir harðstjórn. Skipulagning er óhjákvæmileg, því að frelsi þróast ekki né fær merkingu nema í sjálf- virku samfélagi frjálsra manna, sem vinna saman af fúsum vilja. En skipulagning getur verið háskaleg, enda þótt hún sé óhjákvæmi- leg. Ofskipulagning breytir mönnum og kon- um í sálarlausar vélar, kæfir anda sköpunar og gerir hvern frelsismöguleika að engu. Eins og endranær er meðalvegurinn eina örugga leiðin og liggur milli öfga laissez-faire stefn- unnar á aðra hönd og alræðis hinum megin. Undanfarna öld hefir aukin skipulagning haldizt í hendur við vísindalegar tæknifram- farir. Flókin véltækni hefir boðið heim flók- inni þjóðfélagsskipun, sem er þannig úr garði gerð, að henni er ætlað að skila árangri jafn- snurðulaust og vel eins og hin nýju fram- leiðslutæki. Til þess að geta samlagazt þessari skipun hafa einstaklingar orðið að kasta per- sónueinkennum sínum, afneita öllu því, sem er frábrigðilegt í fari þeirra og sníða sig eftir meðalformi; þeir hafa orðið að gera sig vél- virka eftir fremsta megni. Afmönnun sú, sem leiðir af ofskipulagi, ágerist við ofbyggð. Þegar iðnaður vex, teygir hann æ meiri fjölda fólks til borganna. En stórborgarlíf er ekki hollt andlegri heilsu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.