Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 58
188
HELGAFELL
inn í kaffihús, þurfti ekki annað til en hon-
um fyndist einhver gestanna kannast við sig,
þá var honum öllum lokið. Andartak stóð
hann sem lamaður og kenndi einkennilegs
sársauka, en ekki varð af svip hans hægt að
ráða í þann óróleik og þá skyndilegu og áköfu
þörf fyrir vináttu, sem inni fyrir bjó. Honum
varð hugsað til þess, hve Rateau var vanur
að horfa vingjarnlega á hann, og hann flýtti
sér út. „Hann slæpist bara!“ sagði einhver
rétt hjá honum einn dag, þegar hann gekk
út úr kaffihúsi.
Nú sótti hann einungis staði, sem voru ut-
an við alfaraleið, þar sem enginn þekkti hann.
Þar gat hann talað, brosað, orðið aftur góð-
samur. Enginn krafðist neins af honum. Hann
eignaðist nokkra vini, sem voru ekkert uppá-
þrengjandi. Honum líkaði sérstaklega vel við
einn þeirra, sem var þjónn á járnbrautarbar,
þar sem hann kom oft. Þjónn þessi spurði
liann, hvað hann „hefði fyrir stafni í lífinu.“
„Málari,“ sagði Jónas. „Listmálari eða húsa-
málari?“ — „Listmálari.“ — „Jæja,“ sagði
þjónninn, „það er erfitt.“ Og hann minntist
ekki á það framar. Já, það var erfitt, en
Jónas ætlaði að sigrast á erfiðleikunum, und-
ireins og hann hefði fundið leið til að skipu-
leggja starf sitt.
Á flækingi og við drykkju kynntist hann
ýmsu öðru, konur voru honum innan handar.
Hann gat talað við þær fyrir og eftir ásta-
gamnið, og umfram allt miklað sig dálítið,
þær skildu hann, enda þótt. þær væru ekki
sannfærðar. Stundum fannst honum einsog
liann hefði aftur fengið þann þrótt, sem hann
áður hafði. Dag einn tók hann ákvörðun,
þegar liann hafði fengið uppörvun hjá einni
vinkonu sinni. Hann hélt heim til sín og
reyndi aftur að taka til við vinnu sína í her-
berginu, því saumakonan var fjarstödd. En
eftir klukkutíma lagði myndina til hliðar,
brosti til Lovísu án þess að sjá hana og gekk
út. Hann drakk allan daginn og varði nótt-
unni hjá vinkonu sinni, en var þó ekki í
standi til að girnast hana. Morguninn eftir
tók bitur kvölin við honum, þar sem var
hryggilegt andlit konu hans. Hún vildi vita,
hvort hann hefði haft mök við konuna. Jónas
kvaðst ekki hafa gert það, því hann hefði
verið drukkinn, en hann hefði haft mök við
aðrar áður. Og í fyrsta skipti sá hann sér til
djúprar hryggðar, livernig undrun og kvöl
brugðu svip sínum á andlit Lovísu, svo það
varð einsog á drukknandi manneskju. Það
rann nú upp fyrir honum, að allan þennan
tíma hafði hann ekki hugsað um hana, og
hann fyrirvarð sig. Iíann bað hana fyrirgefn-
ingar, það væri búið, á morgun mundi allt
byrja að verða einsog áður. Lovísa gat ekk-
ert sagt og hún sneri sér undan til að fela
tár sín.
Daginn eftir fór Jónas eldsnemma að heim-
an. Það rigndi. Þegar hann kom heim aftur,
var hann rennblautur frá hverfli til ilja og
hafði timbur meðferðis. Tveir gamlir vinir
hans, sem höfðu komið til að fá fréttir af
honum, voru að drekka kaffi í stóra herberg-
inu. „Jónas er að breyta til. Hann ætlar að
fara að mála á tré,“ sögðu þeir. Jónas brosti:
„Það er ekki það. En ég er að byrja á dálitlu
nýju.“ Hann fór inn í þrönga ganginn, sem
lá að sturtuklefanum, salerninu og eldhús-
inu. 1 rétthyrninu, þar sem gangarnir tveir
mættust, nam hann staðar og virti lengi fyrir
sér háa veggina, sem teygðu sig upp í dimmt
loftið. Hann þurfti á stiga að halda og fór
að fá hann lánaðan hjá dyraverðinum.
Þegar hann kom upp aftur, voru nokkrir
fleiri gestir komnir, og hann varð bæði að
berjast við elskulegheit þessara gesta, sem
voru himinlifandi af að hitta hann aftur, og
við spurningar fjölskyldu sinnar, áður en
hann komst ganginn á enda. Konan lians kom
í þessum svifum út úr eldhúsinu. Jónas lagði
frá sér stigann og þrýsti henni fast að sér.
Lovísa horfði á hann: „Ég bið þig, gerðu það
ekki aftur,“ sagði hún. — „Nei, nei,“ sagði
Jónas. „Ég ætla að fara að mála. Ég verð að
mála.“ En það var einsog hann væri að tala
við sjálfan sig, hann horfði eitthvað út í blá-
inn. Hann tók til starfa. Við miðbik veggj-
anna smíðaði hann pall til að afþilja handa
sér einskonar þröngan hjall, sem var þó djúp-
ur og hár. Þegar leið að kvöldi, var verkinu