Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 16

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 16
148 HELGAFELL fjöll. Þegar ég var að alast upp voru fjöllin lífsnauðsynleg leiktjöld, ef ekki sjálfur leikur- inn. En heyrðu góði, heldurðu ekki að ung- dómurinn í dag sé hættur að horfa á fjöll? — Ég veit ekki. En af hverju ertu svona besetinn af fjöllum? — Ég er ekki besetinn af fjöllum, en mér finnst þau persónur með sinn sérstaka kar- akter. 011 náttúrufyrirbrigði eru persónur í mínum augum. Það er ekki til sá grottapollur, að hann hafi ekki eitthvað persónulegt við sig. Nú, þarna blasir við Öræfajökull í 70 km fjarlægð, en það gerir hann bara ennþá merki- legri og leyndardómsfyllri. Og skýjafarið yfir þessum flóum og fjöllum og í kringum þau, einkennilegu ljósbrotin, sem stöfuðu stundum niður á bungurnar á Öræfajökli og mynda síbreytilega liti og form, þessi bók náttúrunn- ar var lífið og andlegheitin í fátækt og fásinni. Um bjarta Jónsmessunótt las ég fyrsta sinni ástarsögu, og þá voru purpuraský á jöklin- um. Stundum hafði þetta allt svo djúp áhrif að ég gekk í leiðslu, þegar ég var sendur milli bæja og rankaði ekki við mér, fyrr en ég var kominn framhjá. Ég var í sveit í Holtum á Mýrum, og eitt sinn sagði húsmóðirin, Guð- rún Benediktsdóttir, að börn, sem gengju um svona í leiðslu yrðu alltaf prestar: — Þú verð- ur prestur, svona var Gunnar bróðir minn, sagði hún og liló. Hvert þó í hoppandi, eða þá frægur rithöfundur í Rússlandi! (hugsaði ég). Hún var góð kona. Ég var hjá henni, þegar ég var 11 ára. Ástæðan var sú, að faðir minn, Guðni Jónsson, átti litla grasnyt og þurfti að sækja hey langar leiðir yfir Horna- fjörð. Honum fannst ekkert gagn í þessum krökkum: — Það borgar sig ekki að flytja mat í þá alla þessa leið, sagði hann, og þá var ég sendur að Holtum og á aðra bæi síðar. Faðir minn var mikill dugnaðarforkur. Hann dó svo að segja uppistandandi og án æðruorðs. Hann var geðríkur maður og ég virti hanu mjög. — Og hann hefur alið þig vel upp? — Elskan mín góða, þetta var ekkert upp- eldi, þetta var strangleikinn uppmálaður. Þau voru ákaflega duglegar manneskjur bæði tvö og höfðu alltaf nóg fyrir sig að leggja. Það var margt gríðargott um karlinn. Ef menn gerðu honum greiða, var hann að borga hann alla ævi. Það sagði mér útgerðarmaður á staðnum, að einu sinni hefði faðir minn komið til sín og spurt sig, hvort hann gæti selt sér nokkra faðma af dreginni línu í tein á net. Hann sagðist hafa gert þetta, því hann hefði átt línu, sem var honum einskis virði og hafði raunar fleygt: — Ég tók ekkert fyrir þetta, sagði útgerðarmaðurinn, en á ég að segja þér, hann var alla ævi að borga mér þennan spotta. En við vorum að tala um bækur áðan. Ég tók eftir því í gamla daga með menn fyrir austan, að lífsbaráttan var svo hörð og tíma- frek, þegar þeir voru upp á sitt bezta, að þeir gátu ekki litið í bók. En þegar þeir fóru að eldast, var ástandið orðið miklu betra, og þá lögðust þeir bókstaflega í bækur og blöð. Þetta var sorglegt, því lífið var gengið þeim úr greipum og of seint að fara að mennta sig á grafarbakkanum. Ég man eftir því að vinur minn einn og gamall karl þarna austurfrá, lentu einu sinni í karpi um pólitík og þóttist karl vita töluvert um þá hluti: — Nú les ég, góði minn, það skaltu vita, nú les ég! Ég er orðinn gigtveikur og get lesið, lesið, lesið, sagði karlinn. Ég fann, hvað blessaður karlinn blekkti sjálfan sig, því hann las aðallega dagblöð eins og Vísi, og þú þekkir nú andhitann þar. En svona var þetta í þá daga, þegar gigt- veiki var forsenda þess að menn gætu lesið. Jæja góði, af þessu geturðu séð, að ég er svona smáþorpsmaður, eins og litli Jón með látunum. En þú mátt ekki halda að það sé öfundsvert. Þegar ég er laus við Hornafjörð, finnst mér ég sjá hvað liann er slæm uppeldis- stöð og eins er um aðra álíka staði. Líttu bara á suma góðborgarana okkar, það má þekkja þá úr. Taktu eftir börnum fyrirmanna úr þessum smáþorpum. Þetta er ekki vont fólk, en það líður undir því að hafa verið stórt fólk á þessum stórlitlu stöðum. Þetta á kannski ekki endilega við mig, því ég hafði ekki úr neinum söðli að detta, en er þó eitt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.