Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 8

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 8
142 HELGAFELL til starfa, og leikararnir farnir að leggja fyrir sig revýuleik út um allan bæ til að hafa eitthvað fyrir stafni. En þegar svo er komið högum íslenzkrar leiklistar, efnir leikhúsið til listahátíðar, sem er ein sam- felld yfirlýsing þjóðleikhússtjóra um fyrir- litningu hans — eða er það ef til vill skiln- ingsleysi — á því hlutverki, sem leikhús- inu hefur verið ætlað að gegna. Engin skilji orð þessi svo, að verið sé að vanþakka það, er góðir erlendir listamenn gista landið. En þegar Þjóðleikhúsið van- rækir svo mjög skyldu sína gagnvart ís- lenzkri liststarfsemi, en flýr síðan á náðir erlendra gesta til þess að afla sér vinsælda og slá ryki í augu fólks, er ekki hægt að taka því með þögn og þolinmæði. Hitt er þó hálfu verra, þegar ausa á peningum í að breyta Þjóðleikhúsinu í danssal til einnar nætur. Þetta tiltæki er ekki aðeins fáránlegt í sjálfu sér, heldur í rauninni bein vanvirðing á leikhúsinu og þeim hugsjónum, sem því er ætlað að þjóna. Við þessu er aðeins eitt verðugt svar: allur almenningur verður með fyrirlitningu sinni og mótmælum að knýja þjóðleikhússtjóra til að hætta við þessa fyrirætlun. Hann getur haldið sitt ball annars staðar, því að nógir eru dansstaðirnir í Reykjavík, þótt vér eigum ekki nema eitt Þjóðleikhús. Þorsteinn Valdimarsson: A gaukstíð Loks hefur hinn glaði gaukmánuður tjaldboga tungls í heiði, fuglsblundar stað fleygrar sóltíðar, vorhvítan yfir viði reist. Og við líðandi lækjarnið sofnar kvöldskin á seglþaki andvaka gests, er hjá gauki og muru leitar hvíldar um langan veg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.