Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 8
142
HELGAFELL
til starfa, og leikararnir farnir að leggja
fyrir sig revýuleik út um allan bæ til að
hafa eitthvað fyrir stafni. En þegar svo
er komið högum íslenzkrar leiklistar, efnir
leikhúsið til listahátíðar, sem er ein sam-
felld yfirlýsing þjóðleikhússtjóra um fyrir-
litningu hans — eða er það ef til vill skiln-
ingsleysi — á því hlutverki, sem leikhús-
inu hefur verið ætlað að gegna.
Engin skilji orð þessi svo, að verið sé að
vanþakka það, er góðir erlendir listamenn
gista landið. En þegar Þjóðleikhúsið van-
rækir svo mjög skyldu sína gagnvart ís-
lenzkri liststarfsemi, en flýr síðan á náðir
erlendra gesta til þess að afla sér vinsælda
og slá ryki í augu fólks, er ekki hægt að
taka því með þögn og þolinmæði.
Hitt er þó hálfu verra, þegar ausa á
peningum í að breyta Þjóðleikhúsinu í
danssal til einnar nætur. Þetta tiltæki er
ekki aðeins fáránlegt í sjálfu sér, heldur í
rauninni bein vanvirðing á leikhúsinu og
þeim hugsjónum, sem því er ætlað að þjóna.
Við þessu er aðeins eitt verðugt svar: allur
almenningur verður með fyrirlitningu sinni
og mótmælum að knýja þjóðleikhússtjóra
til að hætta við þessa fyrirætlun. Hann
getur haldið sitt ball annars staðar, því að
nógir eru dansstaðirnir í Reykjavík, þótt
vér eigum ekki nema eitt Þjóðleikhús.
Þorsteinn Valdimarsson:
A
gaukstíð
Loks hefur hinn glaði
gaukmánuður
tjaldboga
tungls í heiði,
fuglsblundar stað
fleygrar sóltíðar,
vorhvítan
yfir viði reist.
Og við líðandi
lækjarnið
sofnar kvöldskin
á seglþaki
andvaka gests,
er hjá gauki og muru
leitar hvíldar
um langan veg.