Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 43

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 43
OFSKIPULAGNING 173 ástir konu sinnar til að þjóna betur veldi þess fyrirtækis, sem veitir honum atvinnu.*) Ekki er úr vegi að minnast hér á, að í skáldsögunni 1984 voru félagar Flokksins neyddir til að hlíta hinum ströngustu reglum í kynferðismálum. í Fögru, nýju veröld var hins vegar öllum leyft að láta eftir ástríðu sinni, hvar og hvenær sem var. Þjóðfélag það, sem Orwell lýsir í 1984 var í styrjöld um aldur og ævi, og markmið leiðtoganna var vitaskuld fyrst og fremst það að njóta ánægju þeirrar sem valdið veitir, en í öðru lagi hitt, að halda þegnum sínum í því æsingarástandi sýknt og heilagt, sem þarf til að viðhalda sí- felldu stríði. Með því að halda uppi sífelldum áróðri gegn kynferðislífi gátu valdhafarnir viðhaldið nægilegri æsingu í þegnunum og full- nægt um leið á notalegasta hátt valdagirnd sinni. í Fögru, nýju veröld er lýstþjóðfélagi, sem hefir afnumið styrjaldir, og þar er fremsta markmið valdhafanna að halda þegnunum sem friðsömustum. Ein aðferð þeirra til þess er sú að lögleiða frelsi í kynferðismálum og afnema fjölskyldulíf, en þetta losar fólkið að kalla við alla æsingu, livort heldur skemmandi eða skapandi. í 1984 er valdafíkn fullnægt með því að kvelja fólk, en í Fögru, nýju veröld með því að veita fólkinu nautnir, sem varla eru síður niðurlægjandi. Þjóðfélagsleg siðfræði í dag er greinilega ekkert annað en tilraun til að réttlæta eftir á ýmsar hinar óæskilegri afleiðingar ofskipu- lagningar. Hún er aumkunarverð tilraun til þess að gera dyggð úr illri nauðsyn og lesa einhver jákvæð gildi út úr óþægi- legum staðreyndum. Hún er ákaflega óraun- sæilegt siðferðilegt kerfi og þess vegna stór- hættulegt. Þjóðfélagsheildin, sem nú er álitin liafa meira gildi en hver einstakur meðlimur * í ríki Mao Tse-tung hafa þessi kapítalísku heilrœði verið gerð að boðorðum og síðan tilskipunum, ofurlítið breyttum. I hinum nýju kommúnum hefur hjúskaparlíf verið afnumið. Svo að ástúð komi ekki til greina, eru eiginmenn og eiginkonur látin sofa sitt í hverjum skála og fá ekki leyfi til að sofa saman oftar en annan hvern laugardag (og þá einungis í einn, tvo tíma líkt og vændis- konur og viðskiptavinir þeirra). hennar, er ekki líffræðileg heild, eins og bý- flugnabú eða termítahraukar geta talizt vera. Hún er aðeins fyrirkomulag, félagsleg tilhög- un. Það eru engin lífsgildi til, nema þau sem eru tengd lífi og meðvitund. Fyrirkomulag hefir hvorki líf né meðvitund. Gildi þess er það notagildi, sem því er fengið. Það er einsk- isverði í sjálfu sér og hefir einungis gildi að svo miklu leyti sem það er til hagsbóta fyrir þá einstaklinga, sem eru hlutar samfélags- heildarinnar. Að setja fyrirkomulag ofar fólki er að setja meðalið ofar tilganginum. Afleið- ingar slíks mátti glögglega sjá í ríkjum Hitlers og Stalins. Undir þeirra hryllilegu stjórn voru raarkmið einstaklinganna bæld undir meðöl skipulagsins með ofbeldi og áróðri, kerfis- bundnum ógnunum og kerfisbundnum hugs- anaáhrifum. Einræðisríki framtíðarinnar verða betur rekin og þar verður færra um ofbeldis- verk en í ríkjum Stalins og Hitlers. Þegnar harðstjóra verða í framtíðinni undir kvala- lausri forsjá þjóðfélagsverkfræðinga. „í dag býður þjóðfélagsfræðin upp á engu minni verkefni en tæknileg verkfræði fyrir fimmtíu árum,“ skrifar einn áhugamikill forsvari hinn- ar nýju vísindagreinar. „Hafi fyrri helmingur tuttugustu aldarinnar verið tími tækniverk- fræðinga, getur síðari helmingurinn vel orðið kenndur við þjóðfélagsvcrkfræðinga.“ Ég býst þá við, að tuttugasta öldin verði kennd við heimsstjóra, hina vísindalegu stéttaskiptingu og Fögru, nýju veröld. Ef spurt verður quis custodiet custodes? — hver á að hafa eftirlit með gæzlumönnum vorum, hver á að verk- stýra verkfræðingunum — stendur ekki á svari: þeir þurfa ekkert eftirlit. Ymsir dokt- orar í þjóðfélagsfræði virðast standa í þeirri hjartnæmu trú, að valdið geti aldrei náð að spilla þjóðfélagsfræðinni. Þeir eru eins og Sir Galahad, sterkir af því að þeir eru hjarta- hreinir, og hjartahreinir eru þeir vegna þess, að þeir eru vísindamenn og liafa tekið sex þúsund tíma í þjóðfélagsfræðum. Því miður er æðri menntun engin trygging fyrir æðri dyggðum né heldur fyrir stjórn- málavizku. Og þessum siðfræðilegu og póli- tísku efasemdum vorum hljóta aðrar að vera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.