Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 35

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 35
ERFÐAFRÆÐIN 165 Rétt er að minnast bess, er fyrr var get- ið, að tegundir lífvera hefðu misjafna tölu litþráða, þannig var talið, að fífill nokkur hefði þrjár samstæður en maðurinn 24 eða alls 48 litþræði í líkamsfrumum, og til eru jurtir, sem hafa allt að 400 litþræði í hverri frumu. í hverri tegund er litþráðatalan jöfn og jafnvel er stærð og útlit litþráðanna hið saina. En allt er hverfult í náttúrunnar ríki. Gen- ið, sem í upphafi var talið óbreytanlegt getur tekið snöggum breytingum, litþræðirnir geta brotnað og hlutar þeirra týnzt og ranghverfzt eða farið að loða við aðra litþræði. Og nú er það einnig kunnugt að heilum litþráðum get- ur fjölgað og jafnvel heilum litþráðahópum. Fi-umur geta fengið einn eða fleiri litþræði um of eða jafnvel nýtt og heilt margfeldi af litþráðatölu sinni og eru kölluð fjöllitna (poly- ploid). Öll slík frávik frá frumstæðustu gerð litþráðarins í ættstofninum valda smærri sem stærri breytingum á fari einstaklinganna og geta jafnvel raskað eðlilegri tímgun þeirra við meginstoíninn. En slík ófrjósemi veldur því, að afbrigðilegir einstaklingar einangrast frá hópnum, ættstofninn kvíslast og fram koma ný afbrigði. Fjöllitna jurtir eru taldar harðgerðari heldur en hinar upprunalegu tvílitna jurtir, stundum jafnvel stærri og gæddar fleiri frábrugðnum eiginleikum. Margar fjöllitna jurtir eru einn- ig fjölærar. Enda auðveldara að halda við afbrigðiiegum eiginleika meðal jurta, sem geta f jölgazt við vaxtaræxlun, en þurfa ekki að eiga alla afkornu sína undir því, að kynjuð æxlun heppnist. Talið er, að fleira sé af fjöllitna jurtum þegar dregur nær heimskautalöndun- um, og hér á landi sé fleira um fjöllitna jurtir en í löndum er syðra liggja. Menn hafa nokk- uð reynt að hagnýta sér aukinn vöxt og þol fjöllitna jurta. Til eru efni sem valda litþráða- fjölgun, séu þau borin á unga vaxtarvefi. Með áburði þeirra á ýmsar nytjajurtir hefur tek- izt að fjölga litþráðatölu jurtanna. Þannig hafa til dæmis verið skapaðir risahafrar og rúgur og ný ferlitna rauðsmárategund, sem þykir bera af. Enda þótt fjöllitni sé algengt meðal jurta eru dýr sjaldan fjöllitna. Framköllun stökkbreytinga Nú er rétt að geta tveggja manna, sem gerðu þýðingarmikla uppgötvun á eðli gen- anna. Heita þeir H. J. Muller og L. J. Stadler. Vann hinn fyrrnefndi við tilraunir á banana- flugum en hinn síðarnefndi við tilraunir á maísjurtinni. Hvor í sínu lagi höfðu þeir fundið aðferð til þess að mæla tíðni stökk- breytinga, og árið 1927 komust þeir að því, að Röntgengeislar ykju þessa tíðni. Eða með öðrum orðum að geislarnir hefðu bein áhrif á genin og litþræðina, afskræmdu þá og brytu og breyttu þar með eiginleikum einstkling- anna. Þarna hafði þá mönnum tekizt að breyta eða nema brott sjálfa erfðaeindina. En sá var þó galli á gjöf Njarðar, að ekki var unnt að ráða því hvaða gen breyttust eða hvernig þau breyttust og flestar stökkbreytingar, sem þannig voru skapaðar mynduðu miður hæfa eiginleika eða jafnvel vanskapninga. Nú var það álit sumra að lífverurnar yrðu fyrir næg- um geislunum utan úr himingeimnum til þess að þær stökkbreyttust, og þangað bæri að rekja orsakir að eðlisbreytingum erfðastofns- ins og myndanir nýs efniviðar til þróunar. Aðrir hafa talið, að þessi geislun nægði ekki til breytingar gena. Hinsvegar geta stöðugar Röntgengeislanir og geislaverkun af atóm- sprengjum valdið stökkbreytingum, einkum í kynfrumum og orðið til þess að auka fæð- ingar afbrigðilegra afkvæma og vanskapninga. Fjölda dæma um þetta var einmitt að finna meðal barna, er fæddust í Japan eftir atóm- sprengingarnar í lok síðustu heimsstyrjaldar. Áhrif geislanna eru í því fólgin, að eindir þeirra sáldrast um vefinn, og skellur ein- hver hluti þeirra á litþráðum eða kemur það nálægt að valda truflunum á efnabyggingu genanna. Þess háttar breytingu hefur mönn- um tekizt að fá fram með ýmsum geislunum, jafnvel með hita. Á seinni árum hefur verið unnið að því að rannsaka áhrif sumra kem- iskra efna á stökkbreytingar, og hefur kona ein að nafni Auerbach meðal annars fengizt við að athuga áhrif sinnepsgass á erfðabreyt- ingar. Hún hefur einnig komizt að því, að ýms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.