Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 51

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 51
JÓNAS 181 furðu, og allskonar liluti, sem hann hafði ekki í þau lagt. Hann hafði haldið sig snauðan, en fyrir tilstilli lærisveina sinna var hann allt í einu orðinn ríkur. Stundum var ekki laust við að Jónas yrði pínulítið hreykinn af þess- um miklu auðæfum, sem hann hafði ekkert um vitað. „Það er nú reyndar satt,“ sagði hann við sjálfan sig. „Þetta andlit þarna í bakgrunninum lætur mikið á sér bera. Ég skil ekki vel hvað þeir eiga við, þegar þeir eru að tala um óbeina mönnun. En engu að síður hefur mér tekizt vel með þessar myndir.“ En ekki leið á löngu áður en hann velti þessari óþægilegu snilld af herðum sér yfir á stjörn- una sína. „Það er stjörnunni minni, sem tekst vel,“ sagði hann. „Ég er sjálfur hjá Lovísu og börnunum." Lærisveinarnir höfðu enn aðra verðleika: þeir neyddu Jónas til að vera strangari við sjálfan sig. Þeir hófu hann svo hátt til skýj- anna, sérstaklega að því er varðaði samvizku lians og vinnuþrek, að upp frá því gat hann ekki leyft sér neinn veikleika. Hann vandi sig til dæmis af því að maula brjóstsykur eða súkkulaði, þegar hann liafði lokið við erfiðan myndhluta og hvíldi sig undir næsta átak. Ef hann hefði verið einn, hefði hann samt sem áður látið undan þessum veikleika. En lærisveinar hans og vinir styrktu hann í þessari siðferðilegu yfirbót með næstum stöð- ugri nærveru sinni, því hann veigraði sér heldur við að narta í súkkulaði fyrir framan augun á þeim, og auk þess var ekki hægt að trufla merkilegar samræður með svo ómerki- legu tiltæki. Þá kröfðust lærisveinar hans þess, að hann væri trúr fagurfræðihugmyndum sínum. Jón- as, sem stritaði löngum og löngum til að fá öðru hverju að sjá raunveruleikann í nýju Ijósi, hverfula stund, gerði sér aðeins óljósa grein fyrir fagurfræðihugmyndum sínum. Lærisveinar hans höfðu hinsvegar ýmsar meiningar í þeim efnum, andstæðar og fast- skorðaðar; þeir leyfðu sér ekkert spaug um þá hluti. Jónas hefði stundum kosið að fara einungis eftir kenjum sínum, þessum auð- mjúku þernum listamannsins. En lærisveinar hans voru svo brúnaþungir fyrir framan viss- ar myndir hans, sem ekki voru í fullu sam- ræmi við hugmyndir þeirra, að hann sá sig tilneyddan að hugleiða list sína nokkru nánar, og ekki gat hann haft nema gott af því. Loks gerðu lærisveinar Jónasar honum greiða á annan hátt, sem sé með því að neyða hann til að láta í ljós skoðun sína á verkum þeirra sjálfra. í rauninni leið ekki svo dagur að einhver kæmi ekki með hálfkaraða mynd og stillti henni upp milli Jónasar og málverks- ins, sem hann vann að í það skiptið, svo að birtan félli sem bezt á myndina. Hann átti að segja álit sitt. Allt til þessa hafði Jónas skammazt sín fyrir það undir niðri hversu gersamlega ófær hann var um að leggja dóm á listaverk. Fyrir utan nokkur málverk, sem hann var alveg heillaður af, og klessuverk, sem höfðu á sér greinilegan viðvaningsbrag, lagði hanu allar myndir að jöfnu. Hann var því nauðbeygður til að koma sér upp birgð- um af dómum og þeim því margbreytilegri sem listamenn höfuðborgarinnar voru yfirleitt nokkrum gáfum gæddir, en þegar þeir voru saman komnir hjá honum, veitti ekki af til- breytninni, ef hann átti að gera öllum til hæfis. Þessi prýðilega skylda þröngvaði hon- um því til að viða að sér orðtökum og skoð- unum um list sína. Sú hjartagæzka, sem honum var eiginleg, beið ekki heldur neitt tjón af þessari viðleitni. Hann skildi bráð- lega, að þessir lærisveinar voru ekki á hött- unum eftir gagnrýni, sem þeir þurftu ekki á að halda, lieldur vantaði þá uppörvun, og ef hægt væri, dálítið lirós. Hann þurfti ein- ungis að hafa tilbreytni í hrósinu. Jónas lét sér ekki nægja að vera vingjarnlegur á sinn venjulega liátt. Hann lagði sig beinlínis fram í hlutverkinu. Þannig leið tími Jónasar. Hann málaði um- kringdur vinum og lærsveinum, sem nú sátu á stólum hringinn í kringum málaragrindina hans. Oft komu líka nágrannarnir út í glugg- ana á húsunum andspænis og bættust þannig í áhorfendahópinn. Hann talaði, skiptist á skoðunum, virti fyrir sér málverkin, sem hon- um voru sýnd, brosti þegar Lovísa gekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.