Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 31

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 31
ERFÐAFRÆÐIN 161 fjarlægð frá öðru kunnu geni á einum samlit- þráðanna. Litþráðarcmnsóknir Kenning Morgans um legu genanna á lit- þráðunum hefur nú verið þrautreynd og stað- fest með fjölda athugana. En auk þess hefur beinlínis tekizt að sanna það frumufræðilega, að samband væri milli genanna og litþráð- anna, með því að sýna, að þar sem samstæðir litþræðir skiptast á þekkjanlegum efnishluta, á sér einnig stað víxltenging genanna. Þetta hefur erfðafræðingurinn Stern meðal annars sýnt fram á í tiltölulega einfaldri tilraun á bananaflugu, sem fengið hafði aukabrot úr litþræði tengt á einn x-þráðinn, svo að hann varð vel þekkjanlegur í smásjá. En hér verður ekki farið nánar út í að skýra þá sönnunar- aðferð. Aftur á móti skal nú minnast á enn eitt atriði, sem skýrir nokkuð samband lit- þráða og gena. Svo er mál með vexti, að í munnvatnskirtlum á lirfum sumra flugna, og þar með bananaflugna, verða litþræðir risa- stórir. Litþráðasamstæðurnar, sem vanalega sjást á vissu stigi í líkamsfrumunum virðast nú vera samtengdar og margfaldaðar í einn litþráð, sem auk þess hefur hundraðfalda lengd á við hinn eðlilega þráð. Maður að nafni Balbiani hafði tekið eftir þessu fyrir- brigði árið 1881, en það var ekki fyrr en árið 1933, að menn fóru að rýna nánar í eðli þess- ara risalitþráða. Virtust þeir vera sívalningar eða borðar, sem voru þétt settir þverrákum af ýmsum gerðurn og skiptust þar á dökk bönd og ljós, og mátti vel þekkja munstrið í einum hluta þeirra fx-á öðrum. Hin dekkri bönd eða plötur reyndust aðallega saman- standa af kjarnasýru. Nú er þess að geta, að venjulegir litþræðir eru undnir upp í gorma þegar þeir eru lielzt sjáanlegir, en álitið er, að litþræðir munnvatnskirtlanna séu útteygðir og hafi svo margfaldazt án þess að nokkur skipting ætti sér stað og séu því einskonar litþráðakerfi. Þykir nú mjög athyglisvert að btþræðirnir skuli samanstanda af kjarnasýru- plötum. Hafa menn jafnvel leitazt við að telja þessar plötur. Og til dæmis komizt að því með nákvæmri talningu, að bananaflugan hefur yfir 5 þúsund slíkar plötur í fjórum staflapörum. Þarna eru blátt áfram sjáanlegar einhverjar eindir í litþi-áðunum. Er þá von, að menn láti sér detta í hug, að þairna sjái þeir einmitt genin sjálf. Hins vegar er ekki sannað, að svo sé. Þess skal og getið hér, að með aðstoð rafeindasjái'innar hefur einnig komið fram, að litþi’æðirnir virðast saman- standa af böndum þéttari og laustengdari efna, er sýna hliðstæða mynd þeirri, sem sést í litþráðum munnvatnskirtlanna. Nú er eðlilegt að spyrja, hvað sé um gcrð og verkan þessara gena. Hvort þau séu stöðug og hafi þá jafnvel alltaf verið til, eða hvort þau séu breytanleg, og þá með hvaða hætti. Svar við slíkum spurningum er hins vegar margþætt, og það sem nú er vitað um eðli þeirra hefur langa forsögu. Er og rétt að minnast nokkurra veigamikilla atriða erfða- fræðinnar áður en rætt er nánar um eðli gena. Áhrif kjaranna í upphafi var þess getið, að líkt gæfi af sér líkt og síðan sýnt fram á, að afkvæmi líktust foreldrunum, vegna þess að þau fengju erfða- vísa eða gen í beinan arf frá foreldrum sín- um. Að gen myndaðist aðeins af öðru geni, sem væri nákvæmlega eins að allri gerð. Og þannig væri gen afkvæmisins nákvæm eftir- líking af geni foreldrisins. Samt eru afkvæmi og foreldri aldrei nákvæmlega eins, og jafnvel sameggja tvíburar, sem ættu þó að vera samir að erfðastofni, eru jafnvel ekki nákvæmlega eins að útliti. Snemma á öldum höfðu xnenn tekið eftir þessar fjölbreytni náttúrunnar, og orðið varir við, að „allir rnenn urðu ekki jafn- spakii'“, þótt ekki reyndist auðvelt að skýi'a af hverju sá munur stafaði. Og þá einkum l.vort hann væri undir eðli kominn eða lífs- kjörum. Það var danski ei'fðafræðingurinn Johann- sen, sem fyrstur manna skýrði það fyi'irbrigði, að einstaklingar sama eðlis gætu fengið mis- munandi útlit og hegðun við mismunandi lífs- kjör. Tilraun Johannsens var í því fólgin, að hann ræktaði baunagrös, með því að sjálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.