Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 79

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 79
ÞINGVALLAFUNDUR 1873 209 3. Að öll landsstjórnin sé í landinu sjálfu. 4. Að ekkert \ erði það að lögum, er alþingi ekki samþykkir. 6. Að konungur skipi jarl á Islandi, er beri ábyrgð fyrir konungi einum, en jarlinn skipi stjórnarberra með ábyrgð fyrir alþingi“.* Mattlúas Jochumsson vildi þá ekki flytj<a tillögu sína, er hann hafði áður flutt, „af þeirri ástæðu að meðuppástungumenn sínir væru frá sér gengnir og búnir að samlaga sig nefndinni, en tillögur nefndarinnar væru að sínu áliti málinu til spillis“. Agreiningurinn beindist nú þegar að 1. und- irstöðuatriðinu, og lagði Jón Guðmundsson til sem málamiðlun, að því væri sleppt. Jón Sigurðsson frá Gautlöndum varð fyrir svör- um og „kvað sér þykja það undarlegt, að eigi mætti kalla íslendinga sérstakt þjóðfélag. . . . Orðskrípi þetta (óaðskiljanlegur hluti) hefði komizt inn í þingið af tilslökun, sem engan árangur hefði borið; þess vegna ætti nú að segja fullan sannleikann afdráttarlaust. ís- lendingar gætu eigi annað verið en sérstakt þjóðfélag. Ef þetta ætti einungis að taka upp í ástæðurnar, þá ynnist ekkert með því. Slaki menn meir til á þessum fundi en alþingi hefði gjört, þá hefði fundurinn verið til mik- illa óheilla. Það væri betra, að þessi fundur færi lengra en alþingi, alþingi ætti hægra með að slá undan“. Jón Guðmundsson sagði, „að 1867 hefði öllum þingmönnum komið saman um að nefna ísland óaðskiljanlegan hluta Danaveldis með sérstökum landsrétt- indum; það væri því engin ástæða til að hverfa frá því, sem 3 þing hvert á eftir annað hefði samþykkt. Þess væri og gætandi, að í þeim undirstöðuatriðum til stjórnarskrár, sem meiri hluti alþingis hingað til hefði haldið fram væri óbeinlínis fólgin Personalunion. Þetta * Hér virðist enn hafa fallið' niður einn töluliður, um allt dómsvald innanlands. Ilefur sá töluliður vamtanlega átt að vera nr. 3 og aðrir liðir breytast samkvæmt því. Má telja það víst, því að i töluliðina vantar, svo sem auðsætt er og siðar kemur einnig í ljós, að bornir eru upp til atkvæða 6 töluliðir. Einnig kemur þetta heim við Víkverja, svo og bæði Andvara 1874, grein Jóns Sigurðs- sonar, sbr. bls. 94, og Alþingistíðindi 1873, þar sem birt er bænarskrá Þingvallafundarins, sbr. bls. 115—121. hefði þingið hingað til látið sér lynda, en að fara nú að setja 1. tölul. beinlínis sem undir- stöðuatriði gæti vel orðið málinu til fyrir- stöð[u] og til meiri sundrungar á flokknum“. Jón Sigurðsson „áleit það ekki liættulegt, þótt ísland væri kallað „óaðskiljanlegur" hluti Danaveldis, þar sem bætt væri við með sér- stökum landsréttindum. Hann áleit það eigi nægilega rannsakað, er 1. tölulþiður] hefði inni að halda, og réð því til að halda honum eigi fram að þessu sinni.“ Sr. Páll Pálsson áleit, að gera ætti I. tl. að undirstöðuatriði, „alþingi væri eigi bundið við að fara eins langt og þessi fundur, en lengra gæti það ekki farið“. Jón Sigiirðsson tók aftur til máls og áleit, „að þessi 1. töluljiður] væri skaðlegur, þar sem hann væri gagnstæður tillögum alþingis 1867 og lögunum 2. janúar, enda væri hann líka óþarfur, þar sem 1. tölulfiður] innibindist í hin um undirstöðuatriðunum, sem nefndin héldi fram og meiri hluti alþingis ávallt hefði haldið fram“. Matthías Jochumsson „bað menn vel að taka til greina orð Jóns Sigurðs- sonar“. Þá tók til máls Benedikt Sveinsson og sagði, „að Jón Sigurðsson hefði sannað sjálfur í ritum sínum, að personalunión ætti að standa sem fyrsta undirstöðuatriði stjórn- arskrár íslands, og hið sama sönnuðu öll frum- vörp stjórnarinnar síðustu ár, því að hún liefði reynt að fá oss til að ganga inn á „real- unión“ og með því sannaði hún, að vér værum ekki í því sambandi nú, úr því þessi tölu- l[iður] hefði komið fram, mætti ekki fella hann; það væri sama sem að játa, að vér hefðum fleira en konunginn sameiginlegt með Dön- um“. Jón Sigurðsson „áleit, að þá væri ekki ástæða til að halda þessum tölulið fram, úr því stjórnin hefði viðurkennt það, sem hann færi fram á, að öðru leyti væri það eigi þægilegt, ef fundurinn felldi þennan tölulið með at- kvæðagreiðslu; þess vegna væri bezt, ef nefnd- in vildi taka hann aptur“. Ilalldór Bjamason, fulltrúi Mýramanna, kvaðst vera meðmæltur 1. tl., „en liann væri orðinn efablandinn, hvort hann ætti að halda honum fram, ef Jón Sig- urðsson væri honum svo mótfallinn, að hann ékki vildi takast sendiförina til konungs á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.