Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 56

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 56
186 HELGAFELL bjó með uppkominni dóttur sinni. „Já,“ sagði Lovísa, „við Rósu þurfum við ekki að vera neitt feimin. Við getum látið hana fara, þegar okkur sýnist.“ Jónas var feginn þessari lausn, sem var bæði léttir fyrir Lovísu og sam- vizku hans sjálfs, því honum var allt annað en rótt að horfa upp á þreytu konu sinnar. Léttirinn var ekki síður mikill fyrir það, að systir Lovísu kom oft með dóttur sína með sér og lét hana hjálpa til. Þær voru báðar mestu gæðamanneskjur; dyggð og ósérplægni voru áberandi þættir í fari þeirra. Þær gerðu allt sem þær gátu fyrir hjónin og spöruðu hvergi tíma sinn. Þeim var þetta Ijúfara fyrir þá sök að líf þeirra var einmanalegt, og hjá Lovísu kunnu þær vel við sig. Einsog séð hafði verið fyrir, var enginn feiminn við neinn og frænkunum tveim fannst þær raun- verulega vera heima hjá sér allt frá fyrsta degi. Stóra herbergið varð almenningur, borð- stofa, saumastofa og barnaherbergi, allt í senn. í litla herberginu, þar sem yngsta barnið svaf, voru málverkin geymd og ferðabeddi, sem Rósa svaf stundum á, þegar hún kom án dóttur sinnar. Jónas hafðist við í svefnherbergi þeirra hjóna og vann á svæðinu milli rúmsins og gluggans. Hann varð aðeins að bíða eftir að lagað yrði til í herberginu, eftir að búið var með herbergi barnanna. Síðan var hann ekki ónáðaður frekar, nema ef sækja þurfti lín eða flíkur: eini skápurinn í húsinu var raunar í þessu herbergi. Gestirnir, sem voru að vísu nokkru færri en áður, höfðu hinsvegar vanizt á að gera sig heimakomna, og gagnstætt von- um Lovísu hikuðu þeir ekki við að halla sér upp í hjónarúmið geta spjallað við Jónas. Börnin komu líka til að kyssa föður sinn. „Lofaðu okkur að sjá myndina.“ Jóna’s sýndi þeim myndina, sem hann var að mála, og kyssti þau ástúðlega. Þegar liann lét þau fara út aftur, fann hann að þau áttu hjarta hans heilt og óskipt. An þeirra mundi allt verða tóint og einmanalegt. Honum þótti jafnvænt um þau og málverkin sín, því þau ein í öllum heiminum voru þeim jafnlifandi. Engu að síður vann Jónas minna en áður, þótt hann vissi ekki hvernig á því stóð. Hann var alltat' jafniðinn, en honum var nú orðið erfitt um að mála, jafnvel þær stundir, þegar liann var einn og ótruflaður. Slíkar stundir notaði hann jafnan til að horfa upp í him- ininn. Hann hafði alltaf verið viðutan og gjarn á að gleyma sér, hann varð dreymandi. Hann hugsaði um málaralistina, um köllun sína, í stað þess að mála. „Mér þykir gaman að mála,“ sagði hann enn við sjálfan sig, og höndin, sem hélt á burstanum, hékk niður með síðu hans og hann hlustaði á útvarp í fjarska. Á sama tíma fór orðstír hans rénandi. Menn færðu honum fálætislegar greinar, aðr- ar óvinsamlegar og nokkrar svo illgirnislegar að honum varð þungt í skapi. En hann hugs- aði með sér, að þessar árásir kæmu honum einnig í hag, því þær hvettu hann til að vinna betur. Þeir, sem héldu áfram að heim- sækja hann, sýndu honum ekki jafnmikla virðingu og áður, heldur komu fram við hann einsog gamlan vin, sem ekki þurfti að vera með neina tillitssemi við. Þegar hann vildi taka aftur til við vinnu sína, sögðu þeir: „Uss! þér liggur ekkert á!“ Jónas fann, að á vissan hátt höfðu þeir þegar gert hann hluttakanda í sömu ósigrum, og þeir höfðu sjálfir beðið. En frá öðrum sjónarhóli séð hafði þetta nýja bróðurþel eitthvað gott í för með sér. Rateau yppti öxlum: „Bjáni geturðu verið. Þeim þyk- ir ekkert vænt um þig.“ — „Þeim þykir dá- lítið vænt um mig núna,“ svaraði Jónas. „Það er dásamlegt að hljóta dálítið af ást. Hverju skiptir hvernig maður hlýtur hana!“ Hann hélt sem sé áfram að tala, skrifa. bréf og mála, einsog hann gat. Öðru hverju mál- aði hann í raun og sannleika, einkum eftir hádegi á sunnudögum, þegar börnin fóru út með Lovísu og Rósu. Um kvöldið var hann ánægður að hafa komið málverkinu, sem hann vann að, eitthvað áleiðis. Þegar kaupmaðurinn sagði við hann einn daginn, að vegna þess hve salan hefði dreg- izt mikið saman væri hann því miður til- neyddur að minnka við hann mánaðarlaunin, samþykkti Jónas, en Lovísa varð áhyggju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.