Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 86
216
HELGAFELL
menn kjósa mikla hlutlægni í málfari og
stíl, þó að sífelldur áhrifastíll hljóti að
verða nokkuð þrejdandi, jafnvel þó að
liann snúist sjaldan yfir í algjöran heimilis-
blaðastíl („Armar hans fóru utan um hana,
varir þeirra læstust saman, heitt og fast og
sogandi . . En þegar kemur að persónu-
sköpun, sjálfum innviðum sögunnar, er
skortur á hlutlægni hættulegur.
Hlutlægni í persónugerð í trúverðugri
skáldsögu er í því fólgin að láta persón-
urnar lýsa sér frá i'Ieiri en einni hlið með
orði sínu og æði, en í reyfurum sjást per-
sónur yfirleitt ekki nema frá einni hlið; þær
eru flatar myndir, en auðkenndar á ein-
hvern hátt, svo að þær þekkjast. Okkur er
t. d. nóg að vita um mann í reyfara að
hann sé feitur til þess að hann lifi í sög-
unni, af því að við höfum löngu sam-
þykkt, að „feiti maðurinn“ hafi tiltekna
eiginleika í sögu. TJtan sögunnar hefir hann
ekkert líf. En í bókmenntalegri sögu verð-
ur persóna, eða að minnsta kosti höfuð-
persóna, að vera lífsönn. Hún þarf að geta
stigið út úr sögunni og til þess þarf hún,
ef svo má til orða taka, að geta sézt
öllum megin. Aukapersóna má gjarnan
vera flöt mynd. I Virkisvetri eru ýmsar
aukapersónur vel hlutgengar, enda þótt
þær séu einungis flatar myndir. Gallinn er
hins vegar sá, að söguhetjurnar eru af sömu
gerð. Solveig Björnsdóttir er ekkert annað
en stolt kona, sem elskar í meinum, en
hefir engin sérkenni. Hún er allar konur,
sem hafa elskað í meinum og þess vegna
engin þeirra. Slíkt mætti þó viðgangast,
ef Andrés, sem höfundur ætlar að bera
uppi söguna, væri ekki alveg sams konar
persónugerð. Jafnvel þó að höfundur leggi
sér upp í hendur þann vísi að flókinni
manngerð og tragískum örlögum, að And-
rés er óskilgetinn höfðingssonur og sætir
hrakningum fyrir þá sök, forðast hann með
öllu að láta þennan vísi skjóta rótum í
sálarlífi Andrésar og gefa sögunni þannig
dramatíska spennu. Örlög alls þessa fólks
ráðast. af ytri atvikum eins og í reyfara.
Með öðrum orðum: atburðarás sögunnar
er einfaldlega sú tegund drama, sem nefnist
melódrama (og á sér reyndar ekki ómerka
fortíð). Allt væri samt með felldu og
ekkert við þetta að athuga, ef höfundur
væri sjálfum sér samþykkur um það, að
hér er á ferðinni reyfari, en væri ekki sí-
íellt að bera á móti því með hábókmennta-
legum stíl (bæði í góðri og slæmri merk-
ingu) og með því að tala um persónur sín-
ar og sálarlíf þeirra eins og þær væru miklu
dýpri og fjölþættari manngerðir en raun
ber vitni. Fyrir bragðið verður saga hans
ekki skemmtilegur reyfari heldur einungis
vel skrifaðar gervibókmenntir.
K. K.
Það er almenn skoðun,
reist á misskilningi eða
PÉTURSSON misminni, að æskuljóð
skálda séu yfirleitt hrá,
ófáguð og tilfinningasöm. Venjulega eru
þau hljóðlát, fáguð og dauf, af því að unga
menn brestur kjark. Auk þess heyrir hverj-
um aldri að einhverju leyti sitt jafnvægi
og fullkomnun. En þessi hugmyndarugl-
ingur stafar einkum, að því er virðist, af
óvitaðri tilhneigingu til að leggja skáld-
skap undir lögmál hegðunar.
Þegar Kvœðabók Hannesar Péturssonar
kom út, 1955, var hann að vísu orðinn 24
ára, en einhverjir þeirra, sem máls vöktu
um bókina höfðu engu að síður áhyggjur
af því, hve hann væri orðinn fullorðins-
legt og agað skáld af svo ungum manni
að vera. Hafði hann möguleika til frekari
þroska? Með öðrum orðum: Var eðlilegt
og réttlátt, samkvæmt mannfélagslegu vel-
sæmi, að ungur maður væri svona gott
skáld? Þannig hafa hin gömlu og notalegu
ritdómarahugtök, „fyrsta bók“ og „ungt
skáld“ („ungskáld“ er farið að segja nú-
orðið í róttækari blöðum) hlaðið utan um
sig íyrir slóðalega notkun margri hugmynd,
sem ekkert kemur skáldskapargildi við.
Ef ritdómari gleymir ekki með öllu því
verkefni, sem ngest liggur, að freista að skil-