Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 34

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 34
164 HELGAFELL ákveðna kynfrumu og tilviljun réði hvaða kynfrumur sameinuðust. 2) í öðru lagi var þess getið að umhverfið gæti ummyndað einstaklingana þannig, að þeir yrðu all ólíkir að svip, þótt þeir væru eins að eðlisfari. 3) í þriðja lagi er breytingin á erfðastofn- inum sjálfum, sem kölluð er stökkbreyting eða brigð (mutation), en í henni felst svarið við áðurnefndum spurningum, og skal sá þátt- ur nú rakinn nokkuð nánar. Stökkbreytingar í ríki náttúrunnar kemur það ekki ósjaldan fyrir, að annarlegir einstaklingar fæðist eða líkamspartur vex, sem er frábrugðinn megin- stofninum. Þessi fyrirbrigði þekkti Darwin meðal annars og kallaði sport, en taldi þau ekki grundvöll þróunar. Til dæmis var kunn- ugt um lömb, sem fæðzt höfðu með óvenju stutta fætur, og var unnt að rækta undan þeim fjárkyn, sem var svo lágfætt, að féð gat ekki stokkið yfir lágar girðingar. Þannig hafa einnig komið fram kollóttir einstaklingar í hyrndu kúakyni, hvítingjar jafnvel meðal svertingja og hrafna, fólk með ljósan lokk í hári, jurtir með hvítrákóttum blöðum eða ofkrýndum blómum og svo mætti lengi telja. Oft hafa stökkbreytingar þau áhrif á þróun einstaklinganna, að þeir verða aplaburðir eða afskræmi, aðrir verða fyrir minni röskun á byggingu, og út af þeim getur jafnvel mynd- azt nýtt kynhreint afbrigði. Darwin hafði haldið því fram í kenningu sinni, að þróun ætti sér stað vegna náttúru- úrvals á einstaklingum frábrugðnum að smá- vægilegum eiginleikum, sem raunverulega væru myndaðir vegna klofnings eða áhrifa umhverfisins. Þetta var hinsvegar endurskoð- að af hollenzka grasafræðingnum Hugo de Vries laust eftir aldamótin 1900. En de Vries sýndi fram á það, meðal annars með athug- unum sínum á jurt þeirri, sem nefnd hefur verið náttljós Lamarcks (Oenothera Lamarck- iana), að myndun snöggra breytinga, sem hann kallaði mutation, væri meginorsök þró- unarinnar. Þetta hefur reynzt ein af merki- legustu uppgötvunum erfðafræðinnar, því að með stökkbreytingum er fenginn möguleiki til nýbreytni í erfðaheildinni og skapaður nýr efniviður til úrvals og þróunar. í kjölfar de Vries fylgdu svo Morgan og samstarfsmenn hans og fundu ótal stökk- breytingar í bananaflugum, smáar sem stór- ar. Var ein þeirra meðal annars hinn hvíti augnalitur, sem fyrr var getið, er rætt var um rannsóknir á kynbundnum erfðum og samband genanna við litþræðina. Síðan liafa menn safnað vitneskju um mik- inn fjölda stökkbreytinga meðal ýmissa jurta og dýra. Þannig hafa fundizt stökkbreytingar, sem hafa breytt útliti heilla líkamshluta eða aðeins gefið þeim breyttan lit eða viðbótar- hrukku og hár. Þar sem breytingar þessar, hvort heldur þær eru stórar eða smáar, eru arfgengar, er að leita orsaka þeirra í litþráðunum. Þannig geta stökkbreytingar komið fram vegna þess að hluti af litþræði hefur snúizt við eða fallið brott og glatazt. Má til dæmis hugsa sér þannig tilkomu hvítingja, að genið, sem skap- aði litinn er af einhverjum ástæðum horfið úr frumum hans. Sömuleiðis gæti hent sig, að brot úr þræði festist við annan litþráð og fylgdi honum upp frá því. Enn getur gen eða hluti litþráðanna tvöfaldazt þannig, að ein- staklingurinn fær tvöfaldan skammt ákveð- ins eiginleika. Verður þá möguleiki fyrir því, að einsvirk gen verði á sama litþræði, og að annað þeirra víki frá réttu starfi og fari að verka sem sjálfstætt gen. Er hér einmitt kom- ið að grundvelli sköpunar nýs efniviðar í erfðavísi og þarmeð að skýringunni á tilkomu nýrra eiginleika. Það er ekki talið, að viðbót- argen geti beinlínis myndazt upp úr þurru. En þau gen, sem fyrir eru, geta við viss skilyrði tekið snöggum breytingum, orðið fyrir stökk- breytingum eða genbrigðum, þó að öllu jöfnu séu þau óbreytanleg, og á þennan hátt skapað nýja eiginleika meðal kynstofnsins og þar með fjölbreytni til úrvals. Sé um breyt- ingar á einhverjum megineiginleika kynstofns- ins að ræða, getur hér myndazt vísir að nýju afbrigði eða jafnvel heilli tegund lífvera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.