Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 17

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 17
„FRJÁLST ER í FJALLASAL" 149 hvað áberandi hjá okkur öllum. Þegar ég var kominn burt sá ég þetta, og þegar ég kom heim aftur, var mér blekking þorp- aranna ennþá Ijósari en áður. Fólk þessara Iitlu staða talar oft um sjálft sig sem úrvals- kyn, en þessi eða hinn sé aftur á móti inn- fluttur og fremur lítilsigldur. Ég man eftir karli einum veðurtollslegum uppi í sveitinni, sem var mikill Framsóknarmaður og hneyksl- aðist á því að nágranni hans hafði kosið íhaldið. Karl hafði skýringu á reiðum hönd- um: — Þetta var ekki Hornfirðingur, sagði hann, og þar með var málið leyst. En litlu síðar féll hann sjálfur í sömu gröf! En má ekki bjóða þér glas af koníaki? Þú ræður því auðvitað sjálfur góði, ég vil ekki þrengja því upp á þig. Enginn skyldi drekka af þegnskap við annan mann, sagði Arni Páls- son. Við vorum nú komnir heim til Svavars og sátum í stofu þeirra hjóna. Á veggnum héngu margar myndir eftir listamanninn og báru þess vitni, að hann hafði þennan óróa í blóð- inu, sem er nauðsynlegur listum. — Það er erfitt að lifa til fyrri daga, sagði Svavar, og kveikti sér í stórum vindli. Slíkur maður hlýtur að selja mikið og selja dýrt, hugsaði ég með mér. Upphátt sagði ég: — En getum við þá ekki talað meira um þorparana? Svavar sagði: — Kemur það enn ostur og smjörskaka. Sjáðu til, þorparinn, hann er kóngur í ríki sínu hvar sem hann fer. Ég gef ekki hníf- inn á milli Borgarness kóngsins í Reykjavík og Reykjavíkurkeisarans á Rauðu nellunni í Kaupmannahöfn. Hver um sig er aðeins aðal- borinn fulltrúi þorpsins. Hér var líka landlæg tilhneiging til að ýta fram eða afsaka miðl- ungsmennskuna á kostnað þeirra, sem sýndu að þeir gátu eða voru eitthvað. Ég sagði: — Mér dettur í hug, þegar þú minnist á þetta, að róttækni þín bæði í listum og stjórn- málum sé uppreisn gegn þorparanum. Svavar sagði: — Það mætti vel segja mér það — jú, ég held bara þetta sé rétt hjá þér. Það af- drifaríkasta, sem ég hef gert, var kannski einmitt þegar ég reif ræfilinn upp úr svellinu hér heima og beitti honum á gaddinn í henni Kaupmannahöfn. Á snöpunum í Höfn tók ég í það minnsta einhverjum þrifum og get nú hérumbil sagt eins og vinur minn, Ásmund- ur frá Skúfsstöðum: „Mín frægð kemur að utan“. Nú fór Svavar út í aðra sálma. Hann fór að tala um konur og bera þær saman við karl- menn: — Konan er einfaldari en maðurinn og vill- ist því síður. Hún hefur meira naturinstinkt og er ratvísari. Hún hefur betra nef, hún lyktar, en karlmaðurinn hefur mörg stefnu- mið í sínu höfði, og svo fer þetta allt á tæting. Konan hefur skilningarvit en karlmaðurinn þykist hafa heila. — Það hafa auðvitað verið konur austur á Hornafirði? — Já, mikil veraldar heimsins undur, hvort það voru konur fyrir austan. IV. Það liðu nokkrir dagar án þess við Svavar hittumst. Svo var það einn rigningar- dag í byrjun desember að ég gekk heim til lians, og þegar hann heilsaði mér í dyrunum klappaði hann á öxlina á mér og sagði: — Komdu blessaður, gjörðu svo vel. Ég fann að það var eitthvert hik í rödd- inni og ætlaði að fara að gera athugasemd við þetta ávarp, en þá sagði hann brosandi: — Ja, þú hefur bannað mér að heilsa þér öðru vísi en svona, var það ekki? Mér skild- ist það um daginn, þegar ég talaði við þig í símann. Ég sagði: — Þetta hlýtur að vera einhver misskiln- ingur. Svavar sagði: — Misskilningur? Nei, það er ekki mis- skilningur. Þú sagðir í símann, að ég mætti ekki heilsa þér með þessum orðum: Komdu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.