Helgafell - 01.05.1953, Síða 56

Helgafell - 01.05.1953, Síða 56
Þættir úr sögu hljómsveitar- málanna I. Alþingishátíðin 1930 er ínesta há- tíð, sem nokkru sinni hefur verið hald- in á Islandi. Undirbúningur hennar var falinn víðsýnum mennta- og framkvæmdamönnum. Kom snemma fram hjá þeim sú hugmynd, að' tón- listarflutningur skyldi skipa veglegan sess á hátíðinni, og var ákveðið að efna til samkeppni um hátíðaljóð og kantötu til flutnings á Þingvöllum. Þessháttar viðhöfn hefur tíðkazt og þótt sjálfsögð við hátíðleg tækifæri með flestum menningarþjóðum aftan úr grárri forneskju. En hér á landi var hún algert nýmæli, og það furðu djarflegt eins og á stóð. Þessari keppni lauk þannig, eins og alþjóð er kunnugt, að Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi hlaut verð- launin fyrir hátíðaijóðin, en Páll ís- ólfsson fyrir tónverkið. En af þessu tilefni spruttu mörg önnur ágæt lista- verk, þótt ekki yrðu þau sigursæl í lceppninni, og mun ekki annar ytri viðburður í lífi þjóð'arinnar hafa liaft frjórri áhrif á listsköpun hennar en Alþingishátíðin 1930, einkum þó á tónlistarsviðinu. Nægir að minna á, að þættir úr kantötunum við hátíða- ljóðin, en þær munu alls hafa orðið einar sjö talsins, eru enn í dag uppi- staða íslenzkrar hátíðatónlistar og margt úr þeim meðal þess merkasta, sem enn hefur verið' samið af tónlist á íslandi. Það mundi mega færa gild rök að' því, að þær séu, hver um sig, meðal beztu verka höfunda sinna. Þetta má þakka því, að um undir- búning og tilhögun Alþingishátíðar- innar fjölluðu stórhuga menn og bjart- sýnir, sem töldu aðeins það allra bezta nógu gott, þegar þjóðarsómi bauð, og höfðu víðsýni og menningu til að setja markið' hátt. Það kann að vera, að þeir hafi ekki liaft fyllstu fyrirhyggju um það, hvernig unnt yrði að flytja hátíða- kantötuna, þegar hún væri orðin til, — en hver vill nú ámæla þeim fyrir það? Skilyrði til æðri tónlistarflutn- ings voru hér mjög ófullkomin um þetta leyti. Hér voru að vísu góðir kórar, — „Heimir" Sigfúsar Einars- sonar var nýlega kominn úr mikilli sigurför til Kaupmannahafnar, og auðvelt mátti teljast að stækka hann eftir þörfum. Agætir söngmenn voru hér einnig, sem vel var treystandi til að fara með einsöngshlutverk, þótt erfið væru. — En hvar var hljóm- sveitin? Hún var engin til á íslandi á þessum árum. Hér voru að vísu nokkr- ir menn, sem ýmist með sjálfsnámi eða nokkurri tilsögn höfðu náð tals- verðri leikni í meðferð einstaka hljóm- sveitarldjóðfæra. Þessir menn höfðu öð’ru hverju „telcið lagið“ saman und- ir stjórn Sigfúsar Einarssonar, en slíkt gat naumast talizt hljómsveit í þeim
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.