Helgafell - 01.05.1953, Qupperneq 99

Helgafell - 01.05.1953, Qupperneq 99
BÓKMENNTIR 97 bera afhöggvið höfuð Þorgeirs í tún- hlið í Ögri, og lýkur þá hamingju Þor- móðar skálds við Djúp. Butraldi fer til Graenalands og Þormóður eltir slóð hans til hefnda, en verður jafn slyppi- fengur og svarabróðir hans: Butralda verður ekki náð, hvorki af hetju né skáldi, hugsjón beggja er blekking, og Butraldi hverfur sýnum í nótt norður- setunnar, en skáldið stendur öllu svipt- ur að leiðarlokum. Frægðarsaga þeirra svarabræðra á Hornströndum varð í rýrara lagi, því að afrekið verður ekki mælt öðrum kvarða en andsæðingnum. En hér voru ekki aðrir andstæðingar en þeir, er ekki vildu verjast og máttu ekki manns- blóð sjá. Og jafnvel þegar Þorgeiri tekst loks að finna mann, sem ver rétt smn og eign með vopnum, svo sem þegar hann barðist við Gils bónda Másson, þá er víkingslundin svo með öllu horfin úr óbreyttri alþýðu, að vígs- nautar Þorgeirs og húskarlar Gils bónda setjast að mat undir hvalskjaft- mum og eta magál og glerhákall með- an hetjurnar og húsbændur þeirra berj- ast til þrautar! Þegar víkingu þeirra fóstbræðra lýk- Ur a Vestfjörðum skilur leiðir með beim. Þorgeir fer utan og tekur þátt í víkingaferðu m í Vestur-Evrópu, gerist kappi í liði lítt þekkts höfðingja, Ólafs ^'§ra, er síðar verður konungur Nor- e§s, en Þormóður fær Þórdísar í Ögri e§ verður mikill hamingjumaður við D 'jup. VI. , ^stum Þormóðar Bessasonar er lýst Gerplu með þeim hætti, að fá dæmi munu vera slíkra listbragða í skáld- SÖgu ^ra 20. öld. Konur þær tvær, er eiga hjarta skáldsins hálft hvor, Kol- brún og Þórdís í Ögri, eru ekki aðeins venjulegar ástkonur, eigingjarnar, kröfufrekar og fórnfúsar í ást sinni á hinu brigðlynda skáldi. Höfundur Gerplu breytir þeim annað veifið í tröllkonu eða valkyrju, en svo er leikni hans mikil, að lesandi 20. aldar tekur galdurinn, forneskjuna og þjóðsöguna sem veruleika og finnst þetta sjálfsagð- ur hlutur. Listrænar sjónhverfingar sögunnar verða staðreyndir, er falla eðli- lega að persónunum, gefa þeim þann vöxt og svip, sem þeim hæfir. Undir björgum Hornstranda sér Þormóður konur tvær vörpulegar, dökka tröll- konu og bjarta valkyrju, leika sér að eggi einu litlu: ,,Hvað skaltu gefa honum ? mælti sú hin dökkva er bygg- ir undirdjúpin. Þá svarar hún er lit hefur sólar: Staðfestu mun eg gefa honum, þá sem ágætust þykir við Djúp, karl og kú, hús og hjón; eru þar öll hlunnendi á Islandi; eg mun ala honum dætur tvær, og skal önnur vera fögur sem túngl, önnur sem stjarna; en sjálf mun eg vera honum sól. Eða hvað gefur þú ? Tröllkonan segir: Eg mun gefa hon- um fátækt sem mest verður á útjaðri veraldar, og geta við honum þær dæt- ur helju næstar, er heita nótt, þögn og auðn. En af rnínu kné mun hann hafa það undur sem ekki himinn né jörð fær við jafnast né á aukið né ofar komist uns heimsbyggðin er öll og goð- in dauð. 1 þeim töluðum orðum stóð kona þessi á fætur og gekk inní bergið og hafði með sér fjöregg Þormóðar kol- brúnarskálds“. Astarsaga Þormóðar er linnulaus för milli þessara tveggja kvenna, óvíst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.