Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 6
6 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Framtíðin er björt
PFAFF - GRENSÁSVEGI 13 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 414 0400 - WWW.PFAFF.IS
Pfaff býður ykkur velkomin í glæsilega, nýendurbætta verslun á Grensásvegi.
Hjá okkur færðu saumavélarnar, Sennheiser heyrnartólin, heilsuvörur og eitt mesta úrval landsins af ljósum.
Í tilefni af breytingunum er verslunin full af glænýjum gæðavörum.
Komdu í heimsókn. Við tökum vel á móti þér.
LJÓS OG
LÍFSSTÍLL
Í 85 ÁR
Íslendingar teljast
siðmenntuð þjóð
– sem þó er með
nokkra alvarlega
ósiði.
Ósiðir í siðuðu samfélagi
S
tundum er sagt að eitthvað eigi ekki
heima í siðuðu og upplýstu samfélagi.
Íslenskt samfélag telst siðmenntað –
en það hefur engu að síður áberandi
ósiði sem hafa magnast á undanförnum
árum. Sá versti er líklegast skortur á
málefnalegri umræðu; rökræðum, og spyrja má sig
hversu upplýst fólk er um brennandi samfélagsmál
þótt það krefjist þess að búa í upplýstu samfélagi.
Einn af mörgum viðmælendum Frjálsrar verslunar
í þessu tölublaði, Salvör Nordal, forstöðumaður
Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur einmitt
orð á því að skortur sé á málefnalegri umræðu í
íslensku samfélagi og að okkur Íslendinga skorti
grein andi orðræðu og umræðuhefðin einkennist
meðal annars af útúrsnúningum. Eflaust eru ýmsar
ástæður fyrir vöntun á málefnalegri umræðu en
halda má því fram að veruleg breyting hafi orðið
á áhuga fólks á að setja sig inn í mál, greina þau og
finna rök með og á móti. Útúrsnúningar eru ómál
efnaleg við brögð við málefnalegum umræðum. Orð
ræðan snýst sömuleiðis allt of mikið um fyrirfram
ákveðnar skoð anir eftir því hvar fólk stendur í pólitík
og á hvaða stjórnmálamönnum það hefur mætur –
eða þá ímugust.
Skortur á málefnalegri umræðu hefur smitast inn
á Alþingi svo virðing þess hefur látið á sjá. Fundar
sköpin á Alþingi eru engum til sóma og þau eru
úr sér gengin þegar svo er komið að minnihlutinn
á þingi tekur hvert málið af öðru í gíslingu og
tefur það með langlokum um fundarstjórn forseta
þings ins. Hvers vegna í ósköpunum eru ekki sett
tímamörk á umræður? Hvernig má það vera að
stjórnarflokkar með öruggan þingmeirihluta heykist
á að fara með mál í gegnum þingið af ótta við að
minnihlutinn taki þau í gíslingu? Það, hvernig gefið
er eftir í stórum málum til að ná samkomulagi um
þinglok, er íhugunarefni. Sómi fer af þingi þegar
umræðan hættir að vera málefnaleg; sama hver á í
hlut. Stjórnarandstaðan talar ekki einu sinni undir
rós heldur segir beint út að hún hleypi ekki málum
í gegn ef þau eru henni á móti skapi. Þegar svo er
komið á þingræðið undir högg að sækja.
Á sama tíma og haldið er upp á 100 ára afmæli
kosningaréttar kvenna hefur virðing fyrir kosninga
réttinum og þingræðinu snarminnkað. Það
speglast meðal annars í því að hópur fólks tekur
hátíðardagskrá Alþingis og forsætisráðuneytisins
á þjóðhátíðardaginn yfir með ófriðsamlegum mót
mæl um. Mótmælin á Austurvelli á þjóðhátíðar
daginn voru ljótur blettur á virðingu fyrir frelsi
og stofnun lýðveldisins – sem og niðurstöðum
kosn inga. Þau voru þeim sem að stóðu til
skammar. Það er alvarlegt íhugunarefni að á
meðal forystumanna á þingi, sem mælast vinsælir
í könn unum um þessar mundir, séu þeir sem telja
í lagi að vera með hávær mótmæli á Austurvelli á
þjóðhátíðardaginn og taka hátíðardagskrá Alþingis
yfir með trumbuslætti og hávaða. Að þeim finnist
í lagi að eyðileggja þá merku stund þegar þing
og þjóð halda upp á stofnun lýðveldisins, þegar
Íslendingar öðluðust frelsi og sjálfstæði. Frelsi til
að mótmæla, tjá sig og segja skoð un sína er helgur
réttur hvers og eins. En hann getur aldrei gengið
út á að valta yfir frjálsar samkomur annarra. Frelsi
einstaklingsins takmarkast alltaf við það að hann
gangi ekki á frelsi annarra. Ef einhver er ósáttur
með ríkisstjórnina eða önnur mál hefur hann engan
rétt á að skemma fyrir öðrum sem koma saman og
eyðileggja þá samkomu með hávaða og látum. Þá
hefur lýðræðið snúist við. Þeir sem hafa áhuga á að
mótmæla ríkisstjórninni á þjóðhátíðardaginn verða
að velja sér annan stað og annan tíma en Austurvöll
þegar hátíðardagskrá Alþingis fer fram og lagður er
blómsveigur frá íslensku þjóðinni að minnisvarða
Jóns Sigurðssonar forseta. Það er svo eftir öðru
þegar málsmetandi fólk í samfélagslegri umræðu
ber í bæti fláka fyrir þessa hegðun á sautjánda júní
og segir hana skiljanlega vegna þess að fólk sé
svo reitt. Í rökleysunni fyrir mótmælunum seilast
frasaglaðir álitsgjafar í að nefna að Jón Sigurðsson
hafi sagt á þjóðfundinum 1851; Vér mótmælum allir,
og því sé við hæfi að mótmæla við hátíðardagskrána
á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Verra dæmi er
ekki hægt að finna; frelsishetjan mótmælti því að
konungsfulltrúinn ætlaði að leysa fundinn upp í
nafni konungs. Mótmælendur á Austurvelli voru í
hlutverki konungsfulltrúans og leystu hátíðarfund
Alþingis meira og minna upp með yfirgangi og
skrílslátum.
Í þessu blaði Frjálsrar verslunar, sem helgað er áhrifa konum í samfélaginu og jafnréttis bar áttunni, er þess minnst að 100 ár eru frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt til
Alþingis – með þeim fyrstu í heiminum. Það eru
merk tímamót. En ef virðing þingmanna sjálfra fyrir
Alþingi er lítil – sem og virðing samfélagsins fyrir
þinginu, hátíðardagskrá þingsins, kosningaréttinum,
þingræðinu, rétt kjörnu stjórnvaldi, málefnalegri
umræðu og rökræðum almennt – þá dregur það
óneitanlega úr hátíðleika afmælisins.
Afmæli kosningaréttarins er hátíðleg stund sið
mennt aðrar þjóðar. Á þeirri hátíðarstundu fer vel á
því að kasta fyrir róða ósiðum sem hafa grafið um
sig gagnvart þessum helga rétti frelsisins.
Jón G. Hauksson