Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 25
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 25
Þ
að eru margar flottar,
áberandi og klárar kon
ur í við skiptalífinu í dag
og þær sækja fram af
miklum krafti og stundum finnst
mér að komist kona í hásætið þá
raði hún bara konum í kringum
sig. Er þetta svona,“ spyr Árni Þór
Árnason, „og hefur þetta verið
rannsakað af félagsfræðingum?
Eða er þetta ekki rétt tilfinning hjá
mér?“
Árni Þór var nýlega þátttakandi
í stefnumótun fyrir hátækni og
sprotafyrirtæki og er horft til árs
ins 2020. „Þarna kemur margt
áhugavert fram og ber svolítinn
keim af því að þetta fer fram í
Háskólanum í Reykjavík. Fólk er
upptekið af hátækni, menntun,
styrkjakerfi, skattaumhverfi og
hvort við getum boðið erlendum
starfsmönnum viðunandi aðstöðu
hérna og starfsumhverfi.
En hvað með alla uppfinninga
mennina og konurnar sem eru
ekki í þessu flókna umhverfi? Alla
uppfinningamennina og konurn
ar úr hinu daglega umhverfi?
Hérna kemur ein af mínum uppá
halds.
Árið 1998 var stofnuð vefsíða
á Ísafirði en fyrir henni stóð Inga
María Guðmundsdóttir bóka
vörður. Þetta hefur undið upp á
sig og sölustarfsemin fer fram
á Google Adsene og árið 2007
var stofnað rekstrarfélag utan
um starfsemina. Að því er ég
best veit er heimasíðan uppfærð
reglulega og vel hugsað um
reksturinn, sem gefur „mjög“ vel
af sér.
Heimasíðan er www.dressup
games.com og er mér ekki
kunnugt um að hún hafi fengið
neina opinbera styrki eða annan
stuðing en malar gjaldeyri og
skatttekjur í þjóðarbúið.“
Árni Þór segir að Inga sé góð
fyrirmynd og hvatning fyrir aðra.
Góð fyrirmynd og
hvatning fyrir aðra
ÁRni ÞÓR ÁRnASon
framkvæmdastjóri Oxymap ehf.
FYRIRTæKJAREKSTUR
Practical og Congress Reykjavík hafa
nú sameinað krafta sína undir merkjum
CP Reykjavík. Við erum frísklegt og
skapandi þjónustufyrirtæki sem skipu-
leggur viðburði, ferðir og ráðstefnur
fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini.
www.cpreykjavik.is
Við gerum
viðburðaríkara
RÁÐSTEFNUR / VIÐBURÐIR / HVATAFERÐIR
ÁSMunDuR HeLGASon,
markaðsfræð ingur hjá Dynamo
AUGLÝSINGAR
M
illward Brown og
WPP sendi nýlega
frá sér sína árlegu
rannsókn á virði
vörumerkja, BrandZ 2015.
Rannsóknin er gríðarlega viða
mikil og líklega stærsta samfellda
rannsókn á virði vörumerkja í
heiminum. Margt forvitnilegt
kemur í ljós þegar listinn er
skoð aður. Apple er í fyrsta sæti
og talsvert langt á undan Google
sem er í öðru sætinu. Microsoft
er í þriðja sæti og svo koma IBM,
Visa og At&T. Þá kemur Verizon,
Coca Cola, McDonalds og þá
nær Marlboro inn á listann og er í
tíunda sætinu.“
Ásmundur Helgason segir að
athygli veki að ekkert evrópskt
vörumerki er á listanum heldur
eru öll þessi vörumerki frá
Banda ríkjunum.
„Tencent, stærsta samskipta
fyrirtæki Kína, er stærsta merkið
frá Asíu og er í ellefta sæti á
heildarlistanum. Facebook nær
ekki inn á topp tíu heldur situr á
milli Tencent og Alibaba, sem
er í tólfta sæti. Vodafone er
verðmætasta vörumerki Evrópu
og er númer 23 á stóra listan
um.“
Ásmundur segir að mikið hafi
verið skrifað um hvað vöru merki
þurfi að gera til þess að ná
forskoti á samkeppnismarkaði,
hvort sem það er á litlum
mark aði eins og Íslandi eða á
alheims markaði. „Það má kannski
fullyrða að flestir séu sammála
um að fyrirtæki og vörumerki
þurfi að huga að því að vera
með skýra og eftirsóknarverða
aðgreiningu, koma aðgreining
unni á framfæri með áhrifarík
um hætti, byggja upp traust
gagnvart viðskiptavinum með
því að standa við gefin loforð
og endur nýja sig stöðugt, eða
eins og það er stundum orðað –
aldrei hætta að hlaupa.“
Ásmundur Helgason segir
að athygli veki að ekkert
evrópskt vörumerki er
á listanum heldur eru
öll þessi vörumerki frá
Banda ríkjunum.
Apple í fyrsta sæti
vörumerkja