Frjáls verslun - 01.05.2015, Qupperneq 26
26 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
E
inar Guðbjartsson segir
mikilvægt að allir sem
samþykkja þurfa reikn
ingsskil, t.d. stjórnarmenn, skilji
hugtakið glögg mynd og hvað í
því felst. Hann segir að marg
ir kannist við setninguna „…
árs reikningurinn gefur glögga
mynd af afkomu félagsins á
árinu, efnahag þess og breyt
ingu á eigin fé, í samræmi við
lög um ársreikninga“. „Glögga
myndin er miðað við ákveðnar
reikn ingsskilareglur. Þessar
reglur geta verið mismunandi,
t.d. lög um ársreikninga, al
þjóðlega reikn ingsskilastaðla,
lög um opinber fjármál, sveitar
stjórnarlög eða jafnvel að
eftirlitsaðilar gefi út reglur um
framsetningu ársreikninga. Þetta
fyrirkomulag eykur misskilning
á þessu grundvallarhugtaki í
reikningsskilum.
Glögga myndin getur því verið
mismunandi eftir því hvaða reikn
ingsskilareglum er beitt í það og
það skiptið. Ekki er það gefið
að sama niðurstaða myndi fást,
þ.e. glögga myndin, ef beitt væri
mismunandi reikningsskilaregl
um á eitt og sama félagið. Því er
mikilvægt að upplýsa mjög vel
fyrir lesendum reikningsskilanna
hvaða reikningsskilareglur glögga
myndin er miðuð við.“
Einar segir að nauðsynlegt sé
að gera sér grein fyrir þessu
því ekki sé hægt að bera sam
an reikningsskil félaga eða
stofnana ef grundvöllurinn fyrir
glöggu myndinni er ekki sá
sami, þ.e. að gerð og framsetn
ing ársreiknings fylgir ekki
sömu reikningsskilareglunum
sbr. upptalninguna að ofan. „Í
raun er það ekki mjög fagleg
stjórnsýsla að hafa mismunandi
reikningsskilareglur „í gangi“
hverju sinni. Reikningsskilaatriði
er t.d. tengjast tekjuskráningu,
gjaldfærslu og virðismati eigna
og skulda og skýringar geta
verið mjög mismunandi eftir því
hvaða reikningsskilareglum er
fylgt við gerð og framsetningu
ársreikninga.“
„Þessar reglur geta verið
mismunandi, t.d. lög um
ársreikninga, al þjóðlega
reikn ingsskilastaðla,
lög um opinber fjármál,
sveitar stjórnarlög eða
jafn vel að eftirlitsaðilar
gefi út reglur um fram
setningu ársreikninga.“
Glögg mynd
miðað við hvað?
einAR GuÐBJARTSSon
dósent við HÍ
REIKNINGSSKIL
S
ú harða kjarabar
átta sem opinberir
starfs menn stóðu í
um nokkurt skeið er
m.a. afleiðing þess að vinnu
markaður starfsmanna á al
menna og opinbera markaðn um
lýtur ólíkum lögmálum. Hið opin
bera er viðsemjandi opinberra
starfsmanna. Nær allir þeir sem
starfa t.d. í heilbrigð isþjónustu
og við kennslu og rannsóknir
hafa ekki val um annan at
vinnu rekanda en hið opinbera.
Jafnframt eru laun þeirra
að langmestu leyti ákveðin í
kjarasamningum og lítið er um
að greitt sé umfram umsamda
taxta. Því er mikið undir fyrir
opinbera starfsmenn að ná eins
hagstæðum kjarasamningum
þegar kjaraviðræður standa yfir
og hægt er. Opinber þjónusta
er hins vegar fjármögnuð með
skatttekjum af framleiðslu og
vinnu landsmanna, sem setur
hinu opinbera bæði efnahags
legar og pólitískar skorður í
samningagerðinni. Lítill vilji er til
að hækka skatta á landsmenn
eða hækka þjónustugjöld til að
borga opinberum starfsmönnum
hærra kaup. Og einkavæðing
velferðarkerfisins er heldur ekki
á dagskrá. Opinberir starfs
menn hafa því afar þrönga
samningsstöðu í samningum
við vinnuveitanda sinn því ekki
geta þeir valið sér annan vinnu
veitanda nema því aðeins að
þeir flytji úr landi. Ráðið sem
opinberir starfsmenn hafa gripið
til hefur verið að hóta verkföllum
og fjöldauppsögnum. En það
er einmitt í verkföllum opinberra
starfsmanna sem mikilvægi
starfa þeirra verður flestum ljóst.
Þetta er snúið og kallar líklegast
á skipulagsbreytingar sem vinda
ofan af þeirri miklu miðstýr ingu
sem opinberi markaðurinn býr
við.“
„Því er mikið undir fyrir
opinbera starfsmenn
að ná eins hagstæðum
kjara samningum þegar
kjara viðræður standa yfir
og hægt er.“
Hver borgar
hverjum?
STJÓRNMÁL DR. STeFAníA ÓSKARSDÓTTiR
dósent við stjórnmálafræðideild HÍ