Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 53
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 53
sem ráðstafar stærsta hluta fjármagns ríki
sins. En í minni ráðherratíð voru mestar
deilur um húsnæðismálin. Þeim var gjör
breytt á meðan ég gegndi starfinu, bæði
félagslega og almenna húsnæðiskerfinu.
Og húsnæðismálin voru tvímælalaust það
verkefni sem mest tóku á í starfi mínu þá.“
níu rÁðherrar af sautjÁn Konur
Hún segir erfitt að meta hvaða máli það
hafi skipt fyrir jafnréttisbaráttuna að
hún varð forsætisráðherra. „Tíminn mun
auðvitað leiða það í ljós. En í ríkisstjórnum
mín um voru konur í fyrsta skipti jafn
marg ar og karlar og um tíma voru þær í
meirihluta. Af sautján ráðherrum, sem
áttu sæti í þessum stjórnum, voru níu
konur. Og auk þess að kona varð í fyrsta
skipti forsætisráðherra á þessu tímabili
varð kona líka í fyrsta skipti fjármála og
efnahagsráðherra. Jafnréttis og mann
réttindamál almennt fengu þar að auki
aukið vægi. Með lagabreytingum árið
2010 var konum ruddur vegur að stór
aukn um hlut í stjórnum hlutafélaga og
lífeyrissjóða, þ.e. með lögum um 40%
kynja kvóta. Ríkisstjórn mín varð sú fyrsta
í sögunni sem náði lögbundnum hlut
kynjanna í nefndum og ráðum á vegum
stjórnvalda og kynjuð hagstjórn var inn
leidd. Tekið var á kynbundnum launa
mun í öllum ráðuneytum og samþykkt
ítarleg framkvæmdaáætlun um launa
jafn rétti kynjanna. Unnið var eftir fyrstu
að gerðaáætlun Íslands gegn mansali.
Alþjóðlegir samningar gegn mansali og
gegn kynferðislegri misnotkun á börnum
voru fullgiltir og Evrópuráðssamningur
gegn kynbundnu ofbeldi undirritaður af
Íslands hálfu. Ákvæði sem heimila brott
flutning ofbeldismanna af heimili voru
leidd í lög. Kaup á vændi voru gerð refsi
verð og nektarstaðir bannaðir. Miklum
fjármunum var varið til Kvennaathvarfs og
til vitundarvakningar og aðgerðaáætlunar
um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.
Ísland hefur nú á hverju ári frá hruni skipað
efsta sæti í mælingum alþjóða efna hagsráðsins
á jafnrétti í heiminum. Ríkis stjórn mín lagði
einnig mikla áherslu á jöfn uð í samfélaginu.
Okkur tókst að koma böndum á ójöfnuðinn
og í lok kjör tíma bilsins var Ísland í hópi
þeirra landa sem búa við mestan jöfnuð.“
afleiðingar hrunsins
Erfiðustu verkefnin í forsætisráðherratíð
Jóhönnu telur hún að hafi verið þau sem
tengdust afleiðingum hrunsins. „Baráttan
við að forða þjóðinni frá gjaldþroti. Þar
náðum við miklum árangri. Við tókumst
að auki á við mörg önnur stór verkefni á
kjörtímabilinu – kannski of mörg, sökum
þess að of margir hlupu frá borði í miðri
baráttu og við glímdum stundum við að
hafa meirihluta í erfiðum málum í þinginu.
Ég verð að nefna stjórnarskrármálið sem
það sem er mér efst í huga af því sem
ekki náði fram að ganga. Þar var helst við
grímu lausa og mjög óbilgjarna stjórnar
andstöðu að sakast sem var stað ráðin í
að þessi samfélagssáttmáli sem þjóðin
kallaði svo mjög eftir, m.a. í þjóðar at
kvæðagreiðslu, yrði ekki að veruleika.“
Þá nefnir hún einnig annað mál sem
varð henni mjög erfitt. „Það varð mér
auðvitað mikið áfall þegar Kærunefnd
jafn réttismála taldi að ég hefði gerst sek
um brot á jafnréttislögum við ráðningu í
starf. Andstæðingar mínir í stjórnmálum,
og að hluta til líka samstarfsmenn mínir,
gerðu ómaklega mikið úr þessu en ég
vissi að þetta var rangur úrskurður. Þó
vildi ég ekki fara með málið fyrir dóm
stóla þar sem ég hafði beitt mér fyrir því
sem jafnréttisráðherra að úrskurðir kæru
nefndar yrðu bindandi. Á árinu 2013 ályktaði
umboðsmaður Alþingis að kæru nefnd in
hefði hvorki farið að lögum né sýnt fram
á að jafnréttislög hefðu verið brotin. Þessi
úrskurður kærunefndarinnar hafði legið mjög
þungt á mér og því var þetta mikill léttir.“
Jóhanna segir margar konur, bæði hér
á landi og erlendis, hafa verið sér góðar
fyrir myndir. „Ef ég á að nefna mína helstu
fyrirmynd var það föðuramma mín, Jóhanna
Egilsdóttir. Hún var verka lýðs foringi
áratugum saman á fyrri hluta tuttug ustu
aldar þegar konur og fátækt fólk bjó við
skelfileg kjör og aðbúnað. Á tímum ömmu
voru konur t.d. hálfdrættingar í laun um á
við karla þótt þær gegndu sömu störf um og
þeir. Amma Jóhanna þoldi ekki misrétti og
óréttlæti og helgaði líf sitt bar áttunni fyrir
jafnrétti og betra þjóðfélagi. Tilhugsunin um
hana gaf mér alltaf kraft þegar ég þurfti á að
halda á löng um stjórn málaferli mínum.“
Að lokum: Hvaða ráð myndi Jó hanna
Sigurðardóttir gefa næsta kven for sætis
ráðherra?„Í þessu embætti sem öðrum er
mikilvægast að vera trúr eigin samvisku
og sannfæringu, þá er auðveldara að taka
gagnrýni þó að á móti blási. Það skiptir
líka miklu máli að hafa sjálfstraustið í
lagi og standa með sjálfum sér og velja
vel nánustu samstarfsmenn sína. Hroki,
yfir læti og eiginhagsmunahyggja er afleitt
veganesti í þetta starf. Stjórnmálamenn,
ekki síst forsætisráðherrar, verða líka
að líta á sig sem þjóna fólksins og hafa
réttlæti, sanngirni og jöfnuð að leiðarljósi
í öllum ákvörðunum. Í þessu valdamikla
starfi er afar mikilvægt að setja hagsmuni
almennings ávallt ofar sérhagsmunum.“
Jóhanna og Jónína með næstyngsta barnabarnið, nínu Gunnarsdóttur, í nafnaveislu
þeirrar síðastnefndu í mars í fyrra. Þær eiga orðið 7 barnabörn, 1-19 ára. Ljósmyndari: Ingi R. Ingason
Karlar verða að fara að skilja að það
er þeirra hagur jafnt sem kvenna að
breyta þessu – það er hagur allra
heimila og þjóðfélagsins í heild.