Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 70
70 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
M argt hefur áunnist á síð ustu árum í kvennabaráttunni en lengra í land með annað. Þegar lit ið er
til baka eru mér efst í huga þær fyrir
myndir og leiðtogar sem stigið hafa fram
og barist fyrir okkur hinar. Þær hafa gert
okkur ljóst að við eigum að þora, að við
getum allt og við viljum leggja okkar af
mörkum til að skapa betra samfélag þar
sem raddir allra heyrast. Nú til dags finnst
okkur sjálfsagt að hafa sama rétt og karlar
til ákvarðanatöku í samfélaginu og nánast
óhugsandi tilhugsun að ekki sé mark á
okkur tekið. En ef betur er að gáð þarf
enn að beita lagabókstaf til að jafna rétt
karla og kvenna og sjáum við þá að enn er
talsvert í land. Mig langar einnig að nefna
hlut menntunar í jafnréttisbaráttunni. Það
að allir hafi sama rétt til menntunar er
gífurlega mikilvægt. Víðsýni, fagmennska
og aukið sjálfstraust sem fæst með mennt
un er það sem færir okkur áfram að settu
marki.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri Samskipa á undanförnum árum?
„Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá
Samskipum á undanförnum árum. Tækni
nýjungar og aðstæður í samfélaginu hafa
breytt flutningaiðnaðnum mikið. Fyrirtækið
hefur breyst frá því að vera skipafélag
yfir í alhliða flutningafyrirtæki sem býður
viðskiptavinum sínum heildarlausnir á sviði
flutninga og flutningatengdrar þjónustu.
Við fylgjumst vel með kröfum samfélagsins
og bregðumst við fljótt og örugglega, t.d.
með breyttum áætlunarferðum og fjölgun
skipa. Eitt sem hefur þó lítið breyst er að
þessi „bransi“ er talsvert karllægur. Hér
vinna fleiri karlar en konur og of fáar
konur eru í stjórnunarstöðum. Þetta kemur
von andi til með að breytast með breyttum
viðhorfum en það kemur í hlut okkar sem
erum hér fyrir að sýna öðrum konum fram
á að hér er gott að vera og að Samskip er
afbragðsvinnustaður fyrir konur.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Ég hef áhyggjur af stefnu núverandi
vald hafa bæði í heilbrigðis og mennta
mál um. Ég óttast að við séum þar á vondri
vegferð. Mér sýnist hver höndin vera upp
á móti annarri og vinnan ekki lausna
miðuð. Því þarf að bretta upp ermar og
vinna bæði hratt og örugglega því eins og
áður sagði er okkur fátt mikilvægara í jafn
réttisbaráttunni en góð menntun. Og ekki
viljum við rústa heilbrigðiskerfinu endan
lega eða hvað?“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Leiðtogar sem eru samkvæmir sjálfum sér
og láta verkin tala. Leiðtogar sem hafa lag
á að leyfa fólki að njóta sín og draga fram
það besta í fari fólks. Leiðtogar sem leggja
sig fram um að leiðbeina og hlusta.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Stöðugleiki á vinnumarkaði. Það þarf að
ná að halda verðbólgu í skefjum og vinna
saman að bættum kaupmætti.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Því er auðsvarað. Vigdís Finnbogadóttir er
sú fyrirmynd sem ég horfi fyrst til ásamt því
að kvennaframboðið var mér mikil hvatn ing.
Í dag eru margar frábærar konur í forystu
í íslensku atvinnulífi en þar tel ég fremsta
meðal jafningja Birnu Einarsdóttur sem er
leiðtogi sem lætur verkin tala og er samkvæm
sjálfri sér. Hún þorir, getur og vill.“
Leið togar séu
sjálfum sér samkvæmir
Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður
markaðs- og samskiptamála hjá Samskipum
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
Vodafone, í stjórn lyfja og heilsu ehf. og í
stjórn stafa lífeyrissjóðs.
anna guðný situr í stjórn
Anna Guðný Aradóttir. „Stöðugleiki á vinnumarkaði. Það þarf að ná að halda verðbólgu í
skefjum og vinna saman að bættum kaupmætti.“