Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 83
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 83
Á tímamótum sem þessum bærast með mér blendnar tilfinn ingar. Í fyrsta lagi finn ég fyrir djúpu þakklæti til þeirra kvenna sem rutt
hafa brautina í kvennabaráttunni og komið
íslenskum konum á þann stað sem þær eru
í dag. Ef horft er til allra síðustu ára þá tel
ég að lögfesting lágmarkshlutfalls kynjanna
í stjórnum fyrirtækja hafi verið mikið fram
faraskref og nokkuð víst að án laganna
væri staðan allt önnur en hún er nú. Það
sem ég óttast hins vegar er að við höldum
ekki vöku okkar enda má sjá ákveðnar
vísbendingar um bakslag í jöfnun stöðu
kynjanna og að talsvert vanti á að styrkur
og hæfileikar kvenna séu nýttir til fulls.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri KPMG á undanförnum árum?
„Það sem mér er efst í huga er ýmislegt
sem tengist samfélagslegri ábyrgð okkar.
Í fyrsta lagi vil ég nefna vinnu okkar við
bætta stjórnarhætti og ýmiss konar fræðslu
starf sem við höfum staðið fyrir. Við höfum
einnig unnið markvisst að stuðningi við
nýsköpun meðal annars með aðstöðu
fyrir sprotafyrirtæki sem við köllum 27
ný sköpunarhús. Þá er ég afskaplega stolt
af því að KPMG er einn af bakhjörlum
al þjóðlegra samtaka stjórnarkvenna, sem
nefn ast Women Corporate Directors, þar
með talið hér á Íslandi.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Verkefni íslenskra stjórnenda eru í grunn
inn alltaf þau sömu en þó svo síbreytileg.
Markmið stjórnandans á alltaf að vera að
gæta hagsmuna allra þeirra sem starfsemi
fyrirtækisins hefur áhrif á. Stjórnendur
fyrirtækja hafa víðtæk ar skyldur við hlut
hafa, starfsmenn, viðskiptavini og sam
félagið sem heild. Eitt verkefnið sem
stjórnendur standa frammi fyrir nú er að
virkja betur þann kraft sem felst í öllum
þeim vel menntuðu og sterku konum sem
starfa í fyrirtækjunum. Svo ég vitni í orð
góðrar konu, sem oft hefur verið mér inn
blástur til góðra verka, þá er kvenorkan
líklega vannýttasta auðlind veraldar.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Mér finnst í raun sömu eiginleikar skipta
máli í fari stjórnenda og leiðtoga og
allra annarra. Heiðarleiki, virðing fyrir
samferðafólki og auðmýkt gagnvart þeim
verk efnum sem okkur eru falin eru lykil
eiginleikar hvers góðs stjórnanda.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Það er gífurlega mikilvægt að hér náist
sam staða um að halda stöðugleika í efna
hagslífinu og að atvinnurekendur axli
ábyrgð þar á eins og aðrir. Við verðum
að ná að endurheimta traust milli fólks
í samfélaginu, án þess verða hér engar
framfarir.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Ég hef verið svo gæfusöm að eiga samleið
með svo mörgum ótrúlega öflugum og
greind um konum sem hafa verið mér inn
blástur og hvatning í öllum mínum störf
um. Það væri að æra óstöðugan að ætla að
reyna að telja þær upp.“
Margret G. Flóvenz,
endurskoðandi hjá KPMG
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
situr í stjórn samtaka verslunar og þjónustu.
margret
Margret G. Flóvenz. „Það er gífurlega mikilvægt að hér náist sam staða um að halda
0stöðugleika í efna hagslífinu og að atvinnurekendur axli ábyrgð þar á eins og aðrir.“
samferðafólki og auðmýkt
gagnvart verkefnum
Við ing fyrir