Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 125
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 125
ert ÞÚ umKringd/ur
rétta fólKinu?
Hefur þú valið að hafa í kringum
þig fólk sem þú treystir, fólk sem
er lausnamiðað, fólk sem er
stöðugt að efla sig og þroska,
fólk sem er jákvætt og upp
byggj andi og sér tækifæri í
hverju horni? Fólk sem ekki bara
sér tæki færi heldur grípur þau
og gerir eitthvað úr þeim, eða
býr þau hreinlega til ef ekki vill
betur. Veldu að umkringja þig
fólki sem styður þig í að eflast og
vaxa í áskorunum þínum, bæði í
einkalífi og starfi.
hefur ÞÚ góð Áhrif Á
aðra?
Ert þú það fyrir aðra sem þú vilt
að aðrir séu fyrir þig, og eins og
fólkið sem þú sækist eftir eða
velur að hafa í kringum þig?
Ert þú styðjandi, hvetjandi og
leið beinandi? Er gott að leita til
þín þegar upp koma áskoranir
sem glíma þarf við? Ert þú ein
staklingur sem fólk velur sem
lærimeistara eða mentor? Ert þú
einstaklingur sem fólk sækir í
að umgangast, bæði í vinnu og
heima fyrir?
teKur ÞÚ fulla Ábyrgð
Á Þér?
Tekur þú ábyrgð á hversu vel
þér gengur með áskoranir
þínar og markmið? Eða er allt
öðru og öðrum um að kenna
þegar eitthvað fer ekki eins og
þú helst vildir? Taktu ábyrgð
á vali þínu og ákvörðunum.
Ert þú með á hreinu hvað
það er sem þú vilt – og hvað
það er sem þú vilt ekki? Hvert
stefnirðu í starfi og í einkalífi?
Settu þér þína eigin stefnu og
fylgdu henni, veldu sjálfsaga
fram yfir eftirsjá síðar. Það
vaknar enginn einn daginn á
Everest!
hversu miKið fjÁrfestirðu
í Þinni Þróun?
Sækist þú eftir að læra nýja
hluti og þróast í starfi þínu og
verkefnum? Sækirðu reglulega
ráðstefnur, námskeið eða fyrir
lestra, jafnvel á netinu? Hvaða
bók lastu síðast? Ertu í leshring?
Sækir þú fundi hjá fagfélagi?
Hér snýst fjárfestingin ekki
eingöngu um krónur og aura
heldur um tíma og meðvitund
gagnvart þeirri staðreynd að ef
þú leggur þig ekki fram um að
eflast og þróast dregstu líklega
aftur úr, það er ekki til nein
kyrrstaða.
hvernig eru viðhorf
Þín?
Hvernig tekur þú á móti
nýjum og ögrandi verkefnum?
Hvernig tekstu á við áskoranir
eða hindr anir?
Eyðir þú löngum tíma í að
býsn ast yfir öllu því sem
er að og hvernig hlutirnir
ættu að vera? Tekurðu þátt í
neikvæðum og niðurdrepandi
umræðum sem hafa engan
uppbyggilegan tilgang? Er
glasið hjá þér oftar hálftómt
en hálffullt? Býrð þú yfir
seiglu og úthaldi sigurvegar
ans eða gefstu upp við fyrsta
mótlæti?
Með jákvæðu viðhorfi og
lausna miðaðri hugsun verða
hin flóknustu og erfiðustu
verkefni mun léttari og
það skemmtilega er að þú
hefur val – og getur valið þín
viðhorf.
hvernig er samsKipta
hæfni Þín?
Misskilur fólk þig oft? Hvernig
gengur þér að koma skilaboðum
og hugmyndum þínum á fram
færi? Hversu vel gengur þér
að fá fólk til að sannfærast um
ágæti þinna lausna? Sækistu
eftir að kynnast og spjalla við
nýtt fólk, á fundum eða í boðum,
eða finnst þér það óþægilegt
eða lítið spennandi? Lendir þú
oft upp á kant við annað fólk, í
vinnu eða utan vinnu?
Góð samskiptahæfni er lykil
atriði í nútímastarfsumhverfi
og æ fjölbreytilegra samfélagi.
Góðu fréttirnar eru þær að sam
skiptahæfni er hægt að styrkja
og efla.
myndir ÞÚ rÁða Þig í
vinnu?
Ef þú værir að fara að ráða
starfs mann í þá stöðu sem þú
gegnir núna, myndir þú þá,
byggt á frammistöðu þinni,
við horfum og framþróun, ráða
sjálfan þig eða eru margir aðrir
betur til þess fallnir að gegna
stöðunni?
Hvað telurðu að þú gætir helst
bætt hjá þér sem starfsmanni,
fagmanni og samstarfsfélaga?
Hvað ætlarðu að gera í því og
hvenær?
Sumar þessara spurninga
kunna að vera óþægilegar en
ég mæli með að þú setjir inn í
dagbókina þína reglubundinn
fund með sjálfum/sjálfri þér,
hald inn 14 x í mánuði, í um það
bil 3060 mínútur í senn og farir
í gegnum ofangreindar hugleið
ingar og spurningar.
Haltu þér ábyrgum/ábyrgri fyrir
því að ná þeim árangri í leik og
starfi sem þú veist að þú ert fær
um.
Ég vona að þú getir í einlægni
sagt, byggt á frammistöðu þinni
og framkomu, að þú myndir ráða
þig í vinnu og sækjast eftir eigin
félagsskap.
Myndir þú ráða þig í
vinnu?
Ef þú værir að fara að
ráða starfsmann í þá
stöðu sem þú gegnir
núna, myndir þú þá,
byggt á frammistöðu
þinni, viðhorfum og
framþróun, ráða sjálfan
þig eða eru margir aðrir
betur til þess fallnir að
gegna stöðunni?