Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 147
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 147
greina reksturinn, fylgjast með
framlegð og bregðast skjótt
við ef tölurnar ganga ekki
leng ur upp. Að halda í gott
starfsfólk snýst um að treysta
því og umbuna fyrir góð störf.
Hér ganga allir í öll störf og
gestir okkar eru vanir því að
fá góða þjónustu á Nauthóli.
Við leggjum okkur fram við að
viðhalda þeim standard. Svo
má ekki gleyma aðalatriðinu;
sem er maturinn. Við settum
okkur mjög hátt markmið strax
í upphafi um gæði og uppruna
hráefnisins. Matseðillinn er
í sífelldri þróun og fólk sér á
disk unum hjá okkur hvað mikil
vinna og hugsun fer í hvern
rétt á Nauthóli. Til að svara
upp haflegu spurningunni þá er
það sem ég er ánægðust með
að hafa náð að byggja upp
stöðugan rekstur og eignast
stór an hóp gesta sem koma til
okkar aftur og aftur. Við sjáum
oft sama fólkið koma hingað í
vinnutengda hádegisverði og
með stórfjölskyldunni í bröns.“
hér borða íslendingarnir
Hefur fyrirtækið þitt bryddað
upp á nýjungum í vöru og/eða
þjónustu undanfarna mánuði?
„Við erum sífellt að þróa okkur
og skiptum út matseðlum reglu
lega, núna síðast í byrjun júní.
Helsta nýjungin í sumar eru
blá skeljafimmtudagar. Alla
fimmtudaga á meðan birgð
ir end ast verður boðið upp á
blá skel úr Breiðafirði og að
sjálf sögðu verður hvítvínið ekki
langt undan.“
Hverjir eru helstu viðskipta
vinir fyrirtækis þíns?
„Við rekum bæði Málið, veit
ingasölu Háskólans í Reykja vík,
og veitingastaðinn Naut hól. Eins
og gefur að skilja eru kúnna
hóp arnir ólíkir. Hér á Naut hóli
fáum við til okkar skemmtilega
blöndu af fólki; útivistarfólk,
fjöl skyld ur, vin konu hópa og
starfs manna hópa svo eitthvað
sé nefnt.Okk ar helsta sérstaða
verður þó að teljast að hér
borða Íslend ingarnir. Túrisminn
hefur ekki náð hingað eins og
í bæn um en þeir túristar sem
koma til okkar koma yfirleitt
vegna þess að þeir hafa heyrt
um staðinn þar sem „landinn“
borðar. Veislusalurinn okkar
tekur síðan á allri flórunni, allt
frá litlum fundum upp í stórar
ráðstefnur, árshátíðir fyrirtækja,
móttökur og svo mætti lengja
telja. Svo erum við það lán söm
að vera farin að bóka brúð
kaups veislur og fermingar fyrir
árin 2016 og 2017.“
Forréttindi að reka naut -
hól í náttúruparadís
Eruð þið með einhverja sér
staka stefnu varðandi ímynd
og menn ingu fyrirtækisins?
„Við njótum þeirra forréttinda
að reka okkar fyrirtæki í einni
mestu náttúruparadís Reyk
vík inga, með Nauthólsvíkina
á aðra hönd og Öskjuhlíð á
hina. Fólk kemur hingað til
að njóta útivistar og náttúru.
Það lá því eiginlega beint við
hjá okkur að vera með áherslu
á umhverfið. Við vorum til að
mynda fyrsta veitingahúsið á
Íslandi til að fá Svansvottun en
Svanurinn er opinbert norrænt
umhverfismerki og það virtasta
í dag. Við erum reglu lega með
starfsdaga þar sem allt starfs
fólkið okkar fer út og tínir rusl
og gerir ýmislegt fleira til að
fegra umhverfið hér í kring. Þá
höfum við líka tengst þeim stóra
hópi fólks sem nýtir svæðið í
útivist og líkamsrækt af ýmsu
tagi. Það fólk kemur mikið við
hjá okkur og við höfum á móti
tekið þátt í að skipuleggja hlaup
og fleiri íþróttaviðburði. Naut
hóls hlaupið er t.d. orðið árlegur
viðburður á okkar vegum en
það fer stækkandi með hverju
ári og nú síðast tóku yfir 400
manns þátt í því. Næst á dag skrá
er að skipuleggja við burð fyrir
hjólreiðakappana en þeim fer
sífellt fjölgandi og njótum við
þess heiðurs að fá þá marga til
okkar í mat eða drykk í miðjum
hjóla túrum.“
þrír lykilþættir
stjórnunar
Hvaða þrír lykilþættir í stjórn
un finnst þér mikilvægastir?
„Ég myndi segja að það sé að
treysta starfsfólkinu, leiða en
ekki stjórna og að sýna sann
girni. Góð framkoma og till
its semi skilar sér alltaf, í öll um
samskiptum.“
Er einhver íslenskur leiðtogi
sem hefur hrifið þig vegna
stjórnkænsku?
Svafa Grönfeldt og Guðrún
Högnadóttir koma upp í hug
ann en þær eru einmitt hluti
af þeim ótalmörgu flottu HR
ingum sem ég hef fengið að
vinna með undanfarin ár.“
Dagbjört Fjóla Hafsteinsdóttir, unnur María Haraldsdóttir, íris Steindórsdóttir, Lyudmyla Gladkaya,
Guðríður María Jóhannesdóttir, Þóra Rebekka Karlsdóttir, Margrét Rúnarsdóttir, Ólöf Kolbrún
Ragn arsdóttir, Auður Þórarinsdóttir og Kristín Lív Svabo.
Metnaður í matargerð nauthóls er falinn í fersku og fjölbreyttu
hráefni og öll umgjörð veitingastaðarins er einstaklega smekkleg.
„Helsta nýjungin í sumar
eru bláskeljafimmtu dagar.
Alla fimmtudaga á meðan
birgðir endast verður boðið
upp á bláskel úr Breiðafirði
og að sjálfsögðu verður hvít
vínið ekki langt undan.“