Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 157
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 157
verkfræðingar og
stærðfræðingur
Guðbjörg er með B.Sc.próf í
vélaverkfærði og meistarapróf
í iðnaðarverkfræði frá Háskóla
Íslands. Hún hefur unnið hjá
Marel í fjögur ár og er verk
efnastjóri í vöruþróun í fisk
iðnaðarsetri Marels.
Stella er með sveinsbréf í
húsa smíði og er með B.Sc.próf
í stærðfræði frá Háskólanum
í Reykjavík. Hún hefur unnið
hjá Marel í þrjú ár við hug bún
aðargerð FleXicut.
Þórdís er með B.Sc.próf
í véla verkfærði frá Háskóla
Íslands og M.Sc.próf í verk
fræði frá Chalmers í Gautaborg
með sérhæfingu í vöruþróun.
Hún hefur unnið hjá Marel í
tvö ár og er teymisþjálfari (e.
Agile Coach) fyrir FleXicut
verk efnið, auk þess að sinna
öðr um verkefnum í vöruþróun.
Teymin notast við Scrum
vinnukerfi.
„Starf mitt byggist á Agileað
ferðafræði sem gengur út á að
gera verkefni teymanna sýnileg
og forgangsraða þeim. Það er
unnið í stuttum sprettum með
áherslu á endurgjöf og stöðugar
umbætur.“
Hvað kom þeim mest á óvart
þegar þær hófu störf hjá Marel?
„Það var hversu fáar konur
vinna hérna miðað við hvað
Marel er fjölmennur vinnu
stað ur,“ segir Stella. Hér á
landi eru starfsmenn um 550
en á alþjóðavísu um 4.000.
„Mér var sagt að ég væri fyrsta
kon an sem fengi starf sem for
ritari hjá fyrirtækinu og það
kom mér á óvart. Marel var
drauma vinnustaður margra
stelpna sem voru með mér í
há skólanáminu þannig að ég
skildi ekki hvers vegna engin
kona hafði unnið við það starf
hér. Ég held að ábyrgðin sé
beggja vegna – stelpur eru
kannski hræddari við að taka
af skarið og sækja um og við
mætt um eflaust vera duglegri
að kynna þessi störf fyrir
konum.“
Fjölbreytni fylgir
konunum
Mun fleiri karlar vinna í
tækni geiranum en konur og
þar á meðal í Marel. Hvað
ætli kon unum þremur finnist
konur koma með í þann geira
miðað við karla?
„Svo virðist sem konur og
karlar tali stundum ekki sama
tungumálið. Ég rek mig oft á
að horfa á hlutina allt öðrum
augum en karlar og tel því
tvímælalaust að konur auki
fjölbreytni. Þess er þörf í stóru
og flóknu verkefni sem þessu,
það leysist ekki á fáum hönd
um,“ segir Stella
„Teymisvinna er gríðarlega
mikilvæg í svona stórum
verk efnum,“ segir Guðbjörg,
„dína míkin er öðruvísi ef fjöl
breytnin innan teymisins er
mikil.“
„Mér finnst teymisandinn
skipta miklu máli. Það skiptir
máli að fólki líði vel í vinnunni
og á endanum kemur það út
í útkomu verkefnisins,“ segir
Þórdís, og upplifir að teymis
andi sé góður í blönd uðum
teymum sem þessu.
vöruþróun spennandi
Þær eru sammála því að spenn
andi sé að vinna við vöruþróun
og að konur eigi mikið erindi í
þann geira.
„Þetta verður aldrei reglu
bundið og leiðinlegt starf,“
segir Stella. „Það er alltaf eitt
hvað nýtt í gangi. Ég veit til
dæmis ekki nákvæmlega hvað
ég er að fara að gera á morgun
eða hinn daginn. Þetta verður
aldrei rútínustarf.“
„Ég er sammála Stellu um að
leiðinlegt verður þetta aldrei,“
segir Guðbjörg. „Það er alltaf
mikið í gangi. Í vöruþróun
gerast hlutirnir; við erum að
búa til eitthvað nýtt og gera
hluti sem aldrei hafa verið
gerðir áður.“
„Ég er sammála þeim,“ segir
Þórdís. „Fjölbreytileikinn er
mikill og hvað þetta verk efni
varðar finnst mér áhugaverð
þessi tengsl milli markaðar og
þróunar. Vöru þró unarsam starf
ið við viðskiptavini okkar er
mjög skemmtilegt og mikilvægt
enda þróum við mikilvægar
lausnir sem þessar í góðu og
nánu samstarfi við okkar við
skiptavini.“
vantar fleiri konur í
vöruþróun
Guðbjörg segir að það vanti
konur sem fyrirmyndir til að
kon ur sæki meira í vöru þró
unargeirann.
„Ef maður ber saman starfs
umsóknarferlið hjá konum
og körlum,“ segir Stella, „þá
sækja konur síður um af því að
þeim finnst þær ekki uppfylla
allar kröfur sem tilgreindar
eru í starfslýsingunni. Sumir
karlar myndu hins vegar marg
ir hverjir sækja hiklaust um
þótt þeir uppfylltu engar af
þeim. Stelpur gætu þurft að
til einka sér þetta meira og vera
óhræddari við að hoppa út í
djúpu laugina. Ég gerði það
allavega þegar ég sótti um hjá
Marel og ég sé ekki eftir því.“
„Það er mjög gefandi og
krefjandi að vinna við ný sköp
un,“ segir Þórdís. „Þar reynir á
að skilja þörfina á markaðnum
og skilja hvaða tækni er hægt
að nota til að búa til vöru sem
leysir þörfi na. Hér í Marel erum
við að vinna að því markmiði
að gera matvælaframleiðendum
út um allan heim kleift að
framleiða matvæli með betri og
sjálfbærari hætti. Loka afurðin,
sem okkar tæki og kerfi fram
leiða, er matur og neyt endur
hans eru allt sam félagið, konur
jafnt sem karlar. Konur eiga því
fullt erindi í vöruþróun þessara
lausna.“
„Við horfum til framfar
anna sem fyrirtæki ná í
vinnslunni með kaupum
á FleXicut; fjöl breyttara
vöruúrvals, aukinna
afkasta og minni þarfar
fyrir sérþjálfað vinnuafl.
Allt þetta gerir að verkum
að endur greiðslu tími
vélarinnar er vel innan
ásættanlegra marka.“
FleXicut-vélin sem mun
umbylta hvítfisksvinnslu.