Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 159
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 159
fjölgandi í takt við öran vöxt
fyrirtækisins. „Við erum því
ávallt með marga bolta á lofti í
einu og oft er mikil tímapressa.
Því skiptir gott skipulag, fag
mennska og gæði öllu máli, sem
og að sjálf sögðu sam skipta
hæfni og skiln ingur á mis mun
andi menn ingu landa.“
medis: sala til þriðja
aðila mikilvægur hlekkur
Hildur Ragnars,
framkvæmdastjóri
vörustjórnunarsviðs Medis
Medis er dótturfyrirtæki Acta
vis og er sölueining sem sér
um að selja hugvit og fram
leiðslu Actavis til annarra
lyfja fyrirtækja. Medis er með
skrif stofur í níu löndum og eru
starfs menn um 100, þar af um
80 í höfuðstöðvunum á Íslandi.
Viðskiptavinir Medis eru yfir
300 í 150 mismunandi lönd um
og er veltan tæpir 60 millj arð
ar íslenskra króna: „Medis
selur á hverju ári yfir sex
millj arða taflna sem eru fram
leidd ar í yfir 20 mismunandi
lyfja verksmiðjum og það er
því oft í mörg horn að líta.
Megin verkefni okkar er að af
henda rétt lyf á réttum tíma
þar sem sjúklingar víða um
heim þurfa að geta treyst á
gæði og áreiðanleika okkar.
Agi og metnaður til að ná
árangri skipta miklu máli en
við leggjum líka mikið upp úr
því að hafa gaman í vinnunni
enda teljum við það stuðla
að auk inni starfsánægju sem
skilar sér í betri afköstum.
Medis er stærsta fyrirtæki
sinnar tegundar í heiminum
og hefur verið starfrækt í 30 ár
hér á landi. Medis er gríðar
lega mikilvægur hlekkur
inn an Actavissamstæðunnar
– styrkir landfræðilega stöðu
fyrir tækisins, stuðlar að betri
nýtingu þróunar og fram leiðslu
kostnaðar og hámarkar mark
aðs hlutdeild í hverju landi.“
mikilvægasta lyfjaþró un -
arsetur samstæðunnar
utan bandaríkjanna
Þóra Björg Magnúsdóttir,
framkvæmdastjóri
þróunareiningar á íslandi
„Þróunareiningin á Íslandi
er ein af 16 þróunareiningum
fyrirtækisins fyrir samheitalyf
og sérhæfir sig í þróun á töflum
og hylkjum fyrir alþjóða
mark aði. Það má segja að hér
á landi sé mikilvægasta þró
unar setur samheitalyfja fyrir
Actavissamstæðuna utan
Bandaríkjanna. Hér starfa um
70 manns við rannsóknir og
þró un, frábærir vísindamenn og
tæknifólk með mikla reynslu og
hæfni á sínum sviðum.
Þróunarferlið er flókið og
getur tekið allt frá níu mán uð
um upp í tvö ár, eftir því hversu
flókið lyfjaformið er. Lyfin þurfa
að uppfylla sömu kröfur um
verkun og gæði og frum lyfið
og þarf því mikla og sérhæfða
þekkingu til að það gangi upp.
Þá er um að ræða þróun á
lyfjum sem fara í fram leiðslu hjá
verksmiðjum Actavis erlendis,
svo sem í Bret landi, Búlgaríu,
Indlandi eða Indónesíu.
Við erum t.a.m. mjög stolt
af þeim góða árangri sem við
höfum náð í þróun lyfja fyrir
Japansmarkað.
Samheita lyfja markaðurinn
þar í landi er fremur ungur og
kröfur á suma þætti þróunar
mun umfangs meiri en í Evrópu.
Þegar horft er til framtíðar tel
ég tækifærin liggja í því að auka
breiddina í þróuninni, það er
að þróa flóknari lyfjaform og
skapa þann ig enn meiri sér
stöðu þró unar einingarinnar á
Íslandi inn an fyrirtækisins.“
starfsstöð actavis á
íslandi í fararbroddi í
jafnréttismálum
Harpa Böðvarsdóttir, sviðsstjóri
starfsmannasviðs
„Starfsmannasvið Actavis á
Íslandi vinnur þvert á þær ein
ingar sem eru hér á landi og
ber ábyrgð á starfsmanna og
mann auðsmálum sem og
þróun skipulagsheildanna til
fram tíðar. Á sviðinu eru 20
starfsmenn. Það getur verið
mikil áskorun að sinna mann
auðsmálum hjá svo mis mun
andi einingum þar sem eðli
starf seminnar og þarfir eru
ólíkar. Þessi fjölbreytni er hins
vegar líka það sem gerir starfið
okkar hvað skemmti legast.
Starf okkar spannar alla virðis
keðju fyrirtækisins – allt frá
þróun til sölu, sem og allar
stoðeiningar fyrirtækisins.
Mann auðsstarfið er fyrst og
fremst unnið í gegn um stjórn
endur fyrir tæki sins sem eru um
60 talsins á Ís landi en einnig
eru um 30 stjórn end ur erlendis
sem bera ábyrgð á starfsfólki
eða starfsemi á Íslandi.
Mikil fjölbreytni er innan
stjórnendahóps Actavis og
staða kvenna sterk innan fyrir
tækisins. Hjá starfsstöð fyrir
tækisins hér á Íslandi hefur að
mínu mati ávallt verið ákveðinn
undirtónn sem hefur frekar
stutt við framgang kvenna
heldur en hitt og við höf um í
gegn um tíðina haft hér mjög
öflugar kvenfyrirmyndir í
stjórn unarhlutverkum. Actavis
á Íslandi og Medis hlutu á
dögunum gullmerki jafn
launa úttektar PwC. Við erum
stolt af þessari viðurkenningu
sem er mikilvæg staðfesting
á því að innan fyrirtækisins
hafi verið unnið ötullega að
jafnréttismálum í gegnum tíð
ina og er okkur hvatning til
að halda áfram á sömu braut.
Þá erum við eina starfsstöð
Actavis sem er aðili að jafn
réttissáttmála Sameinuðu þjóð
anna og má því segja að við
séum til fyrirmyndar á þessu
sviði innan samstæðunnar.“
„Medis selur á hverju ári
yfir sex milljarða taflna
sem eru fram leidd ar í yfir
20 mismunandi lyfja
verksmiðjum.“
„Mikil fjölbreytni er
innan stjórnendahóps
Actavis og staða kvenna
sterk innan fyrir tækisins.“
„Þróunarferlið er flókið
og getur tekið allt frá níu
mán uð um upp í tvö ár,
eftir því hversu flókið
lyfjaformið er.“
Hildur Ragnars.
Harpa Böðvarsdóttir.
Þóra Björg Magnúsdóttir.