Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 161
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 161
framúr skarandi konum ólöst
uðum. Hún var mikill braut
ryðjandi fyrir aðrar konur og
sýndi að þeim eru allir vegir
færir. Aðrar konur sem koma
upp í hugann eru t.d. Jóhanna
Sigurðardóttir, Rannveig Rist
og Kristín Ingólfsdóttir.“
unnið í anda jafnræðis
Teljið þið að konur hafi raun
verulega jafnan rétt og karlar
til starfsþróunar og starfs
frama innan fyrirtækja?
„Þær hafa vissulega sama rétt
en vafalítið hafa þær ekki sömu
tækifæri í öllum fyrirtækjum.
Eflaust er þetta því miður mjög
misjafnt milli starfsgreina eða
fyrirtækja í landinu og veltur
það þá fyrst og fremst á stefnu
fyrir tækisins og stjórnenda
þess. Einnig þurfa konur að
vera öflugar í því að sækjast
eftir meiri starfsframa og/eða
auk inni ábyrgð.
Starfsmannastefna Hörpu
segir að unnið skuli í anda jafn
ræðis. Mikið er lagt upp úr því að
konur og karlar hafi sömu tæki
færi til starfsframa og launa.“
í stöðugri þróun
Hvaða árangur eruð
þið ánægðastar með
innan fyrirtækis ykkar á
undanförnum árum?
„Við erum einstaklega stoltar
af því hvernig tekist hefur til að
gera Hörpu að húsi allra lands
manna. Hér eru haldnir mjög
fjölbreyttir viðburðir sem laða
til sín fjölbreytta hópa gesta.
Við erum einnig ein stak lega
stoltar af innviðum Hörpu, að
við getum tekið á móti jafn
fjölbreyttum og ólíkum við
burðum og raun ber vitni og er
það ekki síst að þakka okkar
framúr skarandi og reynda
starfs fólki, sem býr yfir þeirri
fag þekkingu sem til þarf.
Harpa er ungt fyrirtæki og er
í stöðugri þróun varðandi þjón
ustuframboð fyrir þann fjöl
breytta hóp sem sækir þangað
þjónustu og upplifun. Mest
þró un og aukning hefur þó
orðið í tengslum við viðburði
og þjónustu sem höfða til
þeirra fjölmörgu ferðamanna
sem heimsækja húsið. Sem
dæmi má nefna að búið er að
setja upp í Hörpu Exposkál
ann sem búinn var til fyrir
Heims sýninguna í Shanghai,
skoð unarferðum hefur verið
fjölgað og aðlagaðar að óskum
viðskiptavina, tónleikum og
sýningum sem höfða til ferða
manna hefur verið fjölgað auk
þeirra fjölmörgu rekstraraðila
sem bjóða upp á margvíslega
þjónustu við gesti.“
Hverjir eru helstu viðskipta
vinir Hörpu?
„Helstu viðskiptavinir Hörpu
eru fastir notendur, Sin fóníu
hljómsveit Íslands og Ís lenska
óperan, fjölmargir tón leika
haldarar, ráðstefnu og við
burða skipuleggjendur auk inn
lendra og erlendra fyrir tækja af
öllum stærðum og gerð um. Þeir
rekstraraðilar sem hafa fasta
starfsemi í Hörpu eru einnig
meðal okkar við skipta vina en
fyrst og fremst sam starfsaðilar.
Eftirspurnin hefur aukist jafnt
og þétt frá opnun og er enn að
aukast.
Áskorun okkar felst í að nýta
húsið allt með sem bestum og
fjölbreyttustum hætti.“
lykilþættir stjórnunar
Hverjir eru þrír lykilþættir
stjórnunar að ykkar mati?
„Traust, gagnkvæm virðing og
uppbyggileg samskipti.“
hlutverk hörpu
Hlutverk Hörpu, samkvæmt
eigendastefnu, er að efla mann líf
og vera vettvangur fyrir tón list
ar og menningarlíf sem og hvers
konar ráðstefnur, fundi og sam
komur, innlendar og erlendar.
Hlutverk hússins er jafnframt
að vera miðstöð mannlífs
í miðborg Reykjavíkur og
áfanga staður ferðamanna, inn
lendra og erlendra, sem vilja
kynna sér bygginguna, arki tektúr
hennar og listaverk í húsinu.
Hlutverk sitt rækir félagið
einkum með því að leigja út sali
og rými til tónlistarviðburða,
ráðstefnuhalds og funda og
tengdrar starfsemi á sam keppnis
hæfu verði, og með því að standa
fyrir samstarfs verk efn um og
eigin verkefnum eftir því sem
rekstur félagsins leyfir. Harpa er
hús allra landsmanna.
Harpa á Menningarnótt.
Arctic Circle-ráðstefnan er haldin árlega í Hörpu.
Gleði og gaman á Barnamenningarhátíð í Hörpu.
„Starfsmannastefna Hörpu
segir að unnið skuli í anda
jafnræðis. Mikið er lagt
upp úr því að konur og
karl ar hafi sömu tæki færi til
starfsframa og launa. Hlut
fall kvenna í fram kvæmda
ráði Hörpu er hærra en
karla og það sama á við um
stjórn þar sem fleiri konur
en karlar sitja.“