Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 175
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 175
Þjóðfélag hÚsfreyjunnar
Þetta frumbyggjaeinkenni samfélaga í ólík
um heimshornum getur því hafa leitt til þess
að ekki þótti tiltökumál þótt konur kysu full
trúa til trúnaðarstarfa. Það voru enda ekkjur
sem stóðu fyrir búi sem fyrstar máttu kjósa á
Íslandi. Kaupmannsekkjan Vilhelmína Lever
á Akureyri kaus fyrst íslenskra kvenna.
Þannig náðu íslenskar konur, eins og stöll ur
þeirra í löndum sem bjuggu við líka atvinnu
hætti, kosningarétti í áföngum og á þeim
sviðum þar sem þær voru virkar hvort eð var
– eins og til dæmis í hreppsmálum eða við
að gæta hagsmuna heimilanna.
Þetta kemur líka fram þegar kosningaréttur
kvenna var samþykktur á Alþingi fyrst árið
1911 og svo aftur 1915 þegar fyrsta áfanga
var náð. Andstaðan var lítil. Tilraun Alþingis
árið 1911 hlaut ekki staðfestingu konungs
þá enda hluti af stjórnarskrárbreytingu sem
konungur hafnaði í heild sinni.
eKKi Á móti en lafhræddir
Karlarnir á þingi voru í hvorugt skiptið á
móti kosningarétti kvenna. Að vísu voru
alltaf raddir bæði inni á þingi og í blöðum
lands manna um að staða konunnar væri inni
á heimilinu og svo framvegis en karlarnir á
þingi voru almennt ekki á móti við umræð
urnar 1911 og 1915. En þeir voru hræddir.
Óttinn var ekki ástæðulaus því allt eins
gat farið svo að konur rændu völdum!
Við bæjarstjórnarkosningarnar 1908 hlaut
listi kvenna, stofnaður í krafti nýfengins
kosninga réttar þar, flest atkvæði og ríflega
fjórðung fylgis. Karlarnir voru sundraðir á
eigi færri en þrettán framboðslista vegna
hefðbundins ósættis allra við alla. Konurnar
stóðu saman um einn lista. Þetta bauð upp á
hreina kynskiptingu í pólitíkinni og körlunum
þá nauðugur einn kostur að standa saman
eða grípa til annarra ráða.
Svokölluð sjálfstæðisbarátta áranna á
undan hafði leitt til meira og minna óskiljan
legra og persónulegra deilna milli karlanna
í pólitíkinni. Nú stóðu þeir allt í einu frammi
fyrir sameiginlegri ógn: Konurnar voru mætt
ar sameinaðar á völlinn. Kvennalistinn 1908
var myndaður af fernum helstu samtökum
kvenna.
forvarnastarf Á Þingi
Og nú voru góð ráð dýr. Hvað bar að gera?
Svo virðist sem Jón alþingsimaður frá Múla
Jónsson hafi fyrstur bent á ráðið. Það var
þegar við umræðurnar um kosningaréttinn
árið 1911. Jón lagði til takmarkanir á kosn
ingarétti kvenna þannig að aðeins fertugar
konur og eldri mættu kjósa fyrst og lækka
svo kosn ingaaldurinn um eitt ár á ári upp
frá því til ársins 1931 þegar kosningaréttur
yrði jafn. Með þessu móti kæmi ekki svo
mikill kvenna skari inn á kjörskrá á einu ári
að samfé laginu stafaði hætta af. Hann var
ekki á móti kosningaréttinum en benti á
mótvægis aðgerð.
„Engin menntuð þjóð hefur þorað að
gera þessu líka tilraun,“ sagði Jón frá Múla
um jafnan kosningarétt karla og kvenna.
Hann nefndi dæmi, einmitt frá hinu strjál
býla Wyom ing í Ameríku, um að ef jafnrétti
næðist á löngum tíma væri hættunni afstýrt. Í
Wyoming var kosningaréttur kynjanna orðinn
jafn en samfélagið ekki hrunið.
Jón frá Múla talaði þarna í fyrstu fyrir
dauf um eyrum kynbræðra sinna en þegar
kosn ingaréttur kvenna var loks í höfn 19. júní
1915 voru þingmenn almennt á hans máli
og settu kosningaaldur kvenna við fjörutíu ár
ólíkt því sem var í öðrum löndum. Hafa ber í
huga að samfélagið var mjög íhaldssamt og
á Íslandi viðgekkst að takmarka mannréttindi
meira en í nálægum löndum.
hættan nærtæK og
raunveruleg
Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra, sá
að þetta var þjóðráð hjá nafna hans frá Múla
og vísaði til hættunnar sem stafaði af miklu
kjörfylgi kvennalista í Reykjavík: „Að minsta
kosti höfum við Reykvíkingar dæmi fyrir okk
ur í þessu,“ sagði hann skelkaður. Karlarnir
óttuðust beinlínis samstöðu kvenna eftir
kosn ingasigurinn 1908.
Hættunni á valdaráni kvenna var því bægt
frá í bili en aldursákvæðið fellt niður árið
1920. Þetta sérstæða ákvæði skýrist líka af
því að konur voru þegar orðnar áberandi á
lægsta sjórnsýslustiginu, og kosningabarátta
þeirra var betur skipulögð en hjá körlunum.
Konur í Reykjavík höfðu tekið upp þá aðferð
að ræða við allar atkvæðisbærar konur fyrir
kjördag – maðurámannkosningabarátta
– en karlarnir einbeittu sér að fúkyrðum í
blöðunum og yfirboðum í sjálfstæðismálinu.
Konur höfðu og áður náð verulegum ár angri
í að safna undiskriftum þar sem kosninga
réttar var krafist. Yfirlýstir andstæðingar
kosningaréttar kvenna voru fáir og hjáróma
á þessum umbrotatímum þótt efasemdir
um hæfileika kvenna til landsstjórnar væru
útbreiddar.
sKortur Á ÞrosKandi barÁttu
Baráttan var friðsöm. Það lá aldrei við átök
um baráttukvenna og lögreglu eins og gerð
ist í útlöndum þar sem „súffragettur“ voru
fangelsaðar eins og hverjir aðrir anarkistar
og kommúnistar. Það var borgarmenning að
slást á götunum en á Íslandi var engin borg
frekar en í Wyoming þar sem konur höfðu
fengið kosningaréttinn baráttulítið. Sveita
menn slást ekki nema þeir séu svangir.
sumum þótti þetta miður. í fyrsta
tölublaði 19. júní skrifaði inga lára
lárusdóttir ritstjóri:
„Réttursá,erosshefirveriðfenginní
hend ur, ætti að vera oss öllum dýrmætur,
og ekki ætti það að draga úr gildi hans,
að vér höfum fengið hann án þess að um
nokkra verulega fyrirhöfn sé að tala frá
vorri hendi. Vegna þess höfum vér farið
á mis við þann þroska er leiðir af því að
berjast góðri baráttu, og þurfum eigi að
blygðast vor fyrir að játa það, að vér erum
í mörgu stutt á veg komnar og að þekking
vor á þjóðfélagsmálum nær skammt.“
Kvennalistar Á undanhaldi
Þetta var árið 1917, tveimur árum eftir að
konurnar fengu kosningaréttinn. Inga Lára
vísaði og til þess að nú væru byltingartímar
um allan heim – febrúarbyltingin í Rússlandi
afstaðin – en íslenskar konur skammt á veg
komnar þótti henni.
Árangur kvenna í kosningum var umtals
verður næstu árin og sennilega frækileg
astur árið 1922 þegar konur buðu í fyrsta
sinn fram lista kvenna við kjör landskjörinna
þingmanna til Alþingis. Þá kom Ingibjörg
H. Bjarnason inn á þing fyrst kvenna. En
eftir þetta hverfa kvennalistarnir smátt og
smátt úr sögunni um langa hríð og ógnin af
valdatöku kvenna dvínaði með tíð og tíma
rétt eins og Jón frá Múla hafði spáð.
Þjóðfélag áranna milli stríða var líka mikið
breytt frá því verið hafði fyrir heimsstyrjöldina
fyrri. Danskíslenska borgarastéttin, með fjöl
skyldufyrirtækjunum sínum, kvenréttindakon
unum og nánum tengslum við útlönd, missti
sambandið og móðurlandið og þurrkaðist
nánast út í erfiðleikum stríðsins. Nýjar róttæk
ar kvenréttindakonur komu því ekki fram á
sjónarsviðið fyrr en áratugum síðar.
„Karlarnir óttuðust beinlínis samstöðu
kvenna eftir kosningasigurinn 1908.“