Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Qupperneq 179

Frjáls verslun - 01.05.2015, Qupperneq 179
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 179 Kom heim með hugmyndina Það voru karlar sem veittu konum kosningaréttinn. Það þýðir þó ekki að konur hafi horft þögular á. Alls ekki. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var helsta baráttukonan fyrir rétti kvenna til að kjósa og baráttu- aðferðir hennar skiluðu árangri. Bríet Bjarnhéðinsdóttir og kosningaréttur kvenna: TexTi: GíSli KriSTJánSSon B tíet Bjarnhéð­ins dóttir var kjör in vara maður lands kjörinna í kjör dæmakosn ­ingunum haustið 1916 en tók aldrei sæti á Alþingi. Ingibjörg H. Bjarnadóttir var fyrsta konan sem settist á þing 1922. Bjarn­ héðinsdóttir flutti einn kunnasta fyrirlestur sem haldinn hefur verið á Íslandi. Húsfyllir var í Góð templara húsinu í Reykjavík – Gúttó – og þar talaði Bríet fyrir fullu húsi um menntun og launakjör vinnukvenna. Þetta var árið 1887, sem kalla má upphaf kvenfrelsisbaráttu á Íslandi þótt bæði Bríet og nokkrir karlar hefðu áður skrifað blaðagreinar um stöðu kvenna. En kosningaréttur kvenna var ekki umræðuefni Bríetar að þessu sinni. Það var enn bara útlend hugmynd. Síðar komst Bríet í kynni við erl endar kven réttindakonur og þá komst málið á dagskrá með nýrri öld. Kven réttindafélag Íslands var hugar fóstur hennar og stofnað árið 1906 eftir ferð á kvennaþing í Kaupmannahöfn. Þá var Bríet orðin fimmtug. fann fyrir óréttlætinu Bríet var bóndadóttir úr Húna­ vatnssýslu, fædd árið 1856. Hún varð ung að taka við heimilis­ stjórn við veikindi móður sinnar. Þá og æ síðan var staða kvenna henni hugleikin: Aðstöðuleysi og launamisrétti kvenna saman­ borið við karla. Að mörgu leyti var líf Bríetar líkt lífi ungra stúlkna á þessum tíma. Hún tók ung að sér heimili; varð ung vinnukona; komst í kvennaskóla; varð kennslukona hjá kaupmannsfjölskyldu og þáði fyrir vinnu sína minni laun en karlar en varð að vinna lengri vinnutíma því þjónustustörf á heimilunum bættust við önnur verk stúlknanna. Bríet var ógifta kennslukonan þegar hún kom til Reykjavíkur árið 1887 en þá þegar komin með brennandi áhuga á jafn ­ réttis málum og búin að afla sér töluverðrar menntunar með sjálfsnámi. Hún þekkti rit Johns Stuarts Mills um Kúgun kvenna og las bæði Brandes og Ibsen. lof sKÁldanna Hugmyndir hennar, eins og þær birtust í ræðu og riti næstu árin, mættu ekki andstöðu karla. Þvert á móti hlaut hún hvatn ­ ingu helstu menningarfrömuða landsins. Þjóðskáldin Grímur Thomsen, Matthías Jochumsson og Hannes Hafstein studdu hana. Og Briet giftist ritstjóran­ um Valdimar Ásmundssyni, róttækum menntamanni, og hóf sjálf útgáfu Kvennablaðsins. Opinber viðurkenning var hins vegar meira í orði en á borði því þjóðfélagið í heild var afar íhaldssamt, mannréttindi í land inu almennt takmörkuð og bundin við fjárhagslegt sjálf­ stæði. Það gerðist í raun og veru lítið næstu árin. Annað þó en það að mennta ­ mönnum fjölgaði; blöð urðu fleiri og umræður opnar. Þegar Bríet kom heim úr annarri utanlands ­ ferð sinni 1906 stofnaði hún Kvenréttindafélagið með 15 konum sem allar tengdust þess­ ari menningarelítu í Reykjavík og kaupstöðum landsins. Blöðin voru á þeirra bandi enda eigin­ mennirnir oft ritstjórarnir. Frá 1906 og til 1915 komst því verulegur skriður á þau baráttu­ mál sem Bríet hafði talað fyrir. Það eru jafnrétti til náms, jafnrétti til embætta og kosningaréttur til jafns við karla. Verr hefur hins vegar gengið að ná jafnrétti til launa. Bríet var þarna í foryst­ unni við upphaf skipulegrar kven réttindahreyfingar á Íslandi. Þessi barátta skilaði fyrst kosn­ ingarétti til sveitarstjórna og sigri Kvennalistans við bæjar stjórn ar­ kosningarnar í Reykjavík 1908. Bríet tók þá sæti í bæjarstjórn. Síðan kom jafnrétti til náms og embætta árið 1911 og raunar var kosningaréttur til Alþingis líka samþykktur það ár en hlaut ekki staðfestingu konungs. Kosn ingaréttur kvenna með 40 ára aldurstakmarki tók svo gildi 19. júní árið 1915. vaxandi andstaða Bríet var í forystu kvenna í bæjar stjórn fyrsta áratuginn en síðan fór að bera á klofningi og andstöðu við Bríeti sem var höll undir Alþýðuflokkinn. Börn henn­ ar urðu áberandi í Alþýðuflokkn­ um, Laufey Valdimarsdóttir og Héðinn Valdimarsson, formaður flokksins og forseti ASÍ.Þannig mætti Bríet smátt og smátt meiri andstöðu. Hún bauð sig fram til þings við landskjör árið 1916 og náði fyrsta varasæti en vegna mikilla útstrikana féll hún niður um sæti og fór ekki á þing og ekki heldur við framboð árið 1926. Það voru ekki allir sáttir við þessa baráttukonu. Hún var of róttæk kvenréttindakona. Hún stóð meðal annars að stofnun Verkakvennafélagsins Framsókn­ ar í Reykjavík haustið 1914. Ákveðin háðung var líka fólgin í því að gufuvaltari Reykjavíkur­ bæjar var og er kallaður Bríet. Hún beitti sér ásamt fleirum fyrir því í bæjarstjórn að kaupa gripinn árið 1912 og uppnefnið bendir til að körlunum hafi þótt Bríet of fyrirferðarmikil. Bríeti hlotnaðist þó sá heiður að fá riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1928 og hún hélt áfram að berjast fyrir jafnrétti allt fram í andlátið en hún lést árið 1940, 84 ára gömul, og hafði þá verið ekkja í 38 ár. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Hún var móðir þeirra Héðins Valdi - marssonar, formanns Alþýðu- flokksins og forseta ASí, og Laufeyjar Valdimarsdóttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204
Qupperneq 205
Qupperneq 206
Qupperneq 207
Qupperneq 208
Qupperneq 209
Qupperneq 210
Qupperneq 211
Qupperneq 212
Qupperneq 213
Qupperneq 214
Qupperneq 215
Qupperneq 216
Qupperneq 217
Qupperneq 218
Qupperneq 219
Qupperneq 220
Qupperneq 221
Qupperneq 222
Qupperneq 223
Qupperneq 224
Qupperneq 225
Qupperneq 226
Qupperneq 227
Qupperneq 228

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.