Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 183

Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 183
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 183 Þegar í kosningabaráttunni 1996 var hlutverk Guðrúnar sem maka stærra en verið hafði við fyrri forsetakjör. Hún tók virkan þátt í baráttunni, talaði á fundum og var í viðtölum. Áður höfðu makar frambjóðenda alltaf haldið sig til hlés og verið metnar utan frá eftir ásýnd og afspurn. Guðrún talaði sínu máli sjálf. Erlendir fjölmiðlar sögðu eftir kjördag að Íslendingar hefðu „keypt allan pakkann“. Hjónin voru kosin og víst er að hluti fylgis Ólafs Ragnars Grímssonar kom einmitt vegna þess að kjósendur vildu hjón á Bessa­ staði. Hugmyndirnar um „æðstu húsmóður lýðveldi sins“ voru þrátt fyrir allt lífseigar. Guðrún Katrín hafði fyrir 1996 gegnt mun sjálfstæðara hlutverki í samfélaginu en fyrirrennarar hennar. Hún vann sem framkvæmdastjóri Póstmannafélagsins og rak um tíma eigin verslun. Hún hafði og tekið þátt í sveitarstjórnarmálum og var á engan hátt dæmigerð fyrir húsmæður fyrr á tímum lýðveldisins. Á Bessastöðum gekk Guðrún Katrín inn í hlutverk forsetafrúarinnar eins og það hafði verið mótað allt frá upphafi lýðveldisins. Þjóðbúningurinn var á sínum stað og hún sameinaði flest það sem fólk hafði áður tengt við Bessastaði. Og í tíð hennar tók forsetafrúin sér einnig sjálfstætt hlutverk. Hún lét til sín taka á sviði menningar og lista, í velferðarmálum og í baráttunni gegn fíkniefnum. Þetta er hlutverk í ætt við það sem drottningar á Norðurlönd­ um hafa gegnt hin síðari ár og svo auðvitað Vigdís Finnbogadóttir. En Guðrún Katrín var ekki lengi á Bessa­ stöðum. Hún veiktist af hvítblæði rúmu ári eftir kosningarnar – sama sjúkdómi og varð banamein Dóru Þórhallsdóttur – og lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum 12. október 1998. Dorrit Moussaieff, forsetafrú frá 2003: Tvöfalt hlutverk Dorrit Moussaieff er önnur er­ lenda konan sem verður forsetafrú á Bessastöðum. Hin var Georgía Björnsson. En hún er hin fyrsta þeirra sem ekki býr þar að staðaldri. Hlut­ verk forsetafrúar hefur því breyst hin síðustu ár. Dorrit Moussaieff hefur verið forsetafrú frá 14. maí árið 2003 þegar þau Ólafur Ragnar gengu í hjónaband á sextugsafmælisdegi hans. Þau höfðu þá verið trúlofuð frá árinu 2000 og komið fram saman við embættis­ verk forseta. Það er nýtt að forseti kvænist öðru sinni og ný eiginkona verði að taka við skyldun­ um á Bessastöðum á forsetaferlinum. Það hefur Dorrit gert og fylgt hefðinni. Þjóðbúningurinn er á sínum stað og Dorrit hefur lagt sig fram um að læra tungumálið. Þau hjónin eru umtalaðir gestgjafar á Bessastöðum. Dorrit hefur einnig tekið upp verkefni sem forverar hennar hafa sinnt á sviði mennta­ og menningarmála. Hún hefur lagt sig fram um að koma íslensku listafólki á framfæri erlendis og nýtt þar sambönd sín. Og hún hefur stutt við íslensk fyrirtæki erlendis. Margt annað er ólíkt. Árið 2012 flutti Dorrit lögheimili sitt til Lundúna þar sem hún stundar viðskipti og þarf að sinna öldruðum foreldrum. Dorrit er því bæði forsetafrú á Bessastöðum og kaupmaður í Lundúnum. Dorrit Moussaieff fæddist 12. janúar 1950 í Jerúsalem en foreldrar hennar, Alisa og Shlomo Moussaieff, hafa í áratugi fengist við skartgripaviðskipti. Dóttirin hefur fetað í fótspor þeirra. Dorrit moussaieff er önnur erlenda konan sem verður forsetafrú á bessastöðum. Hún hefur lagt sig fram um að koma ís- lensku listafólki á framfæri erlendis og nýtt þar sambönd sín. Guðrún katrín Þorbergsdóttir, eiginkona Ólafs ragnars Grímssonar, veiktist af hvítblæði og lést á sjúkrahúsi í seattle í bandaríkjunum 12. október 1998. Í kosningabaráttunni 1996 var hlutverk Guðrúnar sem maka stærra en verið hafði við fyrri forsetakjör. Árið 2012 flutti Dorrit lögheimili sitt til Lundúna þar sem hún stundar viðskipti og þarf að sinna öldruðum foreldrum. Dorrit er því bæði forsetafrú á Bessa­ stöðum og kaupmaður í Lundúnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.