Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 197
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 197
margrét frímannsdóttir
Alþingismaður Suðurlands 19872003 (Alþýðubandalag, Samfylk
ingin) og Suðurkjördæmis 20032007 (Samfylkingin). Formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins 19881992 og þingflokks Samfylk
ingarinnar 20042006. Margrét var fyrsta konan sem gegndi embætti
formanns þingflokks Alþýðubandalagsins.
oddný g. harðardóttir
Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2009 (Samfylkingin). Formaður
þingflokks Samfylkingarinnar 20112012 og 20122013. Fjár mála
ráðherra 20112012 og fjármála og efnahagsráðherra 2012. Oddný
var fyrsta konan sem gegndi embætti fjármálaráðherra.
ragnhildur helgadóttir
Alþingismaður Reykvíkinga með hléum 19561991 (Sjálfstæðis
flokkur). Forseti neðri deildar 19611962 og 19741978. Mennta
málaráðherra 19831985 og heilbrigðis og trygginga málaráðherra
19851987. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta
neðri deildar Alþingis, menntamálaráðherra og heilbrigðis og trygg
ingamálaráðherra.
rannveig guðmundsdóttir
Alþingismaður Reyknesinga 19892003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur
jafnaðarmanna, Samfylkingin) og Suðvesturkjördæmis 20032007
(Samfylkingin). Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 19931994
og 19951996, þingflokks jafnaðarmanna 19961999 og þingflokks
Samfylkingarinnar 19992001. Félagsmálaráðherra 19941995.
Rannveig var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks
Alþýðuflokksins, Jafnaðarmanna og Samfylkingarinnar.
salome ÞorKelsdóttir
Landskjörinn alþingismaður Reyknesinga 19791983, alþingismaður
Reyknesinga 19831995 (Sjálfstæðisflokkur). Forseti efri deildar
19831987, forseti Sameinaðs þings 1991 og forseti Alþingis 1991
1995. Salome var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta efri
deildar Alþingis og forseta Alþingis.
sigríður anna Þórðardóttir
Alþingismaður Reyknesinga 19912003 og Suðvesturkjördæmis
20032007 (Sjálfstæðisflokkur). Formaður þingflokks Sjálfstæðis
flokksins 19982003. Umhverfisráðherra 20042006 og samstarfs
ráðherra Norðurlanda 20052006. Sigríður Anna var fyrsta konan
sem gegndi embætti formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
siv friðleifsdóttir
Alþingismaður Reyknesinga 19952003 og Suðvesturkjördæmis
20032013 (Framsóknarflokkur). Formaður þingflokks Framsóknar
flokksins 19951999 og 20072009. Umhverfisráðherra og sam
starfsráðherra Norðurlanda 19992004 og heilbrigðis og trygg
ingamálaráðherra 20062007. Siv var fyrsta konan sem gegndi
embætti umhverfisráðherra.
svanfríður jónasdóttir
Alþingismaður Norðurlands eystra 19952003 (Þjóðvaki, hreyfing
fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin). Formaður þing
flokks Þjóðvaka 19951996. Svanfríður var fyrsta konan sem gegndi
embætti formanns þingflokks Þjóðvaka.
valgerður sverrisdóttir
Alþingismaður Norðurlands eystra 19872003 og Norðaus
turkjördæmis 20032009 (Framsóknarflokkur). Formaður þingflokks
Framsóknarflokksins 19951999. Iðnaðar og viðskiptaráðherra
19992006, samstarfsráðherra Norðurlanda 20042005 og utanríkis
ráðherra 20062007. Valgerður var fyrsta konan sem gegndi em
bætti iðnaðar og viðskiptaráðherra, utanríkisráðherra og formanns
þing flokks Framsóknarflokksins.
Myndir frá hátíðarfundi í Alþingishúsinu síðdegis 19. júní. Eins og sjá má var góð mæting hjá Kvennalistakonum.