Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 204

Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 204
204 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 Melinda Gates, styrktarsjóði Bills og Melindu Gates: Melinda Gates er enn sem fyrr í þriðja sætinu og það vegna þess að hún er moldrík. Bill, maður hennar, er þó frægari og oftar í sviðsljósinu sem fyrirlesari og hugsuður. En Melinda stýrir styrktarsjóði þeirra í reynd. Áhrif hennar koma fram í gegnum stefnu sjóðsins. Það var hins vegar Bill sem aflaði auðsins í upphafi. Þau hjón einbeita sér nú að því að gefa peninga þar sem þeirra er mest þörf í fátækum og vanþróuðum ríkjum. Sumt er umdeilt sem þau gera. Melinda hefur þótt um of áhugasöm um einfaldar en áberandi aðgerðir til að bæta heilsu fólks í þriðja heiminum. Þetta eru t.d. herferðir til bólusetningar barna. Þær eru myndrænar en þróunarfræðingar segja að meiri þörf sé á að byggja upp heilbrigðisþjónustuna frá grunni. Árlega gefa þau Gates­hjón þrjá til fjóra milljarða Bandaríkjadala til góðverka. Melinda segir að sumt það sem þau hjón gefa fari í súginn en slíkt sé eðli góðverka; að taka áhættu þegar aðrir þora ekki. Janet Yellen, seðla ­ bankastjóri í Banda ­ ríkj un um: Það kann að þykja merkilegt að seðlabanka stjór inn skipar sætið á eftir Melindu Gates, sem þó er bara „prívat persóna“. En Janet Yellen er ekki áberandi utan fjár ­ málaheimsins. Hún er ekki sú sem oftast birtist á skjánum og ekki sú sem á flesta vini á Facebook. En áhrifin eru mikil og hún er fyrsta konan sem verður seðlabankastjóri vestra. Í einkalífinu fer lítið fyrir henni en fjármála­ menn og stjórnmálamenn fylgjast vel með henni. Hún hefur leitast við að grynnka á skuldum ríkisins með því að kaupa aftur skuldabréf sem gefin voru út í stórum stíl í tíð Georges W. Bush. Yellen vill ekki prenta seðla í óhófi. Varkár stefna hennar á mikinn þátt í að efna­ hagur er heldur á uppleið. Sýnileg batamerki gætu haft mikil áhrif á forsetakosn ingarnar á næsta ári. Það er jafnvel talað um vaxtahækk­ un í sumar, sem einnig er talið merki um að fjármál séu að ná jafnvægi. Mary Barra, forstjóri General Motors: Mary Barra er fyrsta konan sem tekur við stjórn eins af hinum stóru fyrirtækjum í bifreiðasmíði. General Motors var í djúpum skít þegar hún tók við stjórninni í fyrra, eftir að hafa verið hjá fyrirtækinu í meira en þrjá áratugi. Banvænn framleiðslugalli leiddi til þess að laga þurfti 30 milljónir bíla og reksturinn þótti ómarkviss og aðhaldslaus. Það hefur verið hlutverk Barra að rétta fánakerru bílaflotans af á veginum og það hefur tekist í mörgum atriðum. Í það minnsta er ekki lengur þörf á að horfa bara í baksýnisspegilinn. Núna á að hefja markaðssókn. Hugmyndin er að Cadillac verði á ný eftirsóttur lúxus­ bíll og það á að hreinsa til í framleiðslunni, loka sumum verksmiðjum og opna nýjar. Verkefnin eru stór en hrakspámenn, sem sáu fyrir fall Mary Barra úr einu höfuðvígi karlanna, verða að bíða enn um sinn eftir að spádómar þeirra rætist. 3 Sumt er umdeilt sem þau gera. Melinda hefur þótt um of áhugasöm um einfaldar en áberandi aðgerðir til að bæta heilsu fólks í þriðja heiminum. Þetta eru t.d. herferðir til bólusetningar barna. Hún hefur leitast við að grynnka á skuldum ríkisins með því að kaupa aftur skuldabréf sem gefin voru út í stórum stíl í tíð Georges W. Bush. Yellen vill ekki prenta seðla í óhófi. Það hefur verið hlutverk Barra að rétta fánakerru bílaflotans af á vegin­ um og það hefur tekist í mörgum atriðum. Í það minnsta er ekki lengur þörf á að horfa bara í baksýnis­ spegilinn. 4 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.