Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 219

Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 219
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 219 Hún er önnur í röðinni í hópi sjö syst kina. Faðir hennar vann sem bygg ingarverkamaður á meðan móðir hennar sá um heimilið. Hún fluttist fjögurra ára gömul til Frakklands ásamt foreldrum sínum og er að mestu alin upp í úthverfi Amiens í Norður­Frakk­ landi. Ömmur hennar eru frá Spáni og Alsír og hún elst upp í dæmigerðri múslimafjölskyldu, en segist samt ekki vera virkur múslimi. Eftir útskrift frá Institut d‘études politiques de Paris í stjórnmála­ heimspeki árið 2002 hellti hún sér í borgarstjórnmálin í Lyon og beitti sér sérstaklega í málum er varða fátækt og mannréttindi. Hún var kjörin í borgarstjórn ári síðar og sett yfir menningar mál; hún komst svo á þing 2008 þegar hún bauð sig fram í kjör dæmi Rónarsýslu með afar öruggt fylgi. Belkacem hefur séð um menn­ ingarpistla fyrir sjónvarp og varð snemma vinsæll álitsgjafi í fjölmiðlum. Hún kemur vel fyrir, er skýr, skelegg og öfgalaus. Geðþekk og vinsæl bæði meðal pólitískra samherja sem og and stæðinga og það kom því fáum á óvart þegar hún var valin í ríkisstjórn François Hollandes, bæði sem talskona ríkisstjórnar ­ innar og sem ráðherra jafnréttis­ mála, einungis 35 ára gömul. eKKi sæta góða stelpan Belkacem er vinsæl meðal al­ mennings og þykir afar glæsileg kona. Tísku­ og glamúrblöðin keppast við að skrifa um hana og birta myndir af henni. Margir hafa misskilið hana illilega og tekið henni sem sætu ungu stelpunni í ríkisstjórninni. En hún hefur oft sýnt að hér er á ferðinni harðskeyttur stjórnmálamaður. Hún er hvöss í orðaskiptum og ekkert lamb að leika við. Stelpa sem reif sig upp úr fátækt; inn­ flytjandi úr múslimafjölskyldu lætur engan vaða yfir sig. Hún þykir hafa ótvíræða leiðtoga hæfi ­ leika, er heiðarleg og föst fyrir og vinsæl meðal samstarfsmanna. Á bak við fallega brosið er dugn aðarforkur og vinnu hestur; í silkihanskanum leynist stálhnefi. Hún hefur mjög sterkar og ákveðnar skoðanir þegar kemur að fordómum og mannhatri og studdi mjög eindregið umdeild lög um eftirlit með hatursum­ ræðu á netinu á þessu ári; var fremst í flokki þegar lög sem leyfðu samkynhneigðum að giftast og ættleiða börn voru sam þykkt á franska þinginu. Sagði við það tilefni að þetta væri merkur áfangi í mannrétt­ inda baráttu og sögu Frakklands. Það er ekki síst í innflytjenda­ og menntamálum sem hún lætur til sín taka. „Það er þessu skólakerfi að þakka að ég fékk tækifæri til að mennta mig og komast áfram. Hugsjónir franska lýðveldisins: frelsi, jafnrétti og bræðralag eru ekki bara einhver orð á blaði. Þau eru í gildi. Ég er bein afleið ­ ing þeirra. Ég á allt að þakka hinu jákvæða og kraftmikla franska fjölmenningarsamfélagi sem okkur hefur tekist að skapa.“ Franskt menntakerfi hefur lagt mikla áherslu á að taka á móti mismunandi fólki af ýmiskonar þjóðerni. Og það er vísast til rétt hjá Belkacem – ferill hennar væri í raun óhugsandi án þeirrar góðu almennu skólagöngu sem hún naut í æsku. fulltrÚi nýrrar Kynslóðar Menntamálaráðuneytið er eitt stærsta, erfiðasta og mikilvæg­ asta ráðuneytið í frönskum stjórn málum. Það eru ekki auð ­ veld mál sem Belkacem þarf að glíma við: vaxandi fordómar og ofbeldi, niðurskurður og kreppa. Miklar hræringar hafa verið í frönskum stjórnmálum og öfgar virðast fara hratt vaxandi. Margir sjá Belkacem sem fulltrúa nýrrar kynslóðar; manneskju sem gæti tekið á þessum vandamálum; hinn rétta fulltrúa nýrrar franskrar kynslóðar. Ungt fólk virðist vera að yfir ­ gef a hin hefðbundnu stjórnmál, mætir ekki á kjörstað og hlustar ekki á langdregnar ræður mið ­ aldra karla í jakkafötum. Þetta er raunar að gerast um alla Evrópu. Stjórnmálamen virðast ekki leng ur ná til fólks. Á sama tíma þarf að glíma við mál sem snerta allan almenning: kreppu, flótta ­ menn og ýmiss konar árekstra heimamanna og innflytjenda. Í þessum málum hefur Belka­ cem rödd. Það er hlustað á hana. Hún hefur líka aðra fram­ komu en tíðkast: er frjálsleg og eðlileg í viðtölum, persónuleg og laus við tilgerð og uppskrúfað málfar. Hún hefur stundum sagt þegar rætt er um aðstæður inn­ flytjenda og fátækra: „Ég veit þetta, ég skil þetta vel – því ég hef sjálf verið þarna.“ Fordómar gegn múslimum, aröbum og öðrum minnihluta ­ hópum hafa farið vaxandi – sér í lagi eftir Charlie Hebdo­árásirnar í byrjun þessa árs. Þeir eru ekki margir, frönsku stjórnmálamenn­ irnir, sem þekkja þann veru leika af eigin raun að vera innflytjandi í nýju landi – en það gerir hún. Ýmsir hægriöfgamenn hafa reynt að nýta sér arabískan bak­ grunn hennar. Síðastliðinn vetur prýddi hún forsíðu hægriöfga­ blaðsins Minute, undir fyrirsögn­ inni „Marokkóski múslima­ menntamálaráðherrann“, og þær sögur fóru á kreik að hún hygðist gera arabísku að skyldugrein í frönskum grunnskólum – sem var algjörlega úr lausi lofti gripið. Önnur skyld blöð hafa kallað hana L‘Ayatollah eða æðsta klerk til þess að reyna draga úr miklum vinsældum hennar og trausti. „Þetta snertir mig lítið,“ segir hún. „Ég bið bara fólk um að reyna að ljúga ekki, vera heiðar­ legt og segja satt þegar stjórn­ mál eru annars vegar. Ég kalla eftir virðingu. Og má ég svo minna á það að fordómar eru ekki skoðun – þeir eru glæpur.“ Þessa dagana glímir hún við erfið verkefni við breytingar á aðalnámskrá framhaldsskól­ anna. Það er ekki auðvelt að breyta skólakerfinu en takist henni vel upp gæti hún vel boðið fram sem forseti á næstu árum – kannski ekki í næstu forseta­ kosningum, 2017, en 2022 gæti ef til vill orðið árið hennar. Belkacem hefur séð um menningarpistla fyrir sjón­ varp og varð snemma vin­ sæll álitsgjafi í fjölmiðlum. Hún kemur vel fyrir, er skýr, skelegg og öfgalaus. Þeir eru ekki margir, frönsku stjórnmálamenn­ irnir, sem þekkja þann veruleika af eigin raun að vera innflytjandi í nýju landi – en það gerir hún. Hún er alin upp í fátækrahverfi, braust til mennta, fann sig fljótt í stjórnmálum og ferillinn hefur síðan verið ein samfelld sigurganga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.