Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 223
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 223
J
ulianne Moore sópaði
að sér verðlaunum, m.a.
óskars verðlaunum fyrr
á þessu ári, fyrir leik
sinn í Still Alice þar sem
hún leikur háskóla kennara sem
fær alzheimer. Erfitt hlutverk sem
hún skilaði óaðfinnanlega. Aldrei
er að vita nema hún eigi eftir að
endurtaka leikinn á næsta ári fyrir
leik sinn í Freeheld, þar sem hún
leikur lesbíska konu á miðjum
aldri sem er með ólæknandi
krabba mein og berst fyrir því að
sam býliskona hennar fái lífeyri
hennar og eftirlaun þegar hún
fellur frá.
Það kemur engum á óvart sem
fylgst hefur með ferli Julianne
Moore að hún skuli taka að sér
krefjandi hlutverk og láta þau
auðveldari eiga sig. Og að leika
lesbíska konu er ekkert nýtt fyrir
henni. Hún lék slíkt hlutverk í The
Kids Are All Right (2010) þar
sem þær Annette Bening leika
lesbískt par sem hefur uppi á
sæðisgjafa tveggja barna þeirra.
Kvikmynd sem hlaut góðar
viðtökur.
Af öðrum nýlegum afrekum
Moore má nefna kvikmynd
Davids Cronenbergs, Maps of
The Stars, frá því í fyrra, þar
sem hún lék leikkonu sem leitar
sér hjálpar hjá sálfræðingi og
voru margir á því að hún hefði
frekar átt að fá óskarsverðlaunin
fyrir leik sinn í þeirri mynd en
Still Alice. Ekki var Moore án
verðlauna fyrir Maps to the Stars
og var valin besta leikkonan á
kvikmynda há tíðinni í Cannes í
fyrra. Með verðlaununum í Cannes
er hún önnur tveggja leik kvenna
sem hafa unnið leikara verðlaunin
á öllum stóru kvik mynda hátíð un
um í Evrópu (Cannes, Feneyjar,
Berlín). Sú sem varð á undan
henni er franska leikkonan Juliette
Binoche. Þá hlaut Moore mikið
hrós fyrir túlkun sína á Söru
Palin í sjónvarpsmyndinni Game
Change og fékk Emmyverðlaun
in. Inn á milli krefjandi hlutverka
hefur Julianne Moore tekið að
sér hlutverk sem reyna ekki eins
mikið á hana sem leikkonu, má
þar nefna Hunger Gamesmynd
irnar Mockingjay 1 og 2 þar sem
hún leikur forsetann Ölmu Coin.
Úr sÁpuóperu í KviK
mynd irnar
Julianne Moore fæddist 3. des
ember 1960 og var skírð Julie
Smith. Faðir hennar var háttsettur
í bandaríska hernum og móðir
hennar skoskur félagsráðgjafi
og var fjölskyldan í stanslausum
búferlaflutningum vegna vinnu
föðurins. Eftir flakkið hóf Moore
nám við háskólann í Boston og
lauk BAprófi í listum árið 1983.
Hún flutti þá til New York og sótti
leiklistarnámskeið um leið og
hún leitaði sér að vinnu. Þar náði
leiklistin yfirhöndinni í lífi hennar
og hún fékk nokkur lítil hlutverk í
leikritum utan Broadway, ekki þó
fyrr en hún var búin að skipta um
nafn. Hún hafði komist að því að
öll afbrigði nafns hennar höfðu
þegar verið skráð í leikaraskránni
þar í borg.
Fyrsta hlutverk Julianne Moore í
sjónvarpi var í þáttum sem nefnd
ust I’ll Take Manhattan. Þetta var
1987. Um sama leyti var henni
boðið hlutverk í sápuóperunni
As the World Turns sem var ein
þeirra þáttaraða sem eru á dag
skrá alla virka daga í bandarísku
sjónvarpi. Frammistaða hennar
í sápunni gerði það að verkum
að hún fékk Emmyverðlaunin
1988 fyrir leik sinn, svokölluð
Daytime Emmy. Moore sá fram
á að lítil framtíð væri í að leika í
sápuóperu og þótt launin væru
ágæt hætti hún og tók frekar þá
áhættu að reyna að fá hlutverk
í leikhúsum. Í kjölfarið fylgdu
síðan hlutverk í kvikmyndum. Lék
hún bæði í klassískum leikrit um
og nútímaverkum, meðal ann ars
í Hamlet og var einnig í upp
runa legri útgáfu af leikriti Arthurs
Kopits, The Road to Nirvana.
Árið 1993 lék hún svo á móti Al
Pacino í Föðurnum eftir August
Strindberg. Meðan hún var að
reyna fyrir sér á sviði í New
York giftist hún leikaranum John
Gould Rubin en það hjónaband
stóð ekki lengi og hefur hún sagt
að hún hafi á þessum árum ekki
verið tilbúin að bindast einum
manni og fljótlega hafi komið
brestir í hjónabandið.
fjölbreytt hlutverK í
góðum KviKmyndum
Kvikmyndirnar létu bíða eftir sér,
en þegar Moore var laus allra
mála í sjónvarpinu leitaði hún í
kvikmyndirnar og lék fljótlega
á tíunda áratugnum í nokkrum
góðum myndum; Benny & June,
The Hand That Rock The Craddle,
Short Cuts og Vanya on the
42nd Street, svo einhverjar séu
nefndar, ekki burðarhlutverk, en
góð hlutverk sem vöktu á henni
athygli. Hlutverkin stækkuðu og
afrekalistinn lengdist. Hún lék
stórt hlutverk í Jurassic Park
2 og hlutverk klámstjörnunnar
Amber Waves í Boogie Nights.
Þar leikur hún syrgjandi móður
sem missir barn sitt en lætur ekki
sitt eftir liggja í kókaínneyslunni á
milli þess sem hún leikur í klám
myndum. Þarna var það í raun
sem Moore stimplaði sig inn í
hóp bestu kvikmyndaleik ara.
Hún fékk sína fyrstu óskarstil
nefningu fyrir hlutverkið, en
tilnefningarnar eru orðnar fimm.
Næsta mynd var sú fræga The
Big Lebowski eftir Coenbræður.
Þar lék hún listakonu sem heimt
aði að Jeff Bridges gæfi sér
sæði. Julianne lék í endurgerð
inni á Psycho og einnig á móti
Sigourney Weaver í A Map of the
World. Aðra óskarstilnefningu
sína fékk hún fyrir The End of
the Affair sem byggð er á sögu
Grahams Greenes. Aðeins fátt er
hér nefnt af löngum afrekalista á
tíunda áratugnum.
Ekki var fyrsti áratugurinn á
nýrri öld síðri og af mörgum eftir
minnilegum kvikmyndum sem hún
lék í má nefna Magnolia, Hanni-
bal, The Hours, The Forgotten,
Evolution, Children of Men og
Far From Heaven. Um miðjan
tíunda áratuginn kynntist hún
núverandi eiginmanni sínum,
leikstjóranum Bart Freundlich,
þegar hún lék undir hans stjórn
í The Myth of Fingerprints og
eiga þau tvö börn, soninn Caleb,
sem fæddist 1997, og dótturina
Liv, fædd 2002. „Fjölskyldan er
það besta sem ég hef afrekað á
lífsleiðinni,“ segir Moore.
Julianne Moore sópaði
að sér verðlaunum, m.a.
óskars verðlaunum fyrr á
þessu ári, fyrir leik sinn
í Still Alice þar sem hún
leikur háskóla kennara
sem fær alzheimer.
Í Still Alice leikur Moore háskólaprófessor sem greinist með alzheimer.