Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 223

Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 223
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 223 J ulianne Moore sópaði að sér verðlaunum, m.a. óskars verðlaunum fyrr á þessu ári, fyrir leik sinn í Still Alice þar sem hún leikur háskóla kennara sem fær alzheimer. Erfitt hlutverk sem hún skilaði óaðfinnanlega. Aldrei er að vita nema hún eigi eftir að endurtaka leikinn á næsta ári fyrir leik sinn í Freeheld, þar sem hún leikur lesbíska konu á miðjum aldri sem er með ólæknandi krabba mein og berst fyrir því að sam býliskona hennar fái lífeyri hennar og eftirlaun þegar hún fellur frá. Það kemur engum á óvart sem fylgst hefur með ferli Julianne Moore að hún skuli taka að sér krefjandi hlutverk og láta þau auðveldari eiga sig. Og að leika lesbíska konu er ekkert nýtt fyrir henni. Hún lék slíkt hlutverk í The Kids Are All Right (2010) þar sem þær Annette Bening leika lesbískt par sem hefur uppi á sæðisgjafa tveggja barna þeirra. Kvikmynd sem hlaut góðar viðtökur. Af öðrum nýlegum afrekum Moore má nefna kvikmynd Davids Cronenbergs, Maps of The Stars, frá því í fyrra, þar sem hún lék leikkonu sem leitar sér hjálpar hjá sálfræðingi og voru margir á því að hún hefði frekar átt að fá óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í þeirri mynd en Still Alice. Ekki var Moore án verðlauna fyrir Maps to the Stars og var valin besta leikkonan á kvikmynda há tíðinni í Cannes í fyrra. Með verðlaununum í Cannes er hún önnur tveggja leik kvenna sem hafa unnið leikara verðlaunin á öllum stóru kvik mynda hátíð un ­ um í Evrópu (Cannes, Feneyjar, Berlín). Sú sem varð á undan henni er franska leikkonan Juliette Binoche. Þá hlaut Moore mikið hrós fyrir túlkun sína á Söru Palin í sjónvarpsmyndinni Game Change og fékk Emmy­verðlaun­ in. Inn á milli krefjandi hlutverka hefur Julianne Moore tekið að sér hlutverk sem reyna ekki eins mikið á hana sem leikkonu, má þar nefna Hunger Games­mynd­ irnar Mockingjay 1 og 2 þar sem hún leikur forsetann Ölmu Coin. Úr sÁpuóperu í KviK­ mynd irnar Julianne Moore fæddist 3. des­ ember 1960 og var skírð Julie Smith. Faðir hennar var háttsettur í bandaríska hernum og móðir hennar skoskur félagsráðgjafi og var fjölskyldan í stanslausum búferlaflutningum vegna vinnu föðurins. Eftir flakkið hóf Moore nám við háskólann í Boston og lauk BA­prófi í listum árið 1983. Hún flutti þá til New York og sótti leiklistarnámskeið um leið og hún leitaði sér að vinnu. Þar náði leiklistin yfirhöndinni í lífi hennar og hún fékk nokkur lítil hlutverk í leikritum utan Broadway, ekki þó fyrr en hún var búin að skipta um nafn. Hún hafði komist að því að öll afbrigði nafns hennar höfðu þegar verið skráð í leikaraskránni þar í borg. Fyrsta hlutverk Julianne Moore í sjónvarpi var í þáttum sem nefnd­ ust I’ll Take Manhattan. Þetta var 1987. Um sama leyti var henni boðið hlutverk í sápuóperunni As the World Turns sem var ein þeirra þáttaraða sem eru á dag­ skrá alla virka daga í bandarísku sjónvarpi. Frammistaða hennar í sápunni gerði það að verkum að hún fékk Emmy­verðlaunin 1988 fyrir leik sinn, svokölluð Daytime Emmy. Moore sá fram á að lítil framtíð væri í að leika í sápuóperu og þótt launin væru ágæt hætti hún og tók frekar þá áhættu að reyna að fá hlutverk í leikhúsum. Í kjölfarið fylgdu síðan hlutverk í kvikmyndum. Lék hún bæði í klassískum leikrit um og nútímaverkum, meðal ann ars í Hamlet og var einnig í upp­ runa legri útgáfu af leikriti Arthurs Kopits, The Road to Nirvana. Árið 1993 lék hún svo á móti Al Pacino í Föðurnum eftir August Strindberg. Meðan hún var að reyna fyrir sér á sviði í New York giftist hún leikaranum John Gould Rubin en það hjónaband stóð ekki lengi og hefur hún sagt að hún hafi á þessum árum ekki verið tilbúin að bindast einum manni og fljótlega hafi komið brestir í hjónabandið. fjölbreytt hlutverK í góðum KviKmyndum Kvikmyndirnar létu bíða eftir sér, en þegar Moore var laus allra mála í sjónvarpinu leitaði hún í kvikmyndirnar og lék fljótlega á tíunda áratugnum í nokkrum góðum myndum; Benny & June, The Hand That Rock The Craddle, Short Cuts og Vanya on the 42nd Street, svo einhverjar séu nefndar, ekki burðarhlutverk, en góð hlutverk sem vöktu á henni athygli. Hlutverkin stækkuðu og afrekalistinn lengdist. Hún lék stórt hlutverk í Jurassic Park 2 og hlutverk klámstjörnunnar Amber Waves í Boogie Nights. Þar leikur hún syrgjandi móður sem missir barn sitt en lætur ekki sitt eftir liggja í kókaínneyslunni á milli þess sem hún leikur í klám­ myndum. Þarna var það í raun sem Moore stimplaði sig inn í hóp bestu kvikmyndaleik ara. Hún fékk sína fyrstu óskarstil ­ nefningu fyrir hlutverkið, en tilnefningarnar eru orðnar fimm. Næsta mynd var sú fræga The Big Lebowski eftir Coen­bræður. Þar lék hún listakonu sem heimt­ aði að Jeff Bridges gæfi sér sæði. Julianne lék í endurgerð­ inni á Psycho og einnig á móti Sigourney Weaver í A Map of the World. Aðra óskarstilnefningu sína fékk hún fyrir The End of the Affair sem byggð er á sögu Grahams Greenes. Aðeins fátt er hér nefnt af löngum afrekalista á tíunda áratugnum. Ekki var fyrsti áratugurinn á nýrri öld síðri og af mörgum eftir ­ minnilegum kvikmyndum sem hún lék í má nefna Magnolia, Hanni- bal, The Hours, The Forgotten, Evolution, Children of Men og Far From Heaven. Um miðjan tíunda áratuginn kynntist hún núverandi eiginmanni sínum, leikstjóranum Bart Freundlich, þegar hún lék undir hans stjórn í The Myth of Fingerprints og eiga þau tvö börn, soninn Caleb, sem fæddist 1997, og dótturina Liv, fædd 2002. „Fjölskyldan er það besta sem ég hef afrekað á lífsleiðinni,“ segir Moore. Julianne Moore sópaði að sér verðlaunum, m.a. óskars verðlaunum fyrr á þessu ári, fyrir leik sinn í Still Alice þar sem hún leikur háskóla kennara sem fær alzheimer. Í Still Alice leikur Moore háskólaprófessor sem greinist með alzheimer.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.