Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 224
224 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
rithöfundurinn julianne
moore
Meðfram leikferlinum hefur
Juli anne Moore skapað sér
nafn sem höfundur barna og
ung l inga bóka sem hafa náð
vin sældum. Fyrsta bók hennar,
Fre cklef ace Strawberry, kom
út árið 2007 og komst á lista
hjá New York Times yfir mest
seldu bæk urnar. Fjallar bókin
um unga freknótta stelpu sem
reynir hvað hún getur til að losna
við freknurnar en sættir sig við
þær um síðir. Moore ákvað að
skrifa bókina í kjölfar þess að
ungur sonur hennar var ekki
ánægður með ýmislegt í fari
sínu og það minnti hana á að
henni var strítt í æsku vegna
þess að hún var freknótt. Tvær
bækur um sömu stúlku hafa fylgt
í kjölfarið og eftir Freeckleface
Strawberry var gerður söngleikur
sem var frumsýndur á Broad
way í október 2009. Fjórða bók
hennar kom svo út í september
2013 og nefnist My Mom is a
Foreigner, But not to Me. Sú bók
fékk ekki eins góðar viðtökur og
fyrri bækur hennar en kom ekki
í veg fyrir að hún gerði samning
við Random House um að skrifa
fimm bækur í viðbót.
Julianne Moore hefur ekki legið
á pólitískum skoðunum sínum og
er hún öflugur stuðningsmaður
demókrata og studdi vel við
bakið á Barack Obama, bæði
2008 og 2012, þegar hann var
endurkjörinn forseti Bandaríkj
anna. Hún berst einnig fyrir
réttindum homma og lesbía og
er á móti almennri byssueign
landa sinna og frá 2008 hefur
hún verið sérstakur sendiherra
fyrir samtökin Save The Children.
freehald
Julianne Moore hefur nóg á sinni
könnu og fram að áramótum eru
væntanlegar tvær kvikmyndir
með henni; Maggie’s Plan og
Freehald. Sú síðarnefnda verður
að teljast kvikmynd sem, ef vel
tekst til, er líkleg til að berjast
um stóru verðlaunin þegar árið
verður gert upp. Í myndinni segir
frá Lauren Hester, lögreglufor
ingja í New Jersey. Í október
2005, þegar Hester var 49 ára
gömul og hafði verið í lögregl
unni í 23 ár, greindist hún með
ban vænt lungnakrabbamein.
Stuttu síðar fór hún fram á að líf
eyrir hennar sem hún hafði unnið
sér inn – og eiginmaður fengið
hefði hann verið fyrir hendi –
rynni til sambýliskonu sinnar.
Tók við mikið stríð við yfir
völd og var efnt til mótmæla
fyrir henn ar hönd. Eftir þriggja
mán aða baráttu upp á nánast
hvern dag vann hún loks sigur
í janúar 2006. Hún lést síðan í
febrúar sama ár. Öllu þessu var
lýst eftirminnilega í stuttmynd
sem gerð var um Lauren Hester
og heitir einnig Freehald. Er
leikna myndin þar sem Julianne
Moore fer með hlutverk Hester
gerð eftir þessari stuttmynd.
Ellen Page leikur sambýliskonu
hennar, sem var 18 árum yngri
en Hester. Page er einnig einn
framleið enda myndarinnar og sú
sem hefur barist hvað mest fyrir
því að myndin yrði gerð. Áætlað
er að Freehald verði frumsýnd í
byrjun október.
Meðfram leikferlinum
hefur Julianne Moore
skapað sér nafn sem
höfundur barna og
unglinga bóka sem hafa
náð vin sældum.
Fjölskyldan. Julianne Moore og eiginmaður hennar, Bart Freundlich, og börnin tvö, Caleb og Liv.
Julianne Moore með óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Still Alice.
Julianne Moore og Ellen Page í hlutverkum sínum í Freehald.
frjals_verslun_augl_titt_utlit.indd 1 11.3.2013 15:06:02