Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 4
114
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
manna og jélagsmanna Máls og menningar aS ]>eir sjái sjáljir og geti aj brennandi
áhuga skýrt Ijóslega fyrir öðrum hvert nauðsynjaverk Mál og menning er að vinna
með þessari útgáju fyrir þjóðina alla og hvc mikið ríður á að útgájan sé studd af
öllum jélagsmönnum og öðrum sem vilja að íslenzk menning lifi. En þessi útgáfu-
tilraun félagsins stendur og fellur meS því að þátttaka félagsmanna verði a. m. k.
þriðjungi meiri en í fyrra, og við heitum í þetta sinn á hvern félagsmann að leggja
henni lið.
Stofnun hlutafélags til að reisa hús fyrir starfsemi
Máls og menningar
Annað stórt verkefni kallaði að Máli og menningu á þessu hausti. Félaginu var
sagt upp 1. okt. húsnæði því á Laugaveg 19 í Reykjavík þar sem bókabúð þess og
afgreiðslustaður hefur verið nærri frá upphafi, og þegar allar vonir sýndust úti um
leigu á nokkrum verzlunarstað við aðalgötu í bænum sá stjórn Máls og menningar
að eina leiðin til að tryggja félaginu framtíðarstað væri að festa kaup á lóð eða
húseign, og stjórnin ákvað því á fundi 17. ág. sl. og með samþykki félagsráðs 21. ág.
að gangast fyrir stofnun hlutafélags til að kaupa eða reisa hús fyrir starfsemi Máls
og menningar.
Félagið átti sér í þessu efni fordæmi. Það gekkst á árunum er það var á hrakhól-
um með prentun bóka sinna fyrir stofnun prentsmiðju, Hóla h.f., og myndaði til þess
hlutafélag með mönnum er voru ekki efnaðri en svo að margir þeirra fengu til láns
það fé sem þeir lögðu fram. Á þrem vikum tókst að safna 175 þús. kr. Fyrir það var
keypt gamalt hús í Reykjavík og smáprentsmiðja. Fáum árum síðar var hlutaféð
’nækkað upp í 500 þúsund kr. og keypt stór lóð í Þingholtsstr. 27 og reist stórhvsi á
hálfri lóðinni og prentsmiðjan stækkuð og bætt við bókbandsvinnustofu. Af hluta-
fénu í þessu fyrirtæki eignaðist Mál og menning 150 þús. kr., en varð að taka lán
til að geta lagt það fram. Hólaeignin með prentsmiðjunni og hinni nýju byggingu
er nú mikið verðmæti, og án þeirrar prentsmiðju hefði Mál og menning ekki getað
starfað eins og félagið hefur gert né vandað svo útgáfu sína.
Nú var sama leið farin. Fyrir höndum lá að bókahúð Máls og menningar fengi
hvergi stað til leigu eða yrði að hrekjast út í hjágötu. Hvernig mundu félagsmenn
bregðast við nú? Hvernig mundu undirtektir þeirra verða undir nýja hlutafélags-
stofnun? Árangurinn talar þar skýrustu máli.
Aðeins mánuði eftir að málinu var fyrst hreyft á stjórnarfundi Máls og menning-
ar var haldinn stofnfundur ldutafélagsins, 22. sept., með 94 stofnendum og 250 þús.
kr. innborguðu hlutafé, og ákveðið að hlutafjárupphæðin skyldi vera ein miljón
króna og félaginu gefið nafnið Vcgamót h.f. Mánuði síðar, eða 29. okt., festi hið
nýja hlutafélag kaup á húseignunum Laugaveg 18 og Vegamótastíg 3 og 5, og hafði
þannig tekizt með skjótu átaki að tryggja Máli og menningu aftur stað við aðalgötu
á einum bezta stað í hænum. En áður en kaupin voru fest hafði Bókabúð Máls og
menningar fengið leigt til bráðabirgða á Skólavörðustíg 21 og hefur nýlega opnað
þar bóka- og ritfangaverzlun í rúmgóðum húsakynnum.