Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 6
116
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fræðingur, og Sigvaldi Thordarson, arkitekt, en framkvæmdarstjóri verður Einar
Andrésson, umboðsmaður.
Stjórn Máls og menningar flytur þakkir þeim félagsmönnum sem brugðizt hafa
enn vel og drengilega við kalli félagsins. Það er óneitanlega gaman, og æfintýri lík-
ast, fyrir Mál og menningu sem rekin var út með bókabúð sína á Laugavegi 19 1. okt.
að ekki skyldi mánuður liðinn er félagsmenn höfðu tryggt henni stað til frambúðar
í eigin húsi á Laugavegi 18. Þessi húseign getúr ef vel tekst orðið undirstaða um
langa framtíð að góðu gengi félagsins og aukinni slarfsemi þess. Það er ekki fært
fyrir 5000 manna félag sem Mál og menningu að láta hrekja sig út í hliðargötu,
heldur ber því skylda til að tryggja félagsmönnum sínum bezta stað við aðalgötu.
En ég lít einnig á þessa framkvæmd öðrum augum: að hér hafi gerzt viðburðúr sem
felur í sér dýpra innihald. Mál og menning, með stuðningi félagsmanna sinna, er
sú stofnun sem einna fremst hefur staðið og stendur til varnar íslenzkri menningu
og íslenzkum málstað á örlagatímum. Félagið er vígi sem þjóðin má ekki glata, ekki
láta brjóta skarð í. Þessvegna má Mál og menning ekki hopa, mátti ekki láta hrekja
starfsemi sína út í horn, má ekki bíða hnekki, ekki láta draga úr áhrifum sínum.
Ekki vegna húseignar sem slíkrar er barizt heldur fyrir vígstöðu íslenzkrar menn-
ingarstarfsemi. Hið skjóta átak sem hér var unnið með hjálp félagsmanna vil ég
taka sent dæmi þess að sókn verði hafin fyrir íslenzka menningu og sjálfstæði þjóð-
arinnar á öðrum sviðum, og sem fyrjrboða um sigur í þeirri sókn.
Við heitum á /élagsmenn í Reykjavík og hvarvetna á landinu að styðja með
fjárjramlögum hið nýja verkejni Máls og menningar og kaupa skuldabréf jélagsins
eða hlutabréj í Vegamótum. Munið að fyrsti áfanginn er að safna hlutafjárupphœð-
inni allri, einni miljón króna; sá nœsti að reisa hús fyrir starfsemi Máls og menn-
ingar, er kotnið sé upp jyrir 20 ára afmœli félagsins 1957.
Kr. E. A.