Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 12
122
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Kvæði þetta birtist nokkrum dögum síðar í Norðanfara og var þá í
fyrsta skipti prentað ljóð eftir Stephán G. Stephánsson og mun engan,
sem las það, hafa grunað, að höfundur þessara ljóðlína yrði annað og
meira en venjulegur íslenzkur hagyrðingur, enda gaf kvæðið engin
fyrirheit. Kvæðið var aðeins íslenzk alþýðukurteisi þessara sveitamanna
sem þótti ekki annað hlýða en að kveðja land sitt og fólk á háttbundnu,
stuðluðu máli þegar svo löng för var framundan — syngja sjálfa sig
úr hlaði.
•
Stephán G. Stephánsson kom úr íslenzkri búsveltu til hinnar miklu
álfu tækifæranna og ónuminna vona. Það stóðst á endum, að komu
Stepháns bar að til Wiscounsinfylkis, þar sem hann settist fyrst að, og
fjárhags- og atvinnukreppa læsti krumlum um Vesturheim, hin mesta,
er menn máttu þá muna. Þessi kreppa varð eldskírn hins skagfirzka
sveitapilts á hinu langa skeiði lífsreynslu hans vestan hafs. Hann kom
frá þjóðfélagi, þar sem menn sultu vegna skorts. Nú kom hann í þjóð-
félag, þar sem menn sultu vegna allsnægta. Það voru mikil viðbrigði.
Svo öfugmælakennt fyrirbrigði þjóðfélagsins var vel til þess fallið að
vekja forvitni hins veðurglögga unga manns. Þúsundir, milljónir manna
hafa séð þetta fyrirbrigði, hafa lifað það, en eru þó jafnnær enn í dag.
Stephán G. Stephánsson krufði það til mergjar þegar á öndverðum
Ameríkuárum sínum og eftir því sem aldur færðist yfir hann skynjaði
hann og skildi æ betur, hvernig það yrði leyst.
Þegar Stephán hafði dvalizt 14 ár í Bandaríkjunum lýsti hann í ræðu
á þjóðhátíðardegi Ameríkumanna félagslegum högum þeirra á þessa
leið: ,,í hinni frjálsu Ameríku, piltar mínir, eru 60 milljónir manna og
tæpur helmingur nýtur fullra mannréttinda. . . . Tvær eða þrjár milljón-
ir örsnauðra manna, verklausir um harðasta tíma ársins, menn sem vilja
vinnu, en fá hana ekki.“ En Stephán sá um leið hvað í vændum var,
baráttuna framundan: „Líknarlaus auðlegð og líðandi örbirgð hafa
fylkt liði til að berjast um nauðungarvaldið. Mannúð og sanngirni
verða hermannskostir hinna nýju sjálfboða, og það er þörf á heil-
um fjölda af þeim. Enn er tækifæri fyrir okkur Islendinga, ekki ein-
ungis að nema land í Ameríku, framfaramesta og frjálsasta landinu,
heldur líka að eignast nokkurn hluta af framför og frelsi, sem Ameríka